1.9.2014 | 23:54
Viðbjóðsleg framkoma íslenskra embættismanna gagnvart Færeyingum
Færeyskt skip, Næraberg, lenti í nauð. Vélarbilun við makrelveiðar í grænlenskri lögsögu. Það náði að skrölta til Íslands á fjögurra hnúta hraða. Móttökurnar á Íslandi voru til skammar. Þær einkenndust af embættismannahroka og rembingi. Framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur Ásgrímsson, bannfærði skipið með það sama. Bannaði alla þjónustu við skipið. Skipsverjar máttu ekki einu sínni fara frá borði. Þeir máttu hvorki kaupa vistir né eldsneyti í íslenskri höfn.
Sjávarútvegsráðherra lýsti yfir ógildingu á banninu. En fylgdi því ekki eftir af neinum þunga. Hrokafull afstaða íslenskra embættismanna fékk að leika lausum hala dögum saman. Viðbrögð íslensks almennings voru þau að hátt í 14 þúsund manns studdi á Fésbók afsökunarbeiðni til Færeyinga. Sömuleiðis tóku einstaklingar upp á því að færa áhöfn Nærabergs hamborgara og gosdrykki. Það var niðurlægjandi fyrir alla aðila - þó að reisn væri yfir uppátækinu út af fyrir sig.
Allt bull um lög frá 1998 um samskipti við Færeyinga höfðu og hafa ekkert gildi eftir að fríverslunarsamningur við Færeyinga 2006 gekk í gildi.
Framkoma íslenskra embættismanna í garð Færeyinga er viðbjóður. Næsti bær við hrokafullt erindi Ölgerðarinnar, kröfu um að frábært Föroya Bjór Gull sé tekið af markaði. Styðjið Færeyinga í verki með því að kaupa Föroya Bjór Gull og sniðgangið vörur frá Ölgerðinni.
Ég fordæmi hroka og yfirgangssemi íslenskra frekjuhunda í garð Færeyinga. Ég er búinn að setja viðskiptabann á Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Óþverrafyrirtæki.

![]() |
Færeyska skipið farið frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 2.9.2014 kl. 12:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
Nýjustu athugasemdir
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ingólfur, bestu þakkir fyrir frábæra samantekt1 jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Bítlarnir eru og voru einstakir. Þeir sameinuðu að vera fyrsta ... ingolfursigurdsson 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Stefán, vel mælt! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann, ég tek undir hvert orð hjá þér! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég tek algjörlega undir það sem þú skrifar Jóhann. Almennt held... Stefán 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: það er nokkuð víst að önnur eins hljómsveit á ALDREI eftir að k... johanneliasson 9.4.2025
- Sparnaðarráð: Guðmundur (#9), takk fyrir það. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Til frekari fróðleiks má geta þess að grafít hefur ekkert nærin... bofs 2.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 25
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 995
- Frá upphafi: 4134968
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 797
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Algörlega sammála þér. Sýnir best hvað Íslendingar
eru óheppnir með okkar stjórnmálapakk.
En eins og gamla konan sagði svo orðrétt,
"Lánleysi Íslendinga, fellst í værð þeirri, sem færist
yfir það fólk sem við kjósum á þing."
Svo einfallt og satt er það nú.
M.b.kv og áfram Færeyja gull.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 00:20
Heill og sæll Jens æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !
Íslenzka stjórnmála hyskið: bugtar sig og beygir aftur á móti / fyrir fylgjendum Kóran kreddunnar - sem og NATÓ/ESB óþverrann / enda áþekkar greinar: af svipuðum stofni.
Færeyingar og Grænlendingar - eru slík ''peð'' í augum þessa liðs / að vart tekur því að - taka eftir þeim.
Mestu mistök Íslandssögu - var fullveldistakan 1918 - og svo Lýðveldis hörmungin (1944 - 2008) Jens minn.
Íslendingar: höfðu ekki / og hafa ekki burði til að nýta sér slíkan meðbyr: fornvinur góður / sökum inngróins monts og hroka !
Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 00:28
Malið liggur þannig, að fyrst átti skipið ekki að fá að koma í höfn. Það var stöðvað og skipað að koma sér útfyrir 12 mílurnar undireins. Það fengi ekki að koma í höfn. Skip með maskínuskaða og í vandræðum/neyð!
Svo þegar þeir færeyingar fóru að malda í móinn, að þetta gæti nú ekki staðist, - þá fengu þeir að vísu að koma í höfn - en fengju enga þjónustu!
Þetta er auðvitað með ólíkindum.
Ljóst er að þarna býr eitthvað miklu meira að baki því eftirtektarvert er að rússar fá alla þjónustu hér.
Ríkisstjórn sjallaflokks og framsóknar ætluðu bara að sparka í færeyinga að gamni sínu og illgirni. En voru stöðvaðir i óhæfuverkunum þegar almenningur reis upp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2014 kl. 10:43
íslensk skip á makrílveiðum sem eru með farm í lest fá ekki olíu og kost í Færeyskum höfnum, eða í Noregi eða í löndum ESB.Ef um vélarbilun er að ræða fá íslensk skip viðgerð annað ekki.Þetta er samkvæmt samningum sem Færeyingar og íslendingar eru aðilar að og kemur fríverslunarsamningi milli Íslands og Færeyja ekkert við.Færeyingar sömdu við ESB og Noreg um makrílinn en sömdu ekki við íslendinga.Færeyingar gerðu ekki svo lítið að láta íslendinga vita.Íslenska Landhelgisgæslan var aðeins að gegna lögboðinni skyldu og íslendingar hefðu fengið sömu meðferð í Færeyjum ef ekki verri.Annars hefðu Færeyingar fengið tiltal frá ESB eða Norðmönnum.
Sigurgeir Jónsson, 2.9.2014 kl. 13:07
Rússar sem eru á veiðum úr stofnum sem ekki hefur verið samið um við íslendinga fá ekki olíu og kost hér.Færeyski skipstjórinn átti að vita áður en hann eyddi allri olíunni, í veiðar sem kannski hafa ekki gengið vel, að hann gat ekki fengið afgreidda olíu hér.Og var vélin biluð.Allavega tók ekki langan tíma að gera við hana eftir að skipið hafði fengið olíu.Og fór ekki skipið beint á veiðar aftur.Færeyski lögmaðurinn sem var í rúvvinu í gær gerði enga tilraun til að afsaka olíuleysi og framkomu skipstjórans.Hann sagði að lög og samningar ættu að stand.
Sigurgeir Jónsson, 2.9.2014 kl. 13:17
Við íslendingar búum því og miður við skagfirskt efnahagssvæði nú um stund, þar sem framsóknarillska ræður ríkjum og málar okkur út í horn gagnvart vinum.
Stefán (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 13:19
Sigurður K, ég kvitta undir hvert þitt orð.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:24
Óskar Helgi minn kæri vinur, þetta er algjörlega rétt hjá þér.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:25
Ómar Bjarki, mér virðist sem það hafi frekar verið embættismenn er voru með hroka og leiðindi en stjórnmálamenn. Að vísu má deila á ráðherra fyrir að hafa ekki beitt sér í málinu með snöfurlegum hætti í stað þess að láta dögum saman nægja að segja fjölmiðlum frá því að Næraberg fái þjónustu.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:31
Sigurgeir, hver færeyski stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum fullyrðir í færeyskum fjölmiðlum að íslenskt skip í sömu vandræðum og Næraberg hefði fengið alla þjónustu umyrðalaust í Færeyjum. Það hefðu ekki einu sinni komið upp vangaveltur um það í Færeyjum né að embættismenn og stjórnmálamenn hefðu þurft að ræða það.
Mér skilst að eldneytisforði skipsins hafi klárast vegna vélarbylunarinnar. Skipið gat aðeins siglt á 4 hnúta hraða og var þess vegna mun lengur á stími en ef allt hefði verið í lagi.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:37
Stefán, svo rétt.
Jens Guð, 2.9.2014 kl. 21:37
Government Explained
https://www.youtube.com/watch?v=EUS1m5MSt9k&feature=player_embedded
svona er þetta a Íslandi og alstaðar
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 22:17
Helgi, takk fyrir þetta.
Jens Guð, 3.9.2014 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.