11.9.2014 | 23:07
Danskur strippari strippaður í Færeyjum
Tollverðir í einu flugstöðinni í Færeyjum, í Vogum, hafa yfir að ráða fíkniefnahundi. Fram til þessa hefur hvutti bent með áberandi hætti á þá Dani sem eru svo vitlausir að koma til Færeyja með eiturlyf. Svo bar það til að fræg dönsk nektardansmey hugðist verja rómantískri helgi í Færeyjum. Fíkniefnahundurinn trylltist í návist hennar. Leitað var á dömunni. Ekkert fannst. Hún var send í röntgenmyndatöku. Ekkert grunsamlegt kom þar fram. Þá var framkvæmd á henni gróf líkamsleit. Að hennar sögn var ekki aðeins einum putta stungið í endaþarm hennar heldur fimm fingra krumlu upp að olnboga. Ekkert dóp fannst.
Færeysku tollvörðunum til afsökunar má tiltaka að fíkniefnahundurinn hefur fram til þessa verið óskeikull. En öllum verður á. Skýringin er eflaust sú að danska nektardansmærin hefur einhvern tíma áður verið með dóp í sínum vösum. Hún uppgötvaði nýlega að hún væri komin með barn í mallakútinn. Undir þannig kringumstæðum hætta margar konur að neyta eiturlyfja. Hinn möguleikinn er sá að daman hafi vitað af dóphundinum í Vogum og verið nógu klár til að láta ekki reyna á dópsmygl til Færeyja.
En hún er ósátt. Verulega ósátt við meðhöndlunina á sér. Kannski hefur þetta eftirmála. Henni var samt nær að koma til Færeyja í fatnaði sem hafði hýst dóp. Svo er ég ekkert viss um að daman segi satt og rétt frá að öllu leyti. Hitt er annað mál að færeyskir tollverðir eru harðir í horn að taka þegar kemur að eiturlyfjum. Þeir standa sína vakt vegna þess að Færeyjar eiga að vera fíkniefnalausar.
Þunguð nektardansmær í endaþarmsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 12.9.2014 kl. 14:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 33
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 1458
- Frá upphafi: 4119025
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
"fíkniefnahundurinn hefur fram til þessa verið óskeikull"
Þú ert bjáni
Punktur.
bugur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 23:18
Bugur, veist þú betur?
Jens Guð, 11.9.2014 kl. 23:35
Ekki bjáni, heldur smávits hundurinn Bugur er bugaður. Þar verður Pungtur Bugs jarðaður.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2014 kl. 23:47
Hvað hrjáir þig?
Ertu að halda því fram að "óskeikulleiki" hunds (!) geri það réttlætanlegt að fara svona að þungaðri konu!!?
Í guðanna bænum, taktu lyfin þín!
bugur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 23:48
...og þú Hr. Hraundal.
Þú ert ekki einasta vitlaus, heldur ertu líka ljótur.
bugur (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 23:55
Ég sé ekki betur en að þetta sé brot á lögum af hálfu færeysku tollvarðana. Sérstaklega þar sem að hérna er um að ræða danskan ríkisborgara innan danska konungsdæmsins. Síðan eru Færeyjar innan Norræna vegabréfasamstarfsins (eftir því sem ég kemst næst). Þetta kemur einnig allt saman vel fram hérna í upplýsingum um Færeyjar.
Reyndar kemur svona ruddarskapur mér ekkert á óvart hjá mönnum sem þykjast vera stærri en þeir eru. Síðan er gott að minnast á lög um sjálfstjórn Færeyja. Ég minni síðan aftur á að þetta voru gróf brot gegn þessari konu og kærasta hennar. Hafi barnið hennar orðið fyrir skaða af þessari meðferð þá er nauðsynlegt að fara í alla fínu saumana á tollvörðum í Færeyjum.
Jón Frímann Jónsson, 12.9.2014 kl. 00:06
Það þarf nú eiginlega að vega þennan hund - Hann er greinilega ekki starfi sínu vaxinn. -
Svo er nú það. - Skeikull var hann...og mun vera til vandræða og skeikull aftur...og svo aftur...Því biluð vél verður alltaf "bilaða vélin.."...ekki satt ?
Már Elíson, 12.9.2014 kl. 00:43
Færeyjadýrkun þín, Jens Guð, er kjánaleg. Þú ert álíka fordómafullur og sekterísk kelling á Sandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.9.2014 kl. 06:27
Voðalegur hundur er hér í mönnum út í Jens. Ef menn vilja frjálsan innflutning á dópi þá er miklu betra að segja svo frekar enn að reyna að skíta Jens og færeysku tollgæsluna út.
Það er einhver misskilningur í því fólginn að halda að vegna Schengen megi ekki leita að dópi hjá fólki sem kemur frá öðru Evrópulandi. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/23/islendingar_daemdir_i_danmorku/
Færeyjadýrkun Jens er mun geðþekkari en uppskrúfaða Gyðingadellan þín Vilhjálmur, ekki það að það er alltí lagi að langa að vera eitthvað annað en maður er, þegar ég var lítill langaði mig t.d. að vera iníáni en það eltist þó af mér. En þegar Gyðingadellan snýst út í það að réttlæta hatur á og misþyrmingu á Palestínumanna þá er hún orðin mjög ógeðfeld. Svona rétt eins og þegar aríadellan snérist á sínum tíma út í að hata m.a. gyðinga.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 07:52
Hundurinn er líklega óskeikull. Vandinn felst í því að hasslykt þvæst aldrei af.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.9.2014 kl. 08:19
Það er mikill hundur í sumum sem hér skrifa sé ég, en mestur hundur er samt í framsóknarhundunum á þingi þessa dagana. Þar eru virkilega grimmir hundar á ferð sem svífast einskis til að herða sultarólina hjá fátækum.
Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 08:35
Hva, Hann hefur bara verið svona hrifinn af manneskjunni. Ég er viss um að ég hefði tjúllast ef ég hefði komist í návígi við þessa dömu.En ég hefði nú samt sleppt endaþarmsmökunum.
Jósef Smári Ásmundsson, 12.9.2014 kl. 13:27
Jens, það er vel þekkt að hundarnir eru oft í tómu rugli: http://thelosangelescriminaldefenseblog.com/police-dogs-sniffing-for-drugs-are-surprisingly-unreliable/
Lögreglan er hinsvegar ekki þekkt fyrir að segja sannleikann, og enn síður þekkt fyrir að skrá niður afbrot sín. Þegar þetta lið segir að hundurinn hafi aldrei gefið falska niðurstöðu, þá meinar það að þau atvik eru hvergi skráð og skjalfest.
Það er auk þess algjört rugl að taka konugreyið í endaþarmsleit eftir að röntgen sýnir að hún er ekki með neitt. Þetta er nauðgun.
símon (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 14:28
Ég skrifa undir allt það sem Bjarni Guðlaugur skrifaði í #9.
Við sjáum það á þessum sem kallar sig "bugur" hvernig það fer með menn að taka ekki lyfin sín.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2014 kl. 16:20
Ég hugsa að jafnvel ég myndi lyfta rófunni andartak við þessa sýn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2014 kl. 16:43
Fyrirgefðu Bjarni Gunnlaugur að ég fór rangt með nafnið þitt í innleggi #14
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2014 kl. 18:32
Hér gekk færeyjadýrkun þín skrefinu of langt Jens minn. Það er ekkert sem afsakar svona framferði. Færeyingar eru ofsatrúarfólk, fullt af fordómum og öfgum. Þú mættir tóna niður þennan færeyska talibanisma hjá sjalfum þér, því hann er ekki að gera þeim greiða.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.9.2014 kl. 18:36
Bugur! Hr.Hraundal er með fallegri mönnum þarna í sveitinni og þar að auki fjandi greindur og þessvegna renna smánar-bloggarar á rassinn þegar þeir spreita sig á þessum síðum. Og svo er ekki þetta tónn sem á við í mbl.
Eyjólfur Jónsson, 12.9.2014 kl. 20:15
Eina tækifærið sem Axel hefði til að lyfta rófunni í návist hennar væri líklega sem færeyskur tollvörður.
Og hvað varðar réttan tón Eyjólfs, þá er rétt að vísa í þessa hljómkviðu:
"Þá var framkvæmd á henni gróf líkamsleit. Að hennar sögn var ekki aðeins einum putta stungið í endaþarm hennar heldur fimm fingra krumlu upp að olnboga. Ekkert dóp fannst"
Sumsé. Upp að olnboga. Þetta þykir ykkur sæmandi.
Þið eruð vitleysingar og eina sem má teljast ykkur til tekna er að þið eruð gamlir og deyið bráðum.
bugur (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 22:57
https://www.youtube.com/watch?v=x_t8DvM2kX8
Sólrún (IP-tala skráð) 12.9.2014 kl. 23:49
Hrólfur, margt til í þessu.
Jens Guð, 12.9.2014 kl. 23:52
Bugur, í algengri greiningu á "kommentakerfum" er að einungis aular feli sig á bak við nafnleysi. Þú ert dáldið í því hlutverki að styðja kenninguna.
Jens Guð, 12.9.2014 kl. 23:55
Er þetta það eina sem þú hefur til að réttlæta víðurstyggileg gildi þín?
Að ég komi ekki fram undir nafni?
Þú værir sjálfur betur settur nafnlaus með þessa þvælu!
Að færeyskur HUNDUR réttlæti svona aðfarir!?
Þú ert vitleysingur.
snjólfur (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 00:10
ég ætla að vona að þú sért undir það búinn jens guð að taka hlæjandi á móti tollara buttum í rassgatið sjálfur,,einsog þú sérð þá getur það líka komið fyrir hvítþvegna sakleysinga einsog þig,,,í þessum pistli drullaðir þú upp hressilega á bak,,
alfreð (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 10:44
Bugur skrifar kjaryrt og alveg hægt að brosa við því.
HK (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 13:24
Ég giska á að "margir" sem hér hafa tjáð sig, nafnlaust en undir ýmsum kenninöfnum, hafi sömu ip-tölu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2014 kl. 20:37
Jón Frímann, færeyskir tollverðir eru í fullum rétti að leita að eiturlyfjum á hverjum sem er óháð þjóðerni. Þeir mega leita á Færeyingum, Dönum og fólki lengra að.
Jens Guð, 13.9.2014 kl. 21:01
Már, ég efast um að hundurinn hafi misreiknað sig. Líklegra er að konan hafi verið í fatnaði sem hafði geymt eiturlyf. Þess vegna hafi verið leyfar af dópi í vösum án þess að vera í þeim mæli að sjást með berum augum. En þefskyn hvutta er öflugt.
Ég veit um íslenska drengi sem skruppu til útlanda á hljómleika. Þar sveif þykkt hassský yfir áheyrendum og drengirnir fengu sér reyk til að stinga ekki í stúf. Er heim var snúið höfðu þeir ekkert dóp með sér. En eiturlyfjahundurinn á Keflavíkurflugvelli trylltist. Strákarnir voru strippaðir. Hundurinn hafði rétt fyrir sér. Það var hasslykt af fötum drengjanna þó að ekkert hass væri til að finnast.
Jens Guð, 13.9.2014 kl. 21:12
Enn og aftur er maður furðu lostinn yfir þessu hjákátlega færeyingablæti þínu.
Má kannski minna þig á hvernig ungur samkynhneigður drengur taldi réttast að svipta sig lífi, vegna afturhaldshugsunarháttar Færeyinga? Sem má líkja við biflíubeltið í Ameríku.
Það að þessi þungaða kona hafi verið með fólki sem fékk sér jónu og hló saman einhver síðustu dægrin, nægir fyllilega til að lyktin í fötum hennar æsi færeyska hundinn.
"ég efast um að hundurinn hafi misreiknað sig" og "Ég veit um íslenska drengi sem skruppu til útlanda..." Bla bla bla.
Þú veist ekki einu sinni í hvorn fótinn þú vilt stíga!
En reiðir þig á að hundurinn hafi jú verið færeyskur.
bugur (IP-tala skráð) 13.9.2014 kl. 21:59
Vilhjálmur Örn, Færeyjadýrkun mín er réttmæt. Færeyingar eru besta fólk sem ég hef kynnst. Elskulegheit Færeyinga eru óvenjuleg og gestrisni þeirra og hlýhugur í garð Íslendinga sláandi. Ég hef á síðustu 20 árum eða svo farið 30 - 40 sinnum til Færeyja. Færeyingar ganga ítrekað fram af mér í almennilegheitum og gestrisni. Það er auðvelt að elska Færeyinga. Kærleikurinn umber allt og fellur aldrei úr gildi, svo vitnað sé beint í Palla postula.
Jens Guð, 13.9.2014 kl. 23:08
Bjarni, góðir punktar.
Jens Guð, 13.9.2014 kl. 23:33
@Axel Jóhann Hallgrímsson;
Rangt ályktað hjá þér.
HK (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 19:02
Ásgrímur, rétt hjá þér.
Jens Guð, 14.9.2014 kl. 20:33
Stefán, satt hjá þér.
Jens Guð, 14.9.2014 kl. 20:34
Jósef Smári, ég er líka viss um að þú hefðir tjúllast í návist dömunnar. Hehehe!
Jens Guð, 14.9.2014 kl. 20:35
Símon, þegar þú nefnir það þá verð ég að taka undir ábendingu þína um að endaþarmsleit á að vera óþörf eftir að röntgenmynd sýnir að þar sé ekkert að finna.
Jens Guð, 14.9.2014 kl. 20:37
Axel Jóhann, ég staðfesti að mismunandi nöfn hafa kvittað undir "komment" á þessum þræði en á sömu IP tölu. Fyrir nokkrum árum kenndi Birgitta Jónsdóttir okkur á þessum vettvangi að rekja IP tölu. Þá kom margt einkennilegt í ljós. Nú er ég búinn að gleyma aðferðinni.
Jens Guð, 14.9.2014 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.