Ungabarn í lífshættu skríðandi á klettabrún

glannað A

  Myndin hér fyrir ofan hefur vakið undrun,  hneykslun og reiði.  Á henni efst til hægri sést ungabarn skríða óstyrkum fjórum fótum á klettabrúninni.  Fall þarna fram af er 604 metrar.  Á síðustu árum hafa margir látist við að falla fram af klettinum.  Enginn sem fellur lifir það af. 

  Faðirinn tekur ljósmynd af glannaskapnum.  Hann hefur enga möguleika á að grípa inn í ef krakkinn veltir sér og rúllar.   Móðirin krýpur nær.  Samt er hún of langt frá barninu.  Skríðandi barn getur verið eldsnöggt að velta sér.   Fjarlægð móðurinnar ræðst af því að hún er að leyfa bóndanum að ná ljósmynd af barninu aleinu að skríða á klettasnösinni yfir gapandi hyldýpinu. 

  Mörgum þykir sport í því að glannast á klettabrúninni.  Það er í góðu lagi - þó að dauðaslys hafi hlotist af.  En að glannast með líf ungabarns,  óvita,  til þess eins að ná glæfralegri mynd er ekki til eftirbreytni. 

glannað Bglannað Cglannað Dglannað E 

  Kletturinn er í Noregi og kallast Predikunarstóllinn.  Nokkur umræða hefur farið fram um það hvort að ástæða sé til að girða klettabrúnina af.  Sú skoðun er ofan á að með því myndi kletturinn tapa náttúrulegu aðdráttarafli sínu.  Einnig hitt að glannar muni ekki láta einhverja girðingu eða grindverk hindra sig í glannaskap.  Þvert á móti þætti þeim svoleiðis vera ennþá meiri áskorun fyrir sig.   

glannað Gglannað Hglannað Iglannað Jglannað F


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BÖRN eru HEILÖG.

jafnvel meira en Ófrísk kona.

Það ætti að taka frá þeim barnið í viku til 10 daga,og spyrja?

Er það þessi spenningur sem þið voruð að leita að?

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 23:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég fæ nú bara í magann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2014 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband