Stjörnurnar sem risu upp gegn kynþáttahatri

 

  Langt fram eftir síðustu öld voru gríðarlega miklir kynþáttafordómar,  kynþáttahatur og kynþáttamisrétti ríkjandi í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Ástandið var svo svakalegt að nútímamanneskja,  almenningur í dag,  á erfitt með að skilja hversu djúpstætt þetta var - einkum í Suðurríkjunum.

  Tvær manneskjur áttu stærstan og róttækastan þátt í að slá hratt og rækilega á þennan viðbjóðslega rasisma.  Annarsvegar var það rokksöngvarinn Elvis Presley um miðjan sjötta áratuginn.  Hinsvegar leikkonan Marilyn Monroe örlitlu síðar.   

  Elvis Presley var hvítur söngvari í Memphis, Tennessee.  Því sem kallast Djúpa-suðrið.  Þar var kynþáttahatur nomið.   Elvis var hinsvegar ónæmur fyrir kynþáttahatri.  Þvert á móti þá hafði hann dálæti á svertingjablús og bar mikla virðingu fyrir annarri blökkumannatónlist. Til að mynda gospell.  

  Í upphafi ferils stóð til að Elvis myndi gera út á kántrý í bland við blökkumannablús.  Hann varð strax fyrir hatursfullum viðbrögðum vegna blökkumannatónlistarinnar.  Hann var úthrópaður "negrasleikja" og hótað að vera útilokaður frá markaðnum.  Þetta hafði þveröfug áhrif á unga uppreisnarmanninn sem sá ekkert nema óréttlæti í því kynþáttahatri sem hann mætti.  

 

  Í stað þess að láta undan hótunum blés hann til sóknar.  Hann tilkynnti hljómsveit sinni og umboðsmanni að vegna hótana og ofsókna myndi hann breyta dagskrá sinni úr kántrýi yfir í eintóma blökkumannablúsa.  Sem hann stóð við.  Þar með stimplaði hann nýtilkomna rokkbylgju sjötta áratugarins inn sem blökkumannabylgju.  Rokkbylgjan fór í hæstu hæðir 1955 - 1958.  Presley flaug þar efst en á hæla hans komu Jerry Lee Lewis,  Chuck Berry,  Little Richards og Fats Domino.  Rokkbylgjan var blökkumannatónlist og engin greinarmunur gerður á hörundslit rokkaranna.  Hörundsdökki Chuck Berry samdi lögin.  Hörundsdökki Little Richards sum af þeim.  Og allir sungu sömu lögin.  Komu saman fram á hljómleikum og almenningur hætti að greina tónlist,  rokkið,  út frá hörundslit.

"If they don't want me to sing colored music, I'll sing colored music for the rest of my life, that's what I'll do!" Elvis Presley.
 
  Víkur þá sögu að Marilyn Monroe.  Hún var risafræg leikkona.  Hún notaði öll sín góðu sambönd til að opna "white only" skemmtistaði fyrir blökkumönnum.  Það kostaði blóð, svita og tár.  En með harðfylgni kom hún Ellu Fitzgerald inn á stærstu staðina.  Sjálf mætti Marilyn Monroe ætíð á hljómleika Ellu og sat þá á fremsta bekk.  

  Án MM hefði heimurinn aldrei heyrt af Ellu.

   


mbl.is Ljósmynd af Marilyn Monroe fyrir 817.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég heimsóti Graceland var Memphis í Tennessee! 

Jón (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 07:44

2 identicon

Hann er hvorki fæddur í Memphis, Tennessee né Memphis, Mississippi en hann var uppalin í því síðara og

seinna bjó hann í Graceland sem er í Memphis, Tennessee.

Fæddur í Tupelo, Mississippi.

Gústaf (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 07:58

3 identicon

Elvis Presley var trúr skoðunum sínum og hugsjónum. Sú tónlist sem hann ólst upp við var blökkumannatónlist og hann gerði ekki upp á milli kynstofna og trúarskoðana fólks. Þrátt fyrir mikla öfund út í frægð og frama The Beatles, þá tók hann þeim opnum örmum og bar ávallt mikla virðingu fyrir þeim. Elvis var sjálfum sér verstur.

Stefán (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 08:18

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fannst ég greina afgerandi afstöðu gegn rasisma í textum Bob Dylans. Hann kom reyndar skömmu síðar fram á sjónarsviðið en þessar stjörnur. Lagið Oxford town, sem kom út 1962, er ágætt dæmi um afstöðu gegn rasisma.

"He went down to Oxford Town

Guns and clubs followed him down

All because his face was brown

Better get away from Oxford Town."

Reyndar hefur Dylan alltaf þrætt fyrir það að hann hafi verið politískur en það er samt augljóst að rasimsi var honum alltaf þyrnir í augum.

Brynjar Jóhannsson, 23.9.2014 kl. 12:53

5 identicon

Bob Dylan hefur löngum haft orð á sér að vera hinn mesti lygalaupur og ólíkindatól, en tónlistarlega séð er hann vissulega meistari meistaranna.

Stefán (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 13:28

6 Smámynd: Jens Guð

Jón, takk fyrir leiðréttinguna. Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég ætla ekkert að snúa út úr en nefni til gamans að Memphis var líka í Mississippi þangað til fyrir nokkrum árum. Þá sameinaðist Memphis í Mississippi enhverju öðru sveitarfélagi og heyrir nú undir það. Ég kann þó ekki nafn þess.

Jens Guð, 23.9.2014 kl. 23:29

7 Smámynd: Jens Guð

Gústaf, bestu þakkir fyrir þetta. Enn og aftur klikka ég á því að skrifa eftir stopulu minni í stað þess að fletta upp á heimildum. En þá hleypur undir bagga fólk eins og þú sem veit betur. Þakkir fyrir það.

Jens Guð, 23.9.2014 kl. 23:32

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#3), ég var einmitt að lesa bandaríska spjallsíðu þar sem því var ýmist haldið fram að hann hafi "stolið" blökkumannarokki eða heiðrað það. Þar hlóðust upp tilvitnanir frá fyrstu fjölmiðlaviðtölum við hann þar sem hann hampaði einungis hörundsdökkum rokkrurum. Engin dæmi voru um annað. Þvert á móti voru tilvitnanir í að hann hélt því fram að engir hvítir söngvarar gætu afgreitt rokk jafn vel og blökkumenn.

Jens Guð, 23.9.2014 kl. 23:45

9 Smámynd: Jens Guð

Brynjar, fyrsta sönglagið sem Dylan samdi var "Song to Woody". Þar heiðrar Dylan blökkumenn á borð við Leadbelly og Sonny Terry. Í kvikmyndinni flottu og skrítnu um Dylan, I´m Not There, er einn Bob Dylan-inn blökkudrengur. Dylan hefur aldrei verið rasískur. Fjarri því. Hann hefur þrætt fyrir að hafa verið pólitískur. Hann hefur alltaf verið hraðlyginn. Meira en eitthvað smá. Hann hefur bara alltaf verið rosalega mikill lygari. En hann hefur jafnframt alltaf verið blessunarlega laus við rasisma. Fæddur og uppalinn gyðingur. Svo afsalaði hann sér gyðingdómi um tíma. Gerðist ákafur Jesú-kall í nokkur ár. Ég veit ekki hvar hann er staddur í dag á því sviði. Hann var spurður um stöðuna fyrir nokkrum árum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þá sagðist hann vera í "The church of the Evil Mind". Vitnaði þar í leiðinlegt en vinsælt lag, ádeilu á trúarbrögð, með Boy George, "The church of the Evil Mind".

Jens Guð, 24.9.2014 kl. 00:03

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#5), þegar helstu fjölmiðlar heims gerðu upp síðustu öld lentu þeir margir í vandræðum með að gera upp á milli Dylans og Johns Lennons sem merkasta tónlistarmanns síðustu aldar. Sumir þessir fjölmiðlar færðu fram miklar greinargerðir fyrir endanlegu vali. Þessir tveir vógu salt. Eftir vangaveltur og rök út og suður var ekki hægt að ganga framhjá ofurvinsældum hljómsveitar Lennons, Bítlunum. Engu að síður var Dylan alveg við þröskuldinn. Svo mjög að þessir fjölmiðlar þurftu að gera grein fyrir niðurstöðunni.

Jens Guð, 24.9.2014 kl. 00:11

11 identicon

Það er nú erfitt í slíku vali að ganga fram hjá stofnanda bítlanna, bestu og merkustu hljómsveit allra tíma.

Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 08:11

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán, nákvæmlega. Ég tek eftir því að upp á síðkastið er yfirskrift ýmissa lista yfir tónlistarafrek farin að enda á "...fyrir utan The Beatles". Einn slíkur var að mig minnir í Spin og hét "Áhrifamestu hljómsveitir sögunnar - fyrir utan The Beatles". Annar var að mig minnir í NME: "Bestu plötur sjöunda áratugarins - fyrir utan The Beatles".

Jens Guð, 24.9.2014 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.