17.10.2014 | 15:28
Dýrt í Noregi
Á síðustu árum hafa Íslendingar í þúsundatali flutt búferlum til Noregs. Þeir láta vel af sér og sínum þar. Sumir þeirra geta ekki haldið aftur af sér og gaspra um að vera komnir á tvö- eða þrefaldan launataxta í samanburði við það sem býðst á Íslandi. En ekki er allt sem sýnist. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að sumt er dýrara í Noregi en á Íslandi.
Dæmi: Ungur Norðmaður á níræðisaldri tók einn sólríkan sumardag eftir því að rafmagnsinnstunga var laus í kjallara íbúðar hans. Fyrstu viðbrögð voru þau að festa hana sjálfur. Eftir að hafa tekið síðdegisblund komst hann að þeirri niðurstöðu að tryggara væri að fá fagmann í verkið.
Hann hringdi í rafvirkja. Sá mætti með bros á vör, festi innstunguna og þáði kaffi og norska hveitibollu með sultu. Hann sagði að reikningurinn kæmi í pósti.
Maðurinn var orðheldinn. Reikningurinn kom. Hann hljóðaði upp á rúma kvartmilljón (13.750 norskar krónur x 18,5). Ellilífeyrisþeginn hélt að núlli væri ofaukið fyrir mistök en borgaði þó upphæðina þegar í stað. Síðan hringdi hann í rafvirkjann og gerði grein fyrir grun sínum.
Nei, rafmagnskallinn sagði að reikningurinn væri samkvæmt taxta. Ellilífeyrisþeginn hafði fátt fyrir stafni. Hann tók þess vegna upp á því að skrifa rafvirkjanum sendibréf. Þar hótaði hann málsókn. Varð rafvirkinn þá hvumsa. Í fátinu bauðst hann til að lækka reikninginn um 150 þúsund kall.
Síðan leið og beið. Þrátt fyrir eftirrekstur skilaði endurgreiðslan sér ekki. Þá var sjónvarpsstöðin TV2 sett í málið. Hún gróf upp að frá 2011 hefði rafvirkinn margsinnis verið kærður fyrir svipuð atvik. Skyndilega varð rafvirkinn gríðarlega áhugasamur um að endurgreiða ellilífeyrisþeganum 150 þúsund kallinn og koma málinu úr sögunni.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Löggæsla | Breytt 9.12.2015 kl. 16:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 123
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 929
- Frá upphafi: 4116242
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 693
- Gestir í dag: 99
- IP-tölur í dag: 99
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens littu ther nær adur en thu eltir uppi glæpsamlegar rukkanir til utlanda.
Veit ekki betur en ad Islensk stjornvøld og bankar ræni milljonum daglega af saklausum gamalmennum.
Thordur Einarsson (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 16:27
Einkennilegt skrif, minnst sagt. 4 sinnum hærri kaup er td. fyrir gröfukalla eins og mig þarna úti. En það er sumt dýrara þarna úti, það er alveg satt, en allt,allt,allt er mörgum sinnum dýrara hér vega afburða lélegs "verkalýðsleiðtoga" sem taka ekki á þessum launamun eins og vera ber. Hér áður var enginn munur á lífakjörum hér og á hinum norðurlöndunum á meðan við höfðum verkalíðsleiðtoga , en núna er bilið svakalegt. OG það eru til bófar allstaðar og mun meira um svindl hér en í Noregi, þetta veit ég eftir nær 40 ára veru úti.
Eyjólfur
Eyjólfur Jónsson, 18.10.2014 kl. 12:40
Hjà Fixel hafa þeir algjörlega snùist hugur og biðjast velvirðingar á atvikinu. Þeir greiða til baka alla upphæðina sem var dregin frá Skogheim reikning. Deildarstjòri Mamadi Keita segir að innleigdur sumaravleisingarmadur hafði gert innsláttarvillu.
- Hann kunni ekki greiðslukerfi okkar svo vel og gerði mistök. Við àttum að sjálfsögðu hafa uppgötvað þetta fyrr, en þetta er mjög sérstakt tilfelli, segir Keita.
Bilun á vörureikningi kerfi
Deildarstjòri útskýrir enn fremur að þetta mál hefur leitt í ljós að bilun í innheimtukerfinu þeirra, og að þeir hafa nú sett vidvarnir í kerfid til að koma í veg fyrir slíka hluti frá gerast aftur. Hvegna hvers ad útborgun til hjònana tók svona langann tìma skildist fyrst og fremst, vegna sumarfrís og veikinda ì fyrirtækinu.
En hjónin Skogheim eru ekki þeir einu sem hafa haft vandamál með Fixel. Samkvæmt forstöðumanni
neytindasamtökina, Ingeborg Flønes, hafa neytindasamtökin fengid ellefu kvartanir á fyrirtæki, á síðasta ári. Síðan 2011 hafa þeir orðið 14 kvartanir í meðferð, átta árið 2014.
Fixel viðurkenna að þeir hafi verið klagaðir fyrir neytindasamtökin en telja að þaug málefni sèu minniháttar og öðrum màlefnum tegnd og finnst það ekki mikið miðað við viðskiptavina fjölda sem þeir hafa.
Hjördìs Òskarsdottir (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 13:22
Sæll Jens. Já, það var þannig í Noregi að sumt var dýrara en á Íslandi og margt ódýrara. Veit ekki hvernig þetta er núna í Noregi.
Ég dáðist að þáttunum ,,TV2 hjelper deg", (TV2 hjálpar þér), þegar ég bjó í Noregi. Það væri rétt að fá þá ágætu þáttastjórnendur til Íslands öðru hverju. Dómsstólar færu þá kannski að virka samkvæmt lögum og réttlæti hér á skerinu spillta.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig ég geti fengið þessa þáttastjórnendur til Íslands, til að kanna t.d. tengsl sýslumannsins í Reykjavík við valdamikinn mann í Íslandsbankanum ribbaldarukkandi og löglausa. (Annars eru allir bankar á Íslandi starfræktir á siðblindan villimannshátt, og hafa verið lengi).
Kaupmáttur lægstu launa í Noregi var alla vega í samræmi við nauðsynlegan og opinberlega skyldaðan vöru og þjónustukostnað. Skattar voru í samræmi við réttlæti, og fátækir fengu aðstoð í neyðartilfellum, en ekki skattarukkanir á óframfærsluhæfan kaupmátt lægstu launa/bóta.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2014 kl. 14:33
Hæ Jens!
Madur må aldrei taka versta dæmid til ad dæma utfrå: Eg er buinn ad bua i Noregi i 5 år og vinn tar sem sjalfstædur smidur, og tad er sorglegt ad segja frå tvi ad i eina skipti sem eg hef tapad peningum var tegar eg vann fyrir ISLENSKAN målar, megi hann fara nordur og nidur og i rassgat. Svona ter til umhugsunar utfrå launum og kaupmåtti milli Islands og Noregs, tå tyrfti liter af bensini å Islandi ad kosta ca. 150 kronur islenskar, svo ekki skal dæma utfrå einu slæmu dæmi.Hilsen Einar
Einar Olafsson (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 16:29
Thordur, ég á bágt með að trúa að íslensk stjórnvöld og bankar ræni frá gamalmennum. Hvað þá milljónum.
Jens Guð, 19.10.2014 kl. 14:00
Eyjólfur, takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 19.10.2014 kl. 14:01
Hjördís, takk fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 19.10.2014 kl. 14:01
Anna Sigríður, takk fyrir fróðleiksmolana.
Jens Guð, 19.10.2014 kl. 14:03
Einar, ljótt er til afspurnar að íslenskur málari standi ekki skil á sínu erlendis.
Jens Guð, 19.10.2014 kl. 14:04
Þessi norski hefur tekið íslensku iðnaðarmannalínuna á þetta og það sem verra er að iðnaðarmenn hér ( og sjálfsagt í Skandinavíu ) eru svo miklir skattsvikarar. Að vísu þarf tvo til, því að íslendingar eru alltaf að reyna að komast hjá því að greiða VSK hjá iðnaðarmönnum. Ég man eftir því þegar Damon Albarn söngvari Blur byggði sér hús í Grafarvogi ( veit ekki hvort hann á það ennþá ), að þá var okrið og græðgin svo mikil að Albarn fór í mál út af byggingarkostnaði, sem hann taldi mjög svo óeðlilega háan.
Stefán (IP-tala skráð) 20.10.2014 kl. 08:26
Stefán, góð ábending!
Jens Guð, 21.10.2014 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.