Tónlistarmaðurinn Charles Manson

  Þetta má ekki hljóma eins og ég sé að upphefja bandaríska nasistann Charles Manson.  Að sjálfsögðu fyrirlít ég hann og hans glæpagengi.  Framhjá hinu verður ekki litið:  Að hann er hluti af sögu rokksins.  Hann var í slagtogi með brimbrettahljómsveitinni The Beach Boys.  Hún gaf út plötu með sönglagi hans Never Learn Not To Love.

  Hljómsveitin Guns N' Roses krákaði (cover song) lag CM Look At Your Game,  Girl á plötunni Spaghetti Incident.  

  
  Gothrokkarinn Marilyn Manson kennir sviðsnafn sitt við Charles Manson og róttæka anti-rasistann Marilyn Monroe.  Hann hefur sent frá sér sönglag Charles My Monkey.  
 
 
  Frægasta rokklag tengt CM er Bítlalagið Helter Skelter.  CM taldi það vera skilaboð til sín um að blökkumenn væru að gera byltingu í Bandaríkjum Norður-Ameríku og taka þar yfir.  Þar með réðist hann til atlögu.  Fékk gengi sitt til að drepa fólk og skrifa á veggi með blóði fórnarlambanna slagorð sem áttu að virka eins og þau væru skrifuð af blökkumönnum.  Það átti að æsa hvítt fólk upp og fá það til að ráðast gegn hörundsdökkum.     
 

mbl.is Ást blóðþyrsta brjálæðingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Charles Manson bauð sér sjálfur að búa heima hjá Dennis Wilson trommara Beach Boys og trommarinn var skíthræddur við hann og hans dópaða glæpahyski. Beach Boys tóku upp einhver lög eftir nasistann, en eyddu þeim síðan út á endurútgáfum á plötum sínum. En ég bara skil ekki hvað Guns N' Roses gekk til ?

Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 08:29

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Stefán, lagið „Never Learn Not to Love" hét upprunalega „Cease to Exist" og var eftir Charles Manson. Dennis Wilson breytti laginu og textanum og skrifaði lagið á sig. Það var gefið út á plötu Beach Boys 20/20. Og lagið er þar enn.

Wilhelm Emilsson, 20.11.2014 kl. 18:56

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég veit ekki heldur hvað GNR gekk til.  Kannski viljað skerpa á ímynd um að vera hættuleg hljómsveit?

Jens Guð, 20.11.2014 kl. 21:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Wilhelm,  takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 20.11.2014 kl. 21:53

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk sömuleiðis.

Wilhelm Emilsson, 21.11.2014 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.