Bestu plötur ársins 2014

  Blaðamenn breska tónlistartímaritsins Mojo hafa tekið saman lista yfir bestu plötur ársins 2014.  Það orkar tvímælis að taka svona árslista saman þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu.  Væntanlega eiga margar góðar plötur eftir að koma út til viðbótar áður en árið 2015 gengur í garð.  Á móti kemur að þeir fjölmiðlar sem fyrstir birta árslista sinn njóta um tíma meiri athygli en þeir sem standast freistinguna og hinkra framundir áramót.  

 Þessar plötur raða sér í efstu sætin hjá Mojo:

1  Beck - Morning Phase   

beck mp

 
2  The War On Drugs - Lost In The Dream
 

3  Sleaford Mods - Divite And Exit

4  Jack White - Lazaretto

5  St. Vincent - St. Vincent

6  Steve Gunn - Way Out Weather

7  Julie Byrne - Rooms With Walls And Windows

8  Damon Albarn - Everyday Robot

9  FKA Twigs - Lp1

10 The Bug - Angels And Devils

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Beck lagið er nú ekki frumlegt þó það sé ágætlega unnið. Aðeins of mikil Neil Young/Harvest stæling, finnst mér.

Wilhelm Emilsson, 23.11.2014 kl. 21:11

2 Smámynd: Jens Guð

  Wilhelm,  mér þykir full bratt að velja Beck-plötuna sem þá bestu 2014.  Samt notaleg plata og ekkert vont við Harvest-keiminn.  

Jens Guð, 23.11.2014 kl. 22:26

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er flest alveg merkilega dapurt.  Það er lítið sem ekkert að ske í tónlistinni þessi árin, að mínu mati.  Það er engin svona bylgja eða nýr kraftur sem kemur.  Mest bara endurunnið.  Hefur nánast  ekkert nýtt gerst síðan Nirvana sló í gegn um árið - og það eru að verða býsna mörg ár síðan.  Á þessum lista finnst mér einna helst The War on Drugs athyglisverð.  Einna helst.  Það er einhvr fílingur þarna - en það er svo sem ekkert nýtt að ske hjá þeim,  heyrist mér.

Talandi um tónlist og þó það sé þvert á umræðuefnið, að þá var eg í kvöld að hlusta á færeyska tónlist á youtube, Hanus þann furðulega gaur.  Hanus er þó eitt en það er alveg merkilegt hve færeyingar eru söngelsk þjóð.  Maður sér það alveg á öllum svona live samkomum - það syngja barasta allir með!  Aldraðir og börn og allt þar á milli.  Þessi söngelska er sérstök og soldið sneddý.  Ekki hægt annað en bera virðingu fyrir þessu:

http://www.youtube.com/watch?v=SH-tfzIMaGs

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2014 kl. 00:49

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jens :) Mér finnst Mellow Gold alltaf besta plata Becks. Hann hefur góðan smekk og að sækja inspírasjón í Harvest er dæmi um það auðvitað. 

Wilhelm Emilsson, 24.11.2014 kl. 01:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  ég tek undur hvert orð.  Það hefur engin almennileg og spennandi ný bylgja myndast eftir Nirvana 1991 og gruggið.  Rage Against the Machine kom fersk til leiks tveimur árum síðar en myndaði enga bylgju.  Nu-metallinn fylgdi í kjölfarið en hann var fljótur að staðna og þreytast.  

  Gaman að þú skulir tékka á færeyskri tónlist.  Ástæðuna fyrir því hvað Færeyingar eru söngelsk þjóð má annarsvegar rekja til hringdansins og hinsvegar því hve stutt er síðan hljóðfæri bárust til eyjanna.  Í hringdansinum syngja ALLIR.  Það er einn forsöngvari og hópurinn fylgir á eftir.  Hringdansinn á svo sterka hefð í færeysku samkomuhaldi að þar sem nokkrir Færeyingar koma saman þá er stutt í hringdans.  Börn taka virkan þátt í dansinum og söngnum alveg frá því að þau geta stigið tvö skref til vinstri og eitt til hægri.  Þau læra strax að það er stór hluti af leiknum að syngja með fullum hálsi.  

  Það er varla mikið meira en rúm öld síðan fyrsta hljóðfæri (orgel) barst til Færeyja.  Langt leið á milli þess að önnur hljóðfæri bættust í hópinn.  Þar fyrir utan er stutt síðan eyjarnar tengdust með brúm.  Lengst af voru lítil samskipti á milli íbúa þeirra 17 eyja (af 18) sem voru í byggð.  Kirkjusókn hefur alltaf verið mjög mikil.  Lengst af var fjöldasöngur án undirleiks í messunum.  

  Þegar forsöngvari færeyskrar hljómsveitar forfallast vegna veikinda eða annars er það aldrei vandamál.  Hinir í hljómsveitinni geta alltaf hlaupið í skarðið.  Það þarf ekkert að leita út fyrir hljómsveitina.  

  Í fyrstu heimsókn minni til Færeyja 1993 leitaði ég upplýsinga um færeyska tónlist og ennfremur þegar mér bauðst að kenna skrautskrift þar nokkrum árum síðar.  Þá var eins og Færeyingar kynnu ekki almennilega að meta Hanus.  Jafnvel eins og þeir skömmuðust sín pínulítið fyrir hann.  Sögðu hann vera skrýtinn og hafa fiktað við dóp á hippaárunum og farið illa út úr því.  Kúvending varð á afstöðunni til Hanusar þegar kynslóðaskipti urðu í færeyskri tónlist um og upp úr síðustu aldamótum;  þegar Eivör kom bratt inn á markaðinn ásamt hljómsveit sinni Clickhaze og stokkaði öllu upp í færeyskri tónlist.  Það skall á öflug bylgja ungra stórhuga Færeyinga með ný viðhorf til tónlistarmarkaðarins og lífsins og tilverunnar.  Pönksveitin 200,  víkingametalsveitin Týr,  nýrokksveitin Makrel,  vísnasöngvarinn Teitur og 100 aðrir fóru í vel heppnaða útrás,  hösluðu sér völl á heimsmarkaði.  Þetta var bylting og eitt af því sem sameinaði nýliðana var krafan um aðskilnað Færeyja frá danska sambandsríkinu.

  Þetta unga fólk dýrkaði (og dýrkar enn) Hanus.  Eivör og fleiri sem annars halda sig að mestu við frumsamið efni fóru að "kráka" (cover song) lög eftir Hanus,  bæði inn á plötur og á hljómleikum  Strax á fyrstu plötu Eivarar (kom út 2000) er lag eftir Hanus.  Annað lag eftir Hanus er á plötu hennar "Live" (kom út 2009).  Á þessari öld er Hanus þvílíkt hátt skrifaður í Færeyjum að það er varla sett upp rokkhátíð í Færeyjum án þess að Hanus sé á dagskrá.  

  Ég hef kynnst Hanusi lítillega. Þetta er virkilega ljúfur náungi - jafnvel á færeyskan mælikvarða.  Ég vil ekki skilgreina hann sem skrýtinn.  Alls ekki.  Frekar kalla ég hann "spes".  

  Að einhverju leyti skynja ég samhljóm með Hanusi og Megasi.  Líka varðandi það að framan af ferli þótti Megas ekki fínn pappír.  Svo varð hann hafinn á stall af pönkurum og nýrokkurum í bylgjunni sem hefur verið kennd við Rokk í Reykjavík.  

  Í bók minni sem kom út fyrir ári,  "Gata,  Austurey, Færeyjar,  Eivör og færeysk tónlist",  reyni ég að miðla upplýsingum um sitthvað varðandi færeyska tónlist.         

Jens Guð, 24.11.2014 kl. 19:49

6 Smámynd: Jens Guð

  Wilhelm,  ég er þér sammála með Mellow Gold.  Þó að fleiri plötur Becks séu virkilega góðar þá kom hann svo ferskur og sterkur til leiks með Mellow Gold.

Jens Guð, 24.11.2014 kl. 19:50

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Athyglisvert.  Já, ég meinti ,,furðulegur gaur" svona í jákvæðri merkingu.  Það er sumt sem minnir á Megas.  Og eg hafði heyrt að Hanus þætti ekkert sérstakur í Færeyjum - og þessvegna kom mér á óvart að sjá að allir virtust elska hann samkv. youtube myndböndum.  En viðhorf færeyinga hafa breyst á þessari öld eins og þú ferð skilmerkilega yfir.

Maður veltir fyrir sér hvort Hanus hefði ekki getað orðið ennþá betri við réttar aðstæður.  Það er einhver tónn í honum sem er alveg einstakur, að mínu mati. 

Og sennilega á þessi söngelska rætur að rekja til hringdansins eins og þú bendir á.

Þetta er svo merkilegt ef maður ber saman við íslendinga, að á Íslandi er oft erfitt að fá fólk til að syngja með (þó það geti alveg verið misjafnt)

Það er svo athyglisvert að sjá gleðina og innlifunina hjá færeyingum þegar þeir syngja með.

Eins og eg segi, að maður hlýtur að bera virðingu fyrir svona.

Þetta hlýtur líka að auka og efla samkennd færeyinga sem þjóðar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2014 kl. 20:37

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  jú,  Hanus er mjög hátt skrifaður í færeyskri músík í dag.  Hann er elskaður og dýrkaður af ungum færeyskum tónlistamönnum í dag.  Enda er hann yndislegur og meiriháttar.  Hann er í dag almennt dáður í Færeyjum.  Ég held að ég fari rétt með að þessi sextugi snillingur hafi aðeins sungið og spilað inn á tvær plötur og eina kassettu. Honum er illa við hljóðversvinnu.  Hann vill hafa áheyrendur til að komast í stuð.  

Jens Guð, 25.11.2014 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband