26.11.2014 | 22:46
Snobb og heimska
Ég átta mig ekki að öllu leyti á fólki sem borgar á aðra milljón króna fyrir úr. Né heldur á fólki sem borgar á sjöunda hundrað króna fyrir eftirlíkingu af Rolex-úri. Ég hef aldrei átt úr sem kostar meira en 10 þúsund kall. Ég veit að vísu ekki hvað úrið kostaði sem ég fékk í fermingargjöf fyrir 44 árum. Það var ekkert dýrt. Í dag á ég ekki úr. Bara farsíma sem kostaði 4000 kall.
Úr er bara lítið tæki sem sýnir manni hvað klukkan er. Útlit þess skiptir litlu máli. Ef hægt er að kaupa úr á 2000 kall og það dugir í 10 - 15 ár þá er það góður kostur. Það er bull að kaupa milljón króna úr sem endist ævilangt.
Fyrir nokkrum áratugum pantaði kunningi minn sér frá Tælandi ódýra eftirlíkingu af Rolax úri. Þegar hann hitti ókunnugt fólk var hann stöðugt að taka um úrið, líta á það og best fannst honum ef tíminn barst í tal. Þá sagði hann: "Rolaxinn segir að klukkan sé...". Ég varð aldrei var við að nokkur manneskja áttaði sig á því í hvað hann var að vísa. Að minnsta kosti nefndi enginn úrið við hann.
Fyrir aldarfjórðungi eða svo kom á markað bílasími. Hann var stór hlunkur með mörgum ljósum og var áberandi í innréttingu bílsins. "Rolex" vinurinn keypti þá ódýra eftirlíkingu. Ég giska á að miðað við verðlag í dag hafi hún kostað kannski 10.000 - 15.000 kall. Ljósin á eftirlíkingunni voru áberandi. En eftirlíkingin var ekki sími.
Það er kannski gróft að kalla svona snobb heimsku. Viðkomandi er ekki heimskur. En snobb er ekki gáfulegt. Og það er dýrt.
Sá strax að úrið var falsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt 27.11.2014 kl. 11:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 20
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 1445
- Frá upphafi: 4119012
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1106
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hvada faviti kaupir ur a 680 thusund thegar haegt er ad fa agaetisur fyrir 1999 kr.?
corvus corax, 27.11.2014 kl. 08:54
Karlanginn, þetta ætti að kenna honum lexíu og þá má segja að hann hefi fengið nóg fyrir peninginn. Gaman að sögunni um Rolexvin þinn hehehe.... Ég get aftur á móti ekki gengið með úr, það virkar ekki á handleggnum á mér veit ekki af hverju. Svo er ég bara feginn að vera ekki sífellt minnt á tímann sem flýgur áfram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2014 kl. 09:37
Þetta er typpis-framlenging
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 09:51
Heldur þykir mér fólk dómhart hér. Nú skulum við hafa í huga að úr eru eins og hvert annað skart. Kannski er umræddur kaupandi ekki mikið fyrir skart, nema að því eina leyti að hann getur unnt sér þess að kaupa skartgrip af þessu tagi - sem vel að merkja, hefur þann kost að hægt er að selja síðar ef fjárhagurinn versnar af einhverjum ástæðum. Það nefnilega vill svo til að Rólex úr eru ágætis fjárfesting, en það vita það ekki margir. Mikill og lifandi eftirmarkaður fyrir velhirt úr af þessari gerð og fleirum. Önnur ástæða til að kaupa svona úr, er einfaldlega áhugi á vönduðum grip, sem unun er að handleika, horfa á og njóta. Getur auðvitað orðið ættargripur og erfðarhlutur sem erfingi getur breytt í beinharða peninga ef dekka þarf skólaútgjöld eða annað. Það er miklu meira vit í að eyða milljón í rolex úr, en t.d. bifreið.
Jón (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 12:39
og í framhaldi af þessu, væri vert að biðja ykkur kæra fólk að skoða ykkar eigið líf og athuga hvort það sé mögulega einhver óþarfi sem þið hafið eytt peningum í? Viljiði leggja spilin á borðið og fullyrða að allt sem þið hafið keypt sé með augljóst notagildi í huga? Hafið þið eytt í áfengi, hótel, málverk, húsgögn af vandaðri gerð, skartgrip, borðbúnað af fínni gerðinni...o.s.frv.
Hafið þið ALDREI keypt neitt vandað og fallegt, sem kostar meira en sambærilegir hlutir?
Jón (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 12:49
Hafið þið ALDREI keypt neitt vandað og fallegt?
Er ekki til neitt úr silfri eða gulli heima hjá ykkur? Ekki kristalsglös?
Látið þið gesti drekka úr IKEA bollum í matarboðum?
Þið ættuð að skammast ykkar á hverjum degi fram að jólum fyrir hræsnina.
Jón (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 12:56
Þið hafið alltaf ekið á Trabant, aldrei farið á hamborgarastaði, heldur takið slátur og eyðið ekki í neinn óþarfa. Notið taubleyjur á krakkana.
Er það ekki?
jón (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 13:00
Síðast af öllu skil ég fólk sem verslar hjá Sævari Jónssyni í Leonard, nema að það séu saklausir útlendingar sem þekkja ekki til hans.
Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 13:15
Hvurs lags æsingur er þetta í þér Jón? Kom þetta eitthvað við litla hjartað í þér?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2014 kl. 15:44
Heldur þykir mér Jón dómharður her
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 21:34
Corvus Corax, ég skilgreini það sem snobb.
Jens Guð, 27.11.2014 kl. 22:20
Hahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2014 kl. 22:27
Ásthildur Cesil, það er gott að vera sem minnst upptekinn af því hvað tímanum líður. Færeyingar eru skemmtilega lítið uppteknir af tímanum. Færeyingur var til sjós með íslenskum vini mínum. Stundum var mikið stress í gangi og kapphlaup við tímann. Færeyingurinn haggaðist aldrei. Vann alltaf rólega og yfirvegað eins og ekkert "hastaði". Vinur minn nefndi þetta við hann. Færeyingurinn svaraði: "Það er ekki til tímaskortur. Það kemur alltaf meiri tími."
Jens Guð, 27.11.2014 kl. 22:28
DoctorE, þetta er áreiðanlega rétt hjá þér: Stór jeppi og gullúr.
Jens Guð, 27.11.2014 kl. 22:29
Jón (#4), skart. Já, til hvers skart? Jú, jú, fólk hengir á sig allskonar glingur. Og hengir líka allskonar glingur á jólatréð sitt. Það er ekkert að því. Sjálfur á ég ekkert glingur. En hef nokkur húðflúr, sem eru samt glingur út af fyrir sig. Er með Færeyjarnar húðflúraðar á framhandlegg ásamt merki Föroya Bjór(s) og færeysku rokkhátíðarinnar G!Festival(s). En mér er framandi að fólk borgi á aðra milljón króna fyrir úr annarsvegar. Hinsvegar að fólk kaupi ódýrari eftirlíkingar af úri. Eftirlíking af úri er varla fjárfesting. Eða hvað?
Jens Guð, 27.11.2014 kl. 22:44
Jens, þessi maður var ekki að kaupa sér eftirlíkingu, heldur stofnaði til viðskiptanna í góðri trú um að hann væri að kaupa ekta úr, og þar með að fjárfesta í skartgrip. Hann var hinsvegar blekktur. Ég neita að trúa að þú áttir þig ekki á því.
Ástríður, cesil, ég var að veita fólki sem ekki þekkir þennan heim, svolitla fræðslu. Nú veistu meira um þetta en þú gerðir í gær og fyrir það áttu að vera þakklát, sérstaklega af því að jólin eru að koma.
Helgi, þú segir fátt. Halda mætti að það væri gjald fyrir hvert orð á þínum heimaslóðum. Þetta eru ekki jólakveðjur í RÚV sko. Þú hlýtur nú að geta skellt einhverju krassandi fram. Og slepptu kurteisi, það er enn nóvember.
jón (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 06:58
..og ekki fara í bíó í kvöld. Það kostar sitt. Takið bók á héraðsbókasafninu og lesið upphátt fyrir hvert annað.
jón (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 07:07
Elsku Jón ég nenni ekki að rökræða eða skrifa einhvern helling um einkvað sem skiptir mig engu mali. ég er samt sammala Jens má ég það
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 08:17
Hvað ertu gamall Jón?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2014 kl. 09:04
Stefán, ég veit ekkert um Sævar í Leonard. Er hann með óhreint mjöl í pokahorninu?
Jens Guð, 28.11.2014 kl. 21:54
Ásthildur Cesil (#9) og Helgi (#10), já, það er einhver veikur blettur þarna.
Jens Guð, 28.11.2014 kl. 21:55
Jón (#16), ég rengi þig ekki með það að einhverjir kaupi dýr úr og skartgripi sem fjárfestingu. Þegar hinsvegar fólk kaupir ódýrari eftirlíkingar til að láta aðra halda að um dýran grip sé að ræða þá hlýtur það að vera einhverskonar snobb fremur en fjárfesting. Ég get reyndar heldur ekki séð forsendur þess að kaup á dýru úri sé góð fjárfesting. Góð fjárfesting er gjörningur sem skilar ávöxtun. Til að mynda kaup á málverki efnilegs listmálara sem á eftir að verða frægur og dýr. Og málverk hans margfaldast í verði eftir að hann fellur frá. Eða kaup á árituðu eintaki af 1. prentun á ljóðabók efnilegs skálds. Nú eða kaup á húseignum staðsettum þar sem fasteignaverð mun ekki gera annað næstu árin en hækka umtalsvert.
Án þess að vita neitt um úrabransann þá giska ég á að Rolex úr hækki ekki í verði með tímanum umfram verð á nýju Rolex úri úti í búð. Ef það er rétt hjá mér eru kaup á Rolex úri ekki góð fjárfesting.
Jens Guð, 28.11.2014 kl. 22:12
Minnimáttarkennd
Anna (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 23:57
Jón, hvað er klukkan ?
Hans Wilsdorf (IP-tala skráð) 6.12.2014 kl. 12:35
Anna, þú hittir naglann á höfuðið!
Jens Guð, 7.12.2014 kl. 19:06
Hans, hún slær þrjú, hún slær þrjú.
Jens Guð, 7.12.2014 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.