Af hverju eru engir nissar á Íslandi?

nissi

 

  Í Færeyjum og víðar gegna nissar mikilvægu hlutverki í aðdraganda jólanna,  hátíðar ljóss og friðar.  Nissar eru smávaxnir jólaálfar.  Þeir eru mjög margir og allt leikur í höndunum á þeim. Þar fyrir utan eru þeir gríðarlega vinnusamir.  Til að mynda eru það þeir sem sjá að uppistöðu til um að gleðja börn með því að setja glaðning í skóinn hjá sofandi börnum.  Gott ef það eru ekki nissarnir sem framleiða handgerðu leikföngin sem sum börn fá í jólagjöf.    

  Það myndi létta mjög álagi af íslensku jólasveinunum ef að þeir hefðu nissa sér til aðstoðar.  Það er spurning hvort að hægt sé með gylliboði að lokka nokkra nissa til Íslands. Þeir eru fljótir að fjölga sér,  eins og kanínan.  Ef ekki tekst að fá nissa til Íslands með góðu þá með illu.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég held að íslensku jólasveinarnir hafi eitthvað misskilið þetta og borði bara Nóa Nissa með hnetum og rúsínum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.12.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður IB,  nú skellti ég upp úr!

Jens Guð, 3.12.2014 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.