13.12.2014 | 21:13
Sjónvarpið og Jón Þorleifs
Jón Þorleifsson, verkamaður og rithöfundur, hafði margt gott til brunns að bera. Hann var góðum gáfum gæddur; hagyrtur, skrifaði góða íslensku (þrátt fyrir stutta skólagöngu), glöggur og fjölfróður. Oft sat hann heima hjá mér þegar spurningaþættir voru í sjónvarpinu, svo sem Útsvar og Gettu betur. Mig grunar að hann hafi í og með stílað upp á að sjá þessa þætti; vitandi að ég fylgdist með þeim.
Það var gaman að fylgjast með spurningaþáttunum með Jón sér við hlið. Hann gaf keppendum ekkert eftir við að svara spurningum rétt. Meira að segja spurningum um djass (sem Jón hafði óbeit á) og spurningum um rokkmúsík (sem Jón hlustaði ekki á). Hann kom mér ítrekað á óvart með þekkingu sinni.
Sjálfur var hann lengst af sjónvarpslaus. Meira en það. Hann marglýsti yfir andúð sinni á sjónvarpi. Það væri heimskandi, höfðaði til lægstu hvata mannsins, uppfullt af ofbeldi og ósiðum af ýmsu tagi. Dagskráin væri að mestu bandarískur áróður með það eina hlutverk að sljóvga og heimska almenning.
Líkast til hafði Jón lítil kynni af sjónvarpi áður en hann fór að venja komur inn á mitt heimili á seinni hluta áttunda áratugarins. Hann tók kvikmyndum að einhverju leyti sem raunveruleika. Einhverskonar heimildarþáttum fremur en leiknu efni.
Eitt sinn horfði ég á kvikmynd í sjónvarpinu er Jón bar að garði. Hann horfði á myndina með mér. Áður en á löngu leið hófst slagsmálasena í myndinni á milli tveggja manna. Annar fór halloka fyrir miklum hrotta. Jóni varð svo um að hann spratt á fætur. Hann titraði og skalf af geðshræringu og hrópaði: "Viðbjóðslegur fantur. Tökumaðurinn er samsekur að hjálpa ekki vesalings drengnum! Hann heldur bara áfram að mynda og gerir ekki neitt!"
Ég tók undir gagnrýni Jóns og hann var lengi að róast. Svo skrökvaði ég því að honum að eftir að myndin var tekin til sýningar í kvikmyndahúsum þá hafi bæði ofbeldismaðurinn og tökumaðurinn verið dæmdir í fangelsi. "Að sjálfsögðu," svaraði Jón og var létt.
Í annað skipti gerðist það að Jón var rétt nýkominn í hús þegar kynlífssenu brá fyrir í sjónvarpinu. Jón hrökk við og eins og snöggreiddist. "Hvur djöfullinn. Eru þeir að sýna klám í sjónvarpinu?" spurði hann hneykslaður.
Í stríðni skrökvaði ég: "Ég veit ekki hvaða rugl þetta er. Þetta er barnatíminn hjá henni Bryndísi Schram."
Við þessi tíðindi gat Jón ekki setið kyrr. Hann óð um stofuna og fordæmdi hörðum orðum Bryndísi og allt hennar fólk. Ekki síst tengdaföður hennar, Hannibal Valdemarsson. Sagðist alltaf hafa haft óbeit á honum. Í kjölfar fór hann á flug við að segja sögur af kauða. Þar á meðal sagði hann að sér væri nuddað um nasir að deilu sína á Hannibal mætti rekja til þess að Hannibal hafi sængað hjá stúlku sem Jón hafði augastað á. Jón sagðist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Hannibal hafi sængað hjá þessari dömu. En hafi hún sloppið við ágengni Hannibals þá væri hún undantekning á öllum Vestfjörðum.
Þess á milli hótaði hann því að kæra Bryndísi fyrir klám. Jafnframt taldi hann brýnt að koma henni út úr sjónvarpinu.
Án þess að ég viti það þá tel ég líklegt að Jón hafi hringt í yfirmenn sjónvarpsins og kvartað undan kláminu.
Fleiri sögur af Jóni Þorleifs: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1529603/
----------------------------------
Ein mest lesna fréttin í Færeyjum í gær og dag: http://www.in.fo/news-detail/news/foeroysk-aettarbond-ovast-a-islendska-tonatindinum/?sword_list[]=Bjartmar&no_cache=1
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Breytt 14.12.2014 kl. 23:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Sigurður I B, segðu! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Stefán, hún var einbúi og dugleg að hringja í útvarpsþætti. Á... jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Hún hefi nú alveg getað bætt fasteignagjöldunum við!!! sigurdurig 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Kerla hefur legið í símanum á milli þess sem hún hlúði að kindu... Stefán 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Jóhann, Anna frænka var snillingur! jensgud 16.4.2025
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski: Þetta kallar maður að bjarga sér og að vera snöggur að hugsa og... johanneliasson 16.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann (#9), kærar þakkir fyrir þessa greiningu og umsögn. jensgud 12.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég er alltaf jafn hrifinn af því hvað þú svarar öllum athugasem... johanneliasson 11.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 4
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 1158
- Frá upphafi: 4136298
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 969
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
frábær færsla Jens.mikið er ég sammala Jóni og hvernig hann lýsir sjónvarpinu er alveg rétt
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 01:20
Mikið ertu ríkur að þekkja svona marga kynlega kvisti Jens, þeir lífga svo sannarlega upp á tilveruna, og takk fyrir að deila þeim með okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2014 kl. 10:50
Skemmtilegt, Jens
Már Elíson, 14.12.2014 kl. 11:44
Helgi, takk fyrir það.
Jens Guð, 14.12.2014 kl. 23:22
Ásthildur Cesil, gaman að fleiri en þeir sem þekktu Jón hafi gaman af þessum sögum af kappanum.
Jens Guð, 14.12.2014 kl. 23:23
Már, takk fyrir það.
Jens Guð, 14.12.2014 kl. 23:23
<3
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2014 kl. 10:15
Jón var nú mikill meistari!
Gudmundur Isfeld (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.