Bar á Laugaveginum kemur til móts við erlenda ferðamenn

  Enskumælandi túrhestar á Íslandi láta jafnan verða sitt fyrsta verk að leita uppi eintak af Fréttablaðinu.  Þeir lesa það í bak og fyrir en skilja ekki neitt.  Vitaskuld vekur það þeim undrun.  Þeir trúa vart sínum eigin augum.  Þess vegna endurtaka þeir leikinn á hverjum degi á meðan á Íslandsdvölinni stendur.  

  Nú hefur pöbb á Laugaveginum komið til móts við vesalingana.  Hann kallast Lebowski Bar (sennilega í höfuðið á ágætri bíómynd,  The big Lebowski).  Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá staðnum.  Yfirskriftin er menu (sem þýðir matseðill). Þar eru taldar upp 9 gerðir af heitum samlokum kenndum við þýsku hafnarborgina Hamborg;  svo og kjúklingavængir.  Réttunum og meðlæti er lýst á íslensku.  Það sem skiptir öllu máli fyrir enskumælandi túrhesta er að efst í hægra horninu stendur skýrum stöfum:  OPEN FROM 11 AM EVERY DAY.

  Úlendingarnar eru engu nær um matseðilinn.  Þeir vita ekkert hvað er verið að auglýsa.  En það kemur sér vel fyrir þá að vita að staðurinn opni fyrir hádegi.  

hamborgari

 

 

 

 

 

 

 

 

  Samlokan á myndinni er ekki frá Lebowski heldur McDonalds.  Það er dapulegt hrun samdrátturinn þar á bæ á síðasta ári.  Út um allan heim og ekki síst í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég borðaði nýlega hamborgara á Lebowsky Bar. Hann var alls ekki slæmur, en eldrauður og of lítið steiktur fyrir minn smekk. Það er hinsvegar fín þjónusta þarna.

Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 10:28

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef ekki heimsótt þennan bar.  Enda lítið fyrir hamborgara.  

Jens Guð, 13.1.2015 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.