Lægri laun, hærri ráðstöfunartekjur, eldra whiský

  Því lægri sem launahækkun til handa skófluskrílnum verður þeim mun meira aukast ráðstöfunartekjur heimilanna.  Þetta liggur í augum úti.  Það þarf ekki útreikning Samtaka atvinnulífsins til.  Þetta segir sig sjálft.  

  Töluverður áhugi er fyrir því að ganga skrefi lengra og lækka launin.  Það verður að fara varlega.  Ráðstöfunartekjur heimilanna myndu aukast óhóflega.  Við það er stutt í verðbólgu.  Ennþá styttra er þá í að launalækkunin éti sig upp.  

  Eina vörnin í þeirri stöðu er að hækka verulega laun hátekjufólks.  Vandamálið er að strembið verður að fá hátekjufólk til að taka þátt í þeim leik - svona stuttu eftir síðustu 30-50% launahækkanir þess.  Til að liðka fyrir er ráð að dekstra það með hlunnindum:  Skattaívilnunum,  bílafríðindum,  utanlandsferðum og þorramat.  


mbl.is Minna skilar meiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg örugglega rétt. Þar þarf að beita fortölum svo við græðum öll meira foot-in-mouth

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2015 kl. 20:39

2 identicon

 Eða eins og maðurinn sagði "Peningar eru sko ekki vandamálið hjá mér.............Það er aftur helvítis peningaleysið sem er til baga"

(svona ef einhver hefði nú ekki heyrt þenan áður ;-) )

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 01:39

3 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  einmitt.

Jens Guð, 21.1.2015 kl. 23:15

4 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég hef ekki heyrt þetta áður.  En það meikar sens.

Jens Guð, 21.1.2015 kl. 23:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

tongue-out

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2015 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband