Borgum þjórfé

  Í löndum þar sem tíðkast að borga þjórfé er þjórféð laun starfsmannsins. Vinnuveitandinn borgar honum afar lág grunnlaun.  Uppistaðan af launum starfsmannsins er þjórfé.  Sá sem borgar ekki þjórfé er í raun að stela af launum starfsmannsins.

  Alltof oft hef ég heyrt Íslendinga hæla sér af því að hafa á ferðalagi erlendis þóst ekki fatta að borga þjórfé.  Sumir Íslendingar þykjast vera Þjóðverjar.  Þjóðverjar eru þekktir fyrir að borga ekki þjórfé.  Á útlendum ferðamannastöðum er umburðarlyndi gagnvart því að þessi fjölmennasta þjóð Evrópu kunni ekki og viti ekki og skilji ekki þjórfé.  

  Í löndum þar sem þjórfé tíðkast er fólk í þjónustustörfum láglaunafólk.  Þrátt fyrir þjórfé eru mánaðartekjur lágar.  Þetta er fólkið sem rétt svo skrimtir og munar um hverja krónu.  Þjónar á veitingstöðum,  pizzusendlar,  töskuberar,  klósettverðir og skúringafólk á hótelum og leigubílstjórar.

  Í bandarísku dagblaði var viðtal við nokkra þarlendra starfsmenn skyndibitastaða.  Viðtalinu fylgdu "komment" frá lesendum.  Ótrúlega margir upplýstu að föstum viðskiptavinum sem eru nískir á þjórfé sé refsað.  Það er hrækt í matinn þeirra. Af viðtölunum og "kommentum" má ráða að þetta sé allt að því regla.     

  Þrátt fyrir bankahrunið 2008 og það allt þá eru Íslendingar í hópi ríkustu jarðarbúa.  Við eigum með bros á vör,  stolt og af reisn að borga lágmark 10 - 15% þjórfé.  Það er að segja þegar við erum á ferðalagi í landi þar sem tíðkast að borga þjórfé.  

 

mbl.is Snuðuðu pítsasendil um þjórfé og fengu það óþvegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens, kíktu á mynd sem Dave leikstýrir og framleiðir en hún heitir Sound City og er um samnefnt stúdíó í Los Angeles. Frægir listamenn og hljómsveitir líkt og Guns N´Roses (þrátt fyrir að útgáfurnar af lögunum sem voru tekin þar upp voru ekki notuð á endanum á plötunum heldur bara sem prufutökur), Neil Young, RHCP og Nirvana, svo fáeinir séu nefndir. 

Hér geturðu nálgast auglýsingu um myndina (trailer heitir það víst á ensku): 
https://www.youtube.com/watch?v=HQoOfiLz1G4 

Arnar (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 00:46

2 identicon

Jens, þetta fór í vitlausa færslu. Redda því.

Arnar (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 00:58

3 identicon

Ég gef allavega ekki þjórfé á Aktu Taktu, því að ég versla ekki framar þar eftir síðustu leiðinda fréttir af stjórnendum þar.

Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 09:32

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þrátt fyrir þjórfé eru mánaðartekjur lágar. Þetta er fólkið sem rétt svo skrimtir og munar um hverja krónu.

Lausnin er einföld: borga fólki mannsæmandi laun.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 12:36

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hvað gerðist?  Ég hef ekkert heyrt.

Jens Guð, 28.1.2015 kl. 17:31

6 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  góð hugmynd!

Jens Guð, 28.1.2015 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband