Jón Þorleifs og símhleranir

jon_orleifs

 

  Jón Þorleifsson,  verkamaður og rithöfundur,  var góðum gáfum gæddur.  Hann var fjölfróður.  Ótrúlega fjölfróður miðað við stutta skólagöngu og kunni ekkert erlent tungumál,  sér til lestrar og fróleiks.  Honum dugði að fylgjast vel með íslenskum dagblöðum og tímaritum.  

  Á gamals aldri gerðist Jón rithöfundur.  Sendi frá sér tugi bóka af ýmsu tagi.  Þetta voru ljóðabækur,  sjálfsævisaga og hugleiðingar um heimsmál.  

  Jón var gagnrýninn á menn og málefni í þessum bókum.  Bækurnar seldust ótrúlega vel miðað við að Jón seldi þær "maður á mann".  Hann seldi 400 - 600 eintök af hverri bók. 

  Á þessum tíma,  áttunda og níunda áratugnum,  voru heimilissímar allsráðandi.  Þar heyrðust stundum smellir og skruðningar.  Einkum í eldri símtækjum.  Jón brást ókvæða við slíkum óhljóðum.  Hann hætti þegar í stað að beina orðum að viðmælanda.  Þess í stað hellti hann sér yfir meinta njósnara og símhleranadólga bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Las þeim pistilinn tæpitungulaust.  

 Örfáum vikum eftir að Jón féll frá voru stórfelldar símhleranir á Íslandi afhjúpaðar  Fátt bendir til þess að Jón hafi verið hleraður.  Ekkert bendir heldur til þess að hann hafi ekki verið hleraður.  Næsta víst er að Jón hefði fagnað fréttunum af símhlerunum.  Sigri hrósandi hefði hann sagt eitthvað á þessa leið:  "Hvað sagði ég ekki?  Svo var því haldið fram að ég væri ímyndunarveikur og geggjaður."  

 

 

Fleiri sögur af Jóni: Hér  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband