Íslenskar vörur mokast út

  Bankahrunið á Íslandi í árslok 2008 var ekki að öllu leyti óheppilegt.  Fall er fararheill.  Íslenska krónan rýrnaði um helming.  Það gerði útflutning á íslenskum vörum girnilegri (kvótagreifum og fleirum til gríðarmikillar kæti).  Útlendingar fengu íslenskar vörur á hálfvirði.  Það kætti þá.

  Grænlendingar eru búnir að uppgötva þetta.  Þeir eru farnir að hamstra íslenskar vörur.  Áður keyptu þeir allar vörur frá Danmörku.  Það lá beinast við.  Grænland er hluti af danska sambandríkinu (ásamt Færeyjum).  Innkaup frá dönskum heildsölum eru þess vegna einföld eins og hver önnur innanlandsviðskipti.

  Danskar vörur geta samt sem áður ekki keppt við íslenskar í verði og gæðum. Sem dæmi þá kostar mjólkurlítri frá Danmörku 140 kall.  Mjólkurlítri frá Íslandi kostar aðeins 60 kr.  Hugsanlega er hann niðurgreiddur af íslenskum skattgreiðendum.    

  Lítið er um kýr á Grænlandi.  Grænlendingar eru háðir innflutningi á mjólk og mjólkurvörum.  En nýhafinn innflutningur Grænlendinga frá Íslandi er ekki bundinn við mat og drykk heldur allskonar.  Þeir kaupa frá Íslandi allt steini léttara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Væri ekki ráð að gefa eða borga Grænlendingum fyrir að taka við uppgjafa íslenskum stjórnmálamönnum? Þori ekki að nefna nein nöfn en nóg er að taka!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.2.2015 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband