Fegurð íslenskra kvenna er auðlind

hrútspungarSvidahaushákarlskata                                                                                    Fegurð íslenskra kvenna er margrómuð og víðfræg.  Enda lifa þær á súrsuðum hrútspungum,  vel kæstum hákarli og ennþá kæstari skötu með hnoðmör,  kafloðnum af myglu. Þess á milli kroppa þær augu úr sviðakjömmum og sporðrenna þeim ásamt eyrum og tungu.  

  Útlendir ferðamenn hrökkva iðulega í kút þegar við þeim blasir almenn fegurð íslenskra kvenna.  Þeir verða svo hissa að tungan lafir út úr þeim.  Heimkomnir tala þeir við vini og vandamenn um fátt annað en fallega íslenska kvenfólkið.  Þetta á í dag drjúgan þátt í því að útlendingar eru farnir að venja komu sína til Íslands.  Nú er lag að gera þetta að féþúfu;  skatta ferðalanga með náttúrupassa.  Það er út í hött að leyfa þeim að horfa ókeypis á íslenskar konur.

  Náttúrupassinn þarf ekki að kosta mikið í byrjun.  Kannski 1500 kall eða svo til að byrja með.  Svo má hækka verðið svo lítið beri á (virðisaukaskatturinn byrjaði sem 2% söluskattur.  Það hefur enginn tekið eftir því þegar hann mjakast upp í 11 - 24%).  Náttúrupassinn getur gilt í þrjú ár og tvær vikur.  Þá kemur útlendingurinn aftur og aftur á tímabilinu.  Hann vill ekki láta passann renna út næstum ónotaðan.  Annað er óábyrg meðferð á verðmætum.  

  Samkvæmt lögum má ekki mismuna útlendingum og Íslendingum (nema í Bláa lóninu).  Það er sanngirni.  Það er líka atvinnuskapandi.  10% Íslendinga fá vinnu við að njósna um náungann,  komast að því hvort að menn séu að stelast til að njóta fegurðar íslenskra kvenna án náttúrupassa.  Þetta verður harðsnúinn náttúrunjósnahópur.  Heppileg sekt er 15 þúsund kall eða 2 dagar í fangelsi.   

  Við skulum ekki hafa hátt um það en færeyskar konur eru - ótrúlegt en satt - jafnvel fallegri en íslenskar konur.  Og er þá mikið sagt.  Þar munar um skerpukjötið.

 


mbl.is Hvers vegna eru íslenskar konur svona sætar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Svo lafir tungan út úr íslenskum karlmönnum þegar þeir fara til Rússlands og sjá kvennfólkið þar.cool

Ármann Birgisson, 5.2.2015 kl. 19:52

2 identicon

Óbrigðul meðul – en ódýr:

 Viljirðu  fegurð og fésið í stand,

funheitt þá berðu á andlitið  hland,

þá lokkar þú draug,

sem er lakara spaug,

leystu þá vind og hræktu í bland!

 money-mouth

http://www.mbl.is/smartland/utlit/2015/02/05/bera_piss_a_andlitid_til_ad_odlast_fallega_hud/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/02/05/ad_hraekja_aftur_fyrir_sig_og_reka_vid/

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 5.2.2015 kl. 23:32

3 identicon

cool Ja hérna Jens. Þetta er afbragðs innlegg í umræðuna og góð tilbreyting frá endalausu Reykjavíkurfluggvallar-karpi og vanhæfi strætó sem þó er ekki er með eindæmum því klúður-samsafnið á þeim bæ er sögukapítuli út af fyrir sig. Athugasemdin frá Þjóðólfi í Frekjuskarði bætti um betur. Deginum er reddað! laughing

Kveðja sunnan úr álfu

Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 04:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2015 kl. 14:11

5 identicon

Hvað klikkaði á Grænlandi?

Dömurnar þar borða allskonar viðbjóð en ekki skilar það sér í mikilli fegurð.

Grrr (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 14:37

6 identicon

Þetta með þennan svokallaða "islenska" mat eða "þorramat". Hvenær ætlar þessi bófaflokkur, sem er að þykjasst vera þjóð að hætta að neyta þessa viðbjóðs? Brennd andlit af sauðfé, úldið og gerjað hákarlshold, úldinn og þurrkaður fiskur, ýmsir hlutar af sauðfé, jafnvel ristlar, lagðir í súra mysu og kallað súrmatur, helvítis sláturvibbinn og svo hangiket, sem er "verkað" þannig að saltket er látið hanga við lítinn hita í reykjarmekki af glóð í kindasaur? Er ekki kominn tími á að banna þennan andskota ásamt með skötunni og signa fiskinum?  Það er ólíft í fjölda húsa þegar fólk er að "matreiða" þennan fjára og uppistand í heilu stigagöngunum í fjölbýlishúsum þegar einhverjir lúðar nýfluttir í bæinn utan af landi fara að sjóða þennan andskota.

Glanni glæpur (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 16:01

7 Smámynd: Ármann Birgisson

Glanni,,,,þetta er allt saman meinholt og andlitið brennda er sérstaklega gott.yell

Ármann Birgisson, 6.2.2015 kl. 21:04

8 Smámynd: Jens Guð

Ármann,  takk fyrir upplýsingarnar.  Ég á eftir að kíkja til Rússlands.  

Jens Guð, 6.2.2015 kl. 21:09

9 Smámynd: Jens Guð

Þjóðólfur,  takk fyrir vísuna.  

Jens Guð, 6.2.2015 kl. 21:09

10 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  ég hleyp framhjá umræðunni um Reykjavíkurflugvöll og Strætó. Læt í bili aðra um þann pakka.

Jens Guð, 6.2.2015 kl. 21:13

11 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 6.2.2015 kl. 21:13

12 Smámynd: Jens Guð

 Grrr,  margar grænlenskar konur eru virkilega fallegar. Einkum á vesturströndinni.  

Jens Guð, 6.2.2015 kl. 21:14

13 Smámynd: Jens Guð

Glanni,  það er engin ástæða - nema síður sé - til að breyta um mataræði íslenskra kvenna.  Þorramaturinn og kæsta skatan hafa skilað okkur einstaklega fögru kvenfólki.  Á heimsmælikvarða er aðeins færeyskt kvenfólk fallegra (vegna skerpukjötsins).  

Jens Guð, 6.2.2015 kl. 21:21

14 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Seint má sennilega vestfirskum skötum og kindaheilum þakka fyrir fegurð kvenna á ísland. Hins vegar held ég að megi til sanns vegar færa að gáfur þeirra hlýti meira til kindaheila en skatna, og þó? Það eru reyndar nokkrar konur á íslandi, sem myndu kallast beint "fluggáfaðar". Sem dæmi: "Þórunn Sveinbjarnardóttir, Katrín Jakobsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Svandís Svacarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir"... og svo mætti lengi telja... Það reyndar löðrar allt í fluggáfuðum konum með fegurð sem stafa af kynfæra og heila áti í aldanna rás! Ég þarf að hugsa áður en ég skrifa... 

Siggi Lee Lewis, 7.2.2015 kl. 04:14

15 Smámynd: Jens Guð

Ziggy,  þettaer allavega.

Jens Guð, 8.2.2015 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband