Besta líkamsræktin

  Líkamsrækt og líkamsræktarstöðvar eru ein mesta geggjun síðustu ára.  Í árþúsundi komst fólk vel af án þessara fyrirbæra.  Það er allt kengruglað við þetta.  Glöggt dæmi um það er að viðskiptavinir líkamsræktarstöðvanna troðast hver um annan þveran við að leggja jeppunum sínum sem allra næst inngangi stöðvanna.  Þeir hika ekki við að leggja ólöglega til að komast hjá því að labba örfáa metra að líkamsræktarstöðinni.  

  Kaninn tekur þetta alla leið.  Hann hefur rúllustiga frá bílastæði yfir að inngangi líkamsræktarstöðva.  Litla Ameríka,  Ísland,  mun klárlega apa þetta - eins og annað - eftir.  Eini munurinn er sá að eigendur íslenskra líkamsræktarstöðva fá athugasemdalaust að greiða sér svimandi há laun og háar arðgreiðslur út úr rekstrinum á milli þess sem þeir henda nokkrum kennitölum í gjaldþrot með tilheyrandi risa afskriftum.  Í bland eru fjölmiðlar keyptir til þess eins að reka blaðamenn sem skrifa fréttir um þetta.  

  Hlaupum yfir góðan bisness á líkamsræktarstöðvum sem lýtur að sölu á sterum.  

  Líkamsrækt fyrri hluta dags hefur ekkert að segja.  Hún virkar ekki.  Besta líkamsræktin er ókeypis.  Hún felst í því að vakta nágrennið að nóttu til.  Standa innbrotsþjófa að verki og elta þá.  Hlaupa á eftir þeim og koma þeim í hendur á lögreglunni.  Það er holl skemmtun og þjóðhagslega hagkvæm.  

   


mbl.is Elti þjóf um miðborgina í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Jens.

Þú klikkar ekki á aðalatriðunum.

coolcoolcool

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 19:50

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gott hjá þer ! Og þar sem þeir sem virkilega þurfa þjálfun fá hana ekki ef þeir eru ekki í rettu formi- eins og hja WC-væri kannski í lagi AÐ FARA AÐ ELTA ÞJÓFA---EHHHH ÞESSA SEM FÁ NYJAR KENNITÖLUR ???sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.2.2015 kl. 20:11

3 identicon

Þessi einstaklingur sem var staðin að innbroti þarna í bensínstöðina,skemmdi einnig þrjár fólksflutningabifreiðar,tjón það er um og yfir eina milljón króna.

Númi (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 09:05

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  takk fyrir það.

Jens Guð, 10.2.2015 kl. 14:39

5 Smámynd: Jens Guð

Erla Magna,  góður punktur!

Jens Guð, 10.2.2015 kl. 14:40

6 Smámynd: Jens Guð

Númi,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 10.2.2015 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.