Svikin matvæli og svikin fæðubótaefni

  Í hillum íslenskra og útlendra verslana er gríðarlega mikið af fölsuðum vörum.  Þær eru af öllu tagi.  Nýlegar efnagreiningar á fæðubótaefnum í fjórum helstu verslunarkeðjum í New York í Bandaríkjum Norður-Ameríku leiddu í ljós að uppistaðan af vörunum er "feik".  Þær innihalda lítið sem ekkert af virkum efnum sem vörurnar eru kenndar við.

  Íslendingar þekkja svona dæmi af kjötbökum sem innihalda ekkert kjöt. Frægir eru nautakjötsréttir sem innihalda hrossakjöt en ekkert nautakjöt.  

  Margir pizzastaðir nota ostlíki á sínar pizzur.  Jafnframt er kjöthakkið "aðeins" soyakjöt.  Stundum reyndar blandað saman við hrossakjötshakk.    

  Fyrir mörgum árum voru allar ginsengsvörur í sænskum verslunum efnagreindar.  Yfir 20 tegundir.  Aðeins tvær stóðust skoðun.  Flestar innihéldu ekkert ginseng.

rautt kóreskt ginseng

 

 

 

 

 

 

 

  Hérlendis þekkjum við "Rautt Kóreskt ginseng".  Eftir fjölda kvartana frá neytendum létu Neytendasamtökin efnagreina "Rautt Kóreskt ginseng" á þýskri rannsóknarstofu.  Niðurstaðan var ótvíræð til samræmis við grun neytenda:  Það er ekkert rautt ginseng í vörunni.  

  Núna voru Interpol og Europol að gera skurk í að afhjúpa fölsuð matvæli í verslunum á Íslandi og víðar.  Niðurstaðan var óhugnanleg.  Markaðurinn er fullur af fölskum vörum.  Meira að segja er allt morandi í fölsuðum hænueggjum.  Í ljós kom að sum þeirra eru hanaegg og önnur páskaegg.     

     


mbl.is Fölsuð matvæli í tonnavís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hænurnar mínar verpa bara góðum hænueggjum en ég bíð spenntur eftir að fá gullegg eða Kinderegg!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.2.2015 kl. 20:49

2 identicon

Hvers vegna getur enginn verið í viðskiptum öðruvisi en að hafa rangt við ?

JR (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 21:56

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Andskotinn sjálfur - eru þeir farnir að selja hanaegg líka?

Jón Ríkharðsson, 18.2.2015 kl. 15:41

4 identicon

Gott að eiga hænur sem verpa páskaeggjum.

Skyldi Nói Síríus og Góa ekki vilja fá

þannig hænur í framleiðsluna...smile

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 18:52

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður IB, ég hef heyrt að gæsir eigi það til að verpa gulleggjum.

Jens Guð, 18.2.2015 kl. 20:07

6 Smámynd: Jens Guð

JR,  það geta margir verið í viðskiptum án þess að hafa rangt við.  Sumir gera það meira að segja.

Jens Guð, 18.2.2015 kl. 20:08

7 Smámynd: Jens Guð

Jón,  já,  það er víst.  En þau eru seld sem hænuegg, að því er mér skilst.

Jens Guð, 18.2.2015 kl. 20:10

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður K,  hugmynd þín fyrir Nóa Síríus er þegar komin til skila.  Þar á bæ er fylgst með þessari bloggsíðu.  Ég veit ekki hvort að svo er einnig hjá Góu.  

Jens Guð, 18.2.2015 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband