Kolbrenglaður og villandi fréttaflutningur

 

  Hversu marktækur væri vinsældalisti sem byggði á útgáfu laga af plötum frá aðeins þremur handvöldum útgáfufyrirtækjum?  Hversu áreiðanlegur væri metsölulisti bóka ef hann mældi einungis sölu frá þremur handvöldum bókaútgefendum?  Ólíklegt er að nokkur alvöru fjölmiðill myndi taka þannig lista hátíðlega.  Hvað þá að leggja út af þeim í fréttaflutningi.

  Þannig er því samt varið varðandi útvarpshlustun.  Capacent mælir hlustun á útvarpsstöðvar þriggja fyrirtækja.  Þau eru Ríkisútvarpið,  365 og Síminn.  Fyrir helgi birtist í Morgunblaðrinu stór og ítarleg frétt eða fréttaskýring um útvarpshlustun.  Hún byggði alfarið á þessari meingölluðu mælingu Capacent - gagnrýnislaust.  Af textanum mátti ráða að íslenski útvarpsmarkaðurinn spanni einungis stöðvar fyrirtækjanna þriggja. 

  Inn í mælingu Capacent vantar á annan tug útvarpsstöðva.  Þar á meðal útvarpsstöð sem í marktækri könnun MMR mælist ein þriggja vinsælustu útvarpsstöðva landsins. Hér á ég vitaskuld við Útvarp Sögu.  Hlustun á Útvarp Sögu,  Bylgjuna og Rás 2 er langt yfir árangur annarra útvarpsstöðva.  Þess vegna er ósvífin fölsun að undanskilja Útvarp Sögu í umfjöllun um útvarpshlustun.  Og í raun gróf lygi að bera á borð að Rás 1 sé þriðja vinsælasta útvarpsstöðin.  Þó að margt sé þar ágætt á dagskrá þá eiga dagblöð ekki að ljúga.  Það er ljótt.    

 

   


mbl.is Ekki tengdur og aðsóknin hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband