10.3.2015 | 21:59
Hvergi sér fyrir enda á íslenska mannanafnagríninu
Mannanafnanefnd hefur mótmælt því harðlega að vera lögð niður. Það er gott grín. Eins og allt sem að mannanafnanefnd snýr. Þessi nefnd hefur aldrei verið annað en til mikillar óþurftar, kostnaðar og aðhláturs. Ekki aðeins á Íslandi heldur víða um heim.
Mannanafnanefnd óttast umfram annað að án síns nafnalögguhlutverks muni stúlku vera gefið nafnið Sigmundur. Ég deili þeim áhyggjum - óháð því hvort að nafninu sé klínt á stúlku, dreng eða heimilishundinn.
Inn á milli hefur nefndin verið flengd fram og til baka af Mannréttindadómstól Evrópu. Og þykir það gott. Skemmst er að minnast afgreiðslu á hinu mjög svo fallega kvenmannsnafni Blær. Sem er einnig til sem fallegt karlmannsnafn. Og nákvæmlega ekkert að því. Nema síður sé.
Nú hefur Þjóðskrá hótað að beita fjársektum foreldra sem í óþökk mannanafnanefndar kalla dóttir sína Alex: 547.500 kr. á ári (1500 kr. á dag), takk fyrir. Geggjunin er spaugileg. En getur verið foreldrunum dýr.
Vonandi hefur innanríkisráðherra bein í nefinu til að bregðast sköruglega við og rassskella forpokaða embættismenn mannanafnanefndar og Þjóðskrár. Og um leið að leggja hina fáránlegu og illilega óþurftar mannanafnanefnd niður.
Alex er fallegt nafn, hvort sem er á strák eða stelpu. Ein þekktasta sálarsöngkona Breta ber þetta nafn með reisn, Alex Hepburn heitir hún. Ég hef líka lúllað hjá breskri sjónvarpskonu sem heitir Alex. Það var gaman. Síðar póstsendi ég henni íslenskt Nóa konfekt. Henni þótti það gott.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Löggæsla, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt 11.3.2015 kl. 09:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
Nýjustu athugasemdir
- Sparnaðarráð: Guðmundur (#9), takk fyrir það. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Til frekari fróðleiks má geta þess að grafít hefur ekkert nærin... bofs 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Guðmundur, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Stefán, Gyrðir kann að orða hlutina. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Ritblý er þrátt fyrir heitið reyndar ekki gert úr frumefninu bl... bofs 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Það er nú einhver framsóknarfnykur af þessu sparnaðarráði, sama... Stefán 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Sigurður I B, frábært viðhorf hjá kellu! jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Jóhann, fiskur er orðinn svakalega dýr. Ekki síst blessuð ble... jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Þetta minnir mig á..... Kona var spurð um allar þessar bensínhæ... sigurdurig 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Ég er alveg hættur að borða bleikju, aðallega vegna verðsins. ... johanneliasson 2.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 204
- Sl. sólarhring: 378
- Sl. viku: 1230
- Frá upphafi: 4133895
Annað
- Innlit í dag: 171
- Innlit sl. viku: 1034
- Gestir í dag: 168
- IP-tölur í dag: 167
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Hvernig mundi þér finnast, að þurfa að leita að barni, sem kom ekki heim úr skólanum.á réttum tíma?
Sem heitir. Sólblóm Útiískógi (Drengur).
Það verður að hafa einhverja Reglu á þessu.
Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 00:23
Nafnið Vigdís var vinsælt þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti, en mér skilst að nú sé það nafn sé að hverfa út af einhverri annari Vigdísi, hmmm ... Svona eru nú sveiflur í mannanöfnum eins og öllu öðru. Mitt mat er að Mannanafnanefnd verði að vera til svo að bullið fari ekki alveg úr böndunum.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2015 kl. 08:32
Var ekki fjölskyldu í þýskalandi bannað að skíra barnið sitt Nutella??
En þetta með Alex: Varst þú ástæðan að hún yfirgaf heimilið sitt samanber lagið "Living next door to Alice (alex)!!! Og að lokum þetta: Hefðir þú bara sent henni Lindu konfekt, Opal eða ekki neitt ef það hefði ekki verið gaman að lúlla hjá henni!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 11.3.2015 kl. 09:25
Árni, í dag er foreldrum heimilt að gefa ófríðum dreng nafnið Ljótur Drengur. Það má einnig gefa dreng nafnið Hreinn Bolli. Svo ekki sé talað um Erlendan Hrút. Eða Annan Ágúst eða Júní eða Júlí. Mannanafnanefnd er engin vörn gegn kjánalegum nöfnum. Nema síður sé. Í meira en 1100 ár komust Íslendingar bærilega af án mannanafnalöggu. Út um allan heim komast fjölmennustu þjóðir heims ljómandi vel af án slíkrar löggu. Enda er íslenska mannanafnalöggan aðhlátursefni í útlöndum.
Jens Guð, 11.3.2015 kl. 10:23
Stefán, þetta kemur ekki á óvart.
Jens Guð, 11.3.2015 kl. 10:23
Sigurður I B, þegar stórt er spurt verður fátt um svör.
Jens Guð, 11.3.2015 kl. 10:24
Jamm það eina sem hægt er að gera í þessu er að gera grín að þessari nefnd þangað til hún verur lögð niður mörgum til ánægju. Ætli það sé hægt að sekta fólk fyrir að gefa ekki barninu sínu nafn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2015 kl. 12:47
Ásthildur Cesil, ef nafn barns hefur ekki verið skráð hjá Hagstofunni innan sex mánaða frá fæðingu er gripið til dagsekta. Síðast þegar ég vissi (fyrir nokkrum árum) var dagsektin 1000 kall.
Jens Guð, 11.3.2015 kl. 14:30
Þetta er með ólíkindum algjörlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2015 kl. 16:25
Amma mín ber ættarnafnið Viðar. Systir mín ber það sem sérstakt millinafn. En sonur minn má ekki bera það sem sérstakt millinafn. Því það má bara hoppa yfir eina kynslóð. WTF!
Vésteinn Valgarðsson, 17.3.2015 kl. 22:18
Ásthildur Cesil (#9), nákvæmlega!
Jens Guð, 18.3.2015 kl. 09:40
Vésteinn, þetta er glöggt dæmi um ruglið og óþurft Mannanafnanefndarinnar.
Jens Guð, 18.3.2015 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.