Gerum út á íslenskar heimsstjörnur

  Ísland er örríki.  Íslendingar eru eins og smáþorp í útlöndum.  330 þúsund manna samfélag.  Til samanburðar eru Kínverjar 1,4 milljarðar.  Indverjar eru 1,2 milljarðar.  Íbúar Bandaríkja Norður-Ameríku eru 317 milljónir.  Þannig mætti áfram telja.  Heildarfjöldi jarðarbúa er um 7 milljarðar.  Íslendingar eru sandkorn á sólarströnd.  Eða öllu heldur snjókorn í risastórum skafli.

  Þegar íslensku hljómsveitirnar Mezzoforte,  Kukl og Sykurmolarnir slógu óvænt í gegn á heimsmarkaði á níunda áratugnum vakti athygli hvað útlendingar vissu lítið um Ísland.  Útlendir fjölmiðlamenn héldu að Íslendingar byggju í snjóhúsum og bjarndýr væru gæludýr.  Annað eftir því.  

  Á undanförnum árum hafa íslendingar stimplað Ísland rækilega inn á heimskortið.  Íslenskar plötur eru áberandi í útlendum plötubúðum.  Björk,  Sigur Rós,  Jónsi og Of Monsters and Men eru að selja stakar plötur í allt upp í 2 - 5 milljónum eintaka á heimsmarkaði.  Fjöldi annarra íslenskra tónlistarmanna er að gera það gott á heimsmarkaði.  Til að mynda Emilíana Torríni,  Mínus,  Quarashi,  Jóhann Jóhannsson,  Sólstafir,  Ólafur Arnalds,  Ólöf Arnalds,  Hilmar Örn Hilmarsson,  FM Belfast,  Skálmöld,  Lay Low,  Legend,  Svavar Knútur,  Steindór Andersen og margir fleiri.

  Í lok síðustu aldar vann ég markaðsstarf fyrir Samtök veitinga- og gistihúsaeigenda.  Þá voru erlendir ferðamenn á Íslandi langt undir 100 þúsund.  Í dag eru þeir hátt á aðra milljón.  Þökk sé íslenskum poppstjörnum og íslenskum kvikmyndum.

  Ísland er "kúl".  Víða erlendis er gert út á fræga listamenn.  Til að mynda heitir flugvöllur í Liverpool John Lennon Airport.  Í Póllandi heitir flugvöllur Chopin Airport.  Í New York er Kennedy flugvöllur.  Á Jamaica er þjóðgarður kenndur við Bob Marley.  Breska hafnarborgin Liverpool er pökkuð af  stöðum kenndum við Bítlana.  Og svo framvegis.

  Nú er lag að kenna flugvelli, götur,  torg og hverfi við fræga Íslendinga.  Í Reykjavík er til Fichersund.  En það er ekki nægilega tengt við skákmeistarann Fischer.  Þetta þarf að laga.  Það þarf að endurnefna götur og hverfi og kenna við Björk,  Sigur Rós,  Laxness,  Arnald Indriðason,  Yrsu og alla hina heimsfrægum Íslendingana.  Flugstöðina í Keflavík þarf að kaffæra í ljósmyndum af þessum sömu heimsfrægu Íslendingum.  Glenna heimsfræg íslensk andlit framan í hvern einasta útlending í flugstöðinni. Allir saman nú.  

       

   


mbl.is Björk vill aðra búsáhaldabyltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Það væri nú aldeilis fínt, að nefna stokka og steina eftir fólki sem boðar valdarán.

Held ekki, við getum ekki farið að kenna götur og flugvelli eftir hálfbjánum. Jafnvel þó þeir geti gaulað fólki til armæðu.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 00:38

3 identicon

Bobby Fisher, maðurinn sem vildi sjá alla svarta Bandaríkjamenn fara aftur til Afríku að eigin sögn, er aðallega frægur fyrir kynþáttahatur af öllum nema skákáhugafólki. Þetta var snillingur, en fárveikur maður, sem íslenskir fjölmiðlar blóðmjólkuðu og misnotuðu með að taka viðtöl við hann um ranghugmyndir hans og veikindi, fordóma og hatur frekar en skák. Það er misnotkun á veiku fólki, ekki ósvipuð vændiskaupum, siðferðilega séð. Tónlistarmennirnir okkar eru alveg hreint ágætir, en verum ekki of fljót á okkur, heldur sjáum hvaða bönd og listamenn standast tímans tönn. Það er aldrei nema minnihlutinn, og það getur verið þessi fimmti frægasti sem lifir af og númer 1 eða 2 gæti gleymst á morgunn. Þá sitjum við bara uppi með hallærislegt og lúðalegt nafn sem er vitnisburður um liðna tískustrauma frekar en list sem stóðst tímans tönn. Þess vegna bíða menn með svona lagað frekar en taka ákvarðanir í fljótfærni og sjá eftir þeim bara til að elta aurinn. Alvöru brand er byggt upp með skynsemi og byggist upp með tímanum og sömu lögmál gilda þar um þjóðir og hvað annað. Þessir sem hlaupa á eftir öllu í fljótheitunum og gera hvað sem er til að maka krókinn verða fljótt úreltir og verða aldrei alvöru brand. Það er auðveldara að falla niður en klífa tindinn og fljótgerðara að verða hallærisleg og lúðlega þjóð en það var að verða kúl. Fljótfærnin er besta uppskriftin að því. 

Tokyo (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 05:51

4 identicon

Að kaffæra Leifsstöð í myndum af poppurum gerir ekkert fyrir þjóðina. Fólk kemur ekki hingað til að hlusta á Sigurrós, það getur gert það heima hjá sér á Haiti eða hvar sem er. Það kemur hingað til að sjá og upplifa eitthvað nýtt, einhverja óþekkta hlið á landinu, ekki til að kaupa sömu vörumerki og það getur keypt heima. Sigurrós plakat á Íslandi er jafn heillandi og kókflaska í Bandaríkjunum eða myndir af Dolly Parton og Rolling Stones. Maður fer til Bandaríkjanna til að sjá eitthvað allt annað. Ef maður vill sjá klisjur og glansmyndir getur maður farið á Ameríska barinn í staðinn. Það fer heldur enginn til Japans til að sjá flugvelli að drukkna í Anime myndum. Þá hefði maður bara getað verið heima hjá sér. 

Tokyo (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 05:55

5 identicon

"Bobby Fisher, maðurinn sem vildi sjá alla svarta Bandaríkjamenn fara aftur til Afríku að eigin sögn, er aðallega frægur fyrir kynþáttahatur af öllum nema skákáhugafólki. Þetta var snillingur, en fárveikur maður, sem íslenskir fjölmiðlar blóðmjólkuðu og misnotuðu með að taka viðtöl við hann um ranghugmyndir hans og veikindi, fordóma og hatur frekar en skák"

Ég sé að hann hefur unnið þig í skák.

Grrr (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 07:38

6 identicon

Ísland er sko heldur betur INN þessi árin og tónlistarfólkið okkar slær í gegn erlendis og það alveg án þess að vera haldið uppi af skattborgurum eins og t.d. íslenskur landbúnaður og útgerð. Sem betur fer vita erlendir ferðamenn ekki af skaðlegum meinsemdum hér eins og Framsóknarflokknum.

Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 08:09

7 identicon

Hvenær fóru sumir að halda að útgerð sé haldið uppi af skattborgurum. Þvílíkt rugl.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 08:59

8 identicon

Einn daginn eru lagðir sérstakir skattar á útgerð, þann næsta eru þeir teknir af og velt yfir á almenning, svo að útgerðarmenn geti greitt sér hærri arðgreiðslur og greitt meiri styrki til stjórnmálamanna. Þetta er svona eins og með gyðingana í USA sem moka fé í kosningasjóði sér til verndar.

Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 09:52

9 Smámynd: Jens Guð

   Jón Steinar,  takk fyrir myndbandið sem hvetur Grænlendinga og Færeyinga til sjálfstæðis frá Danmörku.

Jens Guð, 13.3.2015 kl. 20:28

10 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  við eigum að nýta til botns öll tækifæri til að efla og viðhalda ferðamannatraffík til Íslands.  Túrisminn skipti sköpun í gjaldeyrismálum Íslendinga eftir bankahrunið.  Túrismi er í dag stærsta gjaldeyrislynd Íslands.  Stærri en fiskurinn.

Jens Guð, 13.3.2015 kl. 20:35

11 Smámynd: Jens Guð

  Tokyo,  takk fyrir þínar áhugaverðu hugleiðingar.  Snilligáfa Fichers sem skákmeistara dansaði vissulega allt í kringum rétta og ranga strikið.  Frá honum verður samt ekki tekið að skákeinvígi aldarinnar kom Íslandi á heimskortið svo eftir var tekið.  Líka það inngrip íslenskra stjórnvalda að veita honum hæli á íslandi þegar í óefni hjá honum var komið.

  Íslenskir tónlistarmenn hafa á heimsmarkaði náð sterkri stöðu til langs tíma.  Björk náði inn á heimsmarkað á níunda áratugnum.  Alla tíð síðan hefur vegur hennar einungis vaxið.  Sigur Rós,  Emilíana Torríni og ýmsir fleiri hafa sömuleiðis náð sterkri stöðu til frambúðar.  

  Íslenskar poppstjörnur hafa mjög afgerandi vægi í túrisma til íslands.  Svo að einungis Airwaves sé tiltekið þá laðar sú tónlistarhátíð þúsundir útlendinga að.  Þar af um 1000 fjölmiðlamenn sem gera íslenskri tónlist góð skil í sjónvarpi,  útvarpi,  prentmiðlum og netmiðlum.  Þetta er alvöru heavy landkynning.  :ar fyrir utan skilar þessi eina tiltekna tónlisthátíð hundruð milljóna króna í beinhörðum gjaldeyri.  Þá eru ruðningsáhrif ómæld vegna umfjöllunar um ísland í útlendum fjölmiðlum.  Það er og var engin tilviljun að rekja mátti vinsældir Bjarkar í upphafi heimfrægðar hennar eftir vinsældum hennar.  Í hverty sinn sem hún skoraði hátt í þessu eða hinu landinu stórjókst ferðamannastraumur frá viðkomandi löndum til Íslands.  Fylgni var afar sterk.     

Jens Guð, 13.3.2015 kl. 20:58

12 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  mönnum getur sárnað.  það er ekki allra að tapa;  verða undir.

Jens Guð, 13.3.2015 kl. 20:59

13 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  útlendingar skilja ekki upp né niður í framsóknarflokknum og hans málpípum.  Þeir taka ekki einu sinni mark á neinu sem Gunnar Bragi segir eða gerir.  hristta bar hausinn.

Jens Guð, 13.3.2015 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband