14.3.2015 | 17:59
Ekki sjóða fisk í vatni
Í gamla daga var á allflestum íslenskum heimilum vinsæll hversdagsréttur sem kallaðist soðning. Um var að ræða þverskorna ýsu eða þorsk með roði og beinum. Með þessu voru snæddar soðnar kartöflur. Til hátíðisbrigða var brætt smjör út á. Krakkar fengu að auki tómatsósuslettu.
Bitarnir voru soðnir í vatni vel og lengi. Í það minnsta tuttugu mínútur. Á yfirborði vatnsins myndaðist hvít froða. Á þessum árum vissi fólk ekki að í froðunni voru næringarefnin úr fiskinum. Þau voru soðin úr honum. Mörg bráðholl prótein, vítamín og önnur næringarefni eru í fiski.
Engu að síður var og er soðningin góður matur sem aldrei er hægt að fá leiða á.
Síðar lærði fólk að heppilegra er að snöggsjóða fisk. Til að mynda með því að taka pottinn af eldavélahellunni í um leið og vatnið nær suðu.
Besta aðferðin er að hita fisk í ólívuolíu. Ekki aðeins til að næringarefnin haldist í fiskflakinu heldur skilar þetta bragðbesta og þéttasta holdinu.
Fyrst skal salta roðlaus og beinlaus fiskiflökin þokkalega. Leyfa þeim síðan að hvíla í algjörum friði í 5 mínútur og 12 sek.
Á meðan er um það bil 3 dl af besta fáanlega hvítvíni hitaðir í potti (undir loki til að lágmarka uppgufun). Um leið og beðið er eftir að hvítvínið í pottinum nálgist suðu skulu 5 dl af köldu og fersku hvítvíni sötraðir af áfergju.
Væntanlega gerist það um svipað leyti að fiskiflökin hafa hvílt í nægilegan tíma og næstum því er farið að sjóða á hvítvíninu. 3 dl af ólívuolíu er hellt út í og fiskflökin lögð ofan í blönduna. Þar fá þau að svamla í 6 mínútur og 52 sek. Að þeim tíma liðnum er flökunum pakkað inn í álpappír til að olían og vínið fái að vinna í friði í 5 mínútur. Eftir það bragðast fiskurinn betur en nokkurntíma áður.
Upplagt er - ef einhver nennir - að laga sósujafning úr hvítvíns- og olíublöndunni. Einnig má skvetta kæruleysislega smá af blöndunni yfir fisk og meðlæti eftir að það er komið á disk.
Soðnar kartöflur henta vel sem meðlæti, ásamt smjörsteiktum lauk, rúgbrauði og smjöri. Mestu munar um að hafa nóg af kældu hvítvíni með til að skola kræsingunum niður. Og ekki síður að hafa nóg af kældu hvítvíni það sem eftir lifir dags til að halda rækilega upp á góða veislumáltíð.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt 15.3.2016 kl. 19:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 40
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 1465
- Frá upphafi: 4119032
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1124
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Þessar 12 sec. eru þær algjörlega útslagið á þetta allt smaman. :) Hljómar annars vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 18:45
Vá! Þetta hljómar svo svakalega vel að ég verð að prófa þetta. Reyni að muna að láta vita hvernig líkar.
Theódór Gunnarsson, 14.3.2015 kl. 19:54
Sumir setja matskeið af sterku sinnepi í vatnið. Hef prófað og er ágætt.
Annars sá ég aldrei þorsk soðningu, (nema saltfisk) fyrr en eftir 1990. Í dag borða ég helst ekki soðna ýsu, nema nætursaltaða. Þorskurinn er miklu betri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2015 kl. 20:40
Þetta prufa ég örugglega. Takk fyrir uppskriftina. :-)
Ingólfur Vestmann Ingólfsson (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 22:11
Líklega eru aðferðir við að sjóða fisk æði margar. Ég hef aðferð sem ég lærði fyrir rúmum 50 árum af gömlum manni sem var kokkur á bát sem ég var á. Hann setti fiskinn alltaf í kalt vatnið og saltaði hæfilega. Setti pottinn svo á lágan hita þannig að fiskurinn hitnaði afar hægt upp undir suðu. Þegar vatnið var orðið vel heitt, stráði hann c. a. hálfri matskeið af sykri í vatnið og sagði hann það gert til að fá fallegna gljáa á fiskinn. Þegar suðuhreyfing fór að koma á vatnið, en þó áður en fór að dobla, tók hann pottinn af hitanum því þá var fiskurinn líka orðinn hvítur. Þegar þarna var komið var búið að setja allt annað á borðið og nú var fiskurinn settur á fat og beint á borðið og á diskana gljáandi fallegur og mjög ljúffengur á bragðið.
Guðbjörn Jónsson, 14.3.2015 kl. 22:15
Ég lærði það að það þyrfti 5 mín og 13 sek til að
til að ná rétta bragðinu og svo 6 mín og 53 sek til
að fullgera þetta....:)
Frábær uppskrift og verður svo sannarlega reynd.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 22:42
Ásthildur Cesil, það verður að gæta að hverju smáatriði til að útkoman verði sem best.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 10:10
Theódór, það væri gaman að fá frétt af útkomunni hjá þér.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 10:11
Gunnar Th., ýsan var áreiðanlega vinsælli sem soðning á árum áður (þorskurinn var seldur til útlanda). Áhugavert þetta með sinnepið og vert að prófa.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 10:15
Ingólfur, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 14:38
Guðbjörn, takk fyrir þessar upplýsingar.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 14:39
Sigurður, þaetta með sek er smekksatriði og landshlutabundið.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 14:39
Sigurður K., sek fjöldinn er landshlutabundinn vegna þess að þær eru ekki alveg jafn langar um allt land.
Jens Guð, 16.3.2015 kl. 19:26
Sá ég rétt að í Hjaltadalnum væri kjöt á fiski, sbr. „heldur skilar þetta bragðbesta og þéttasta kjötinu.“? Hvers konar kjöt var þetta?
Tobbi (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 16:23
Tobbi, takk fyrir ábendinguna. Ég breyti þessu í færslunni.
Jens Guð, 17.3.2015 kl. 19:19
Ég hef heyrt talað um kjöt á fiski en réttara að tala um hold.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2015 kl. 18:21
Gunnar Th., ég kannast við að hafa heyrt talað um kjötmikinn fisk. Í Orðabók Menningarsjóðs er kjöt sagt þýða hold. En það er áreiðanlega réttast að tala um hold þegar rætt er um fisk. Tobbi er íslenskufræðingur og þegar hann kemur með svona athugasemd þá þakka ég fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 18.3.2015 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.