Ósvífinn áróður

ýsa

 

  Frá unglingsárum hef ég heyrt því haldið fram að ýsan sé hrææta.  Fyrir bragðið fúlsa margir við henni.  Það fer hrollur um fólk við að heyra orðið hrææta. Samt eru nánast allir Íslendingar hræætur.  Við lifum á hræjum.  Kjöt og fiskur sem við borðum er af dýrum sem fyrir löngu síðan voru drepin og eru hræ.

  Ýsan er ekki hrææta. 

  Misskilningurinn liggur í því að ýsan étur sand til að hreinsa meltingarveginn.  Í innyflum hennar er þess vegna svört leðja.  En hún étur ekki hræ.  Hún lifir á sprelllifandi botndýrum (rækjum,  krabba, slöngustjörnum,  skrápdýrum...).  Það munar öllu.  Þess vegna er hold ýsunnar skjannahvítt, þétt og bragðmikið hér á Norðurhöfum.  Einhver besti matur sem til er.  Ýsa var það heillin.    

ýsa aýsa b

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Vísindavefnum má einmitt finna eftirfarandi: Ýsa er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Þannig að þetta tal um ýsu sem hræætu er bara þjóðasaga sem þó lifir.  

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 08:19

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Margir mjög vissir í sinni sök. Halda að maður sé bjáni þegar maður segir að ýsa sé ekki hrææta. Bjáni alinn á snúðum og vínarbrauði í miðbæ Reykjavíkur. Annars finnst mér þorskur betri en ýsa, ef einhver var að velta því fyrir sér.

Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 12:33

3 identicon

Fyrstu 40 ár æfi minnar eða svo þá hataði ég fisk. Fannst ömurlegt að fá fisk í matinn og þurfti alltaf að fá mér eitthvern alvöru mat með.  Þá gerði ég allt í einu merkilega uppgötvun. Þetta var allt andskotans ýsan.

Ég þoldi ekki ýsu. Á reyndar föðurbróður sem fær alltaf kláða í nefið þegar hann étur ýsu og dreg ég af þessu þá ályktun að sumir hafi ofnæmi fyrir ýsunni.

Nú er með því besta sem ég fæ, soðinn þorskur með kartöflum hömsum og rúgbrauði.

Já, ýsa var það heillin!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 14:30

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kannski maður fari að láta sum börnin sín éta þennan áróður oní sig!  ýsan er afar góð t.d. steykt með glás af lauki.Það sem ég finn að þorskinum er bévítans hringormarnir,en framfarir í verkun fisks eru afar miklar. maður sér ekki hringorm nema,stöku sinnum í þorsklifur,sem auðvelt er að ná þeir eru alltaf í ystu himnunni.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2015 kl. 19:14

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er áreiðanlega rétt.

Jens Guð, 18.3.2015 kl. 20:57

6 Smámynd: Jens Guð

Vésteinn,  mér skilst að utan Íslands sé þorskurinn vinsælli en ýsan. 

Jens Guð, 18.3.2015 kl. 20:58

7 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég held að ungmenni séu yfirleitt minna fyrir fisk en fullorðnir.  

Jens Guð, 18.3.2015 kl. 21:00

8 Smámynd: Jens Guð

Helga,  hringormurinn á það reyndar til að vera óboðinn gestur í ýsunni.  En í minna mæli en í þorskinum.  

Jens Guð, 18.3.2015 kl. 21:02

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já ég vildi ekki lengja mál mitt,en ég er alin upp í sjávarplássi.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2015 kl. 22:07

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir að Íslendingar flytji þorskinn út en éti sjálfir ýsuna. Er það ekki bara af því það fæst meira fyrir þorskinn erlendis?

Vésteinn Valgarðsson, 19.3.2015 kl. 03:09

11 identicon

Píratar eru hræætur - Þeir éta upp gömlu úreltu flokkana

Stefám (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 14:03

12 Smámynd: Jens Guð

Helga,  fátt er betra en vera alin upp í sjávarplássi.  Einkum á árum fyrir kvótaklúðrið.  

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 21:31

13 Smámynd: Jens Guð

Vésteinn,  jú,  það fæst hærra verð fyrir þorskinn.  Meðal annars vegna þjóðsögunnar um að ýsan sé hrææta.  

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 21:32

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán, það er ekkert nema gott mál.

Jens Guð, 19.3.2015 kl. 21:33

15 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það gæti verið vegna þjóðsögunnar - það gæti líka verið að fleirum þyki hann bara betri á bragðið.

Vésteinn Valgarðsson, 19.3.2015 kl. 22:13

16 identicon

Ýsan var borðuð af íslendingum af því að við seldum allaln þorsk úr landi , en meira verð fékkst fyrir hann.

Ýsan er bragðminni en þorskur ,þess vegna vilja þeir sem ólust upp við að borða ýsu finnst þorskurinn of bragðmikill

sverrir Halldorsson (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 20:39

17 Smámynd: Jens Guð

Vésteinn,  sennilega er það hvorugtveggja.  

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 23:02

18 Smámynd: Jens Guð

Sverrir,  þetta er áreiðanlega rétt hjá þér.  

Jens Guð, 20.3.2015 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband