Ekki fyrir lofthrædda!

  Lofthræðsla er heppileg.  Hún forðar okkur frá því að glannast;  taka óþarfa áhættu við varasamar aðstæður.  Sumt fólk sækir samt í að storka örlögunum.  Það kann því vel að fá "adrenalín-kikk" út úr glæfraskap.  Sumir verða jafnvel háðir því.  

ekki fyrir lofthrædda - stokkið á hjóli yfir skarð á sillu

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ekkert má fara úrskeiðis þegar stokkið er á reiðhjóli yfir skarð í klettasillu Ef smellt er á myndina þá stækkar hún).

ekki fyrir lofthrædda - Tröllatunga í Noregi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Vinsælt sport áhættufíkla er að sitja fremst á Tröllatungu í Noregi.  Ótrúlega fáir hafa hrapað þar niður.

ekki fyrir lofthrædda - stokkið niður snjóhengju

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Árlega farast margir skíðamenn vegna glannaskapar.  Hér er stokkið niður snjóhengju.  Í þetta sinn fór allt vel.

ekki fyrir lofthrædda - horft yfir Lion

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Horft yfir Lion.

ekki fyrir lofthræddfa - klifrað upp hamar í S-Afríku

 

 

 

 

 

 

 

 

Klifrað án hjálpartóla og öryggisbúnaðar upp þverhníptan hamar í S-Afríku (myndin stækkar ef smellt er á hana).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru mörg fiðrildi í maganum á mér eftir þessar myndir laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2015 kl. 11:19

2 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  þetta er dáldið bratt.  En gaman að skoða í tölvu án hættu. 

Jens Guð, 4.4.2015 kl. 17:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, ég var eitt sinn stödd upp í Creel í norður Mexico, þar vorum við með fararstjóra sem var indíjáni, hann fór með okkur upp á fjallsrún, 2000 metra niður og þar var laus hella á einni bjargbrúninni, þar sagði hann að það hefði verið manndómsvígsla fyrir strákana að standa á þessari hellu, úff sumir vita ekki hvað lofthræðsla er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2015 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband