Er Skagaströnd í Skagafirði?

  "Spurningabomban" er skemmtilegur sjónvarpsþáttur á Stöð 2.  Spurningarnar eru fjölbreyttar,  hnyttnar og stemmning frjáls og fjörleg.  Í kvöld öttu að venju tvö tveggja manna lið kappi.  Annað liðið (Ingó veðurguð og Erna Hrönn) samdi spurningu sem hitt liðið (Andri Freyr og Sóli) átti á svara.  Liðsmenn fyrrnefnda liðsins spurði hvar þau (þeir) hafi fyrst troðið upp saman.  Gefnir voru upp fjórir möguleikar.  Einn þeirra var að það hafi verið í Skagafirði.  Hann var síðan gefinn upp sem rétt svar.

  Þegar upplýst var hvert rétta svarið væri var það undirstrikað með söngli liðsins á laginu um Kántrýbæ á Skagaströnd.  Af því má ráða að fyrsta samspil liðsmanna hafi verið á kántrýhátíð á Skagaströnd.

  Ég hef efasemdir um að Skagaströnd sé í Skagafirði. Hinsvegar hef ég oft og tíðum orðið var við að ýmsir telja Skagaströnd vera í Skagafirði.  Jafnvel að Skagafjörður dragi nafn sitt af Skagaströnd.

  Hvort sem fólkið tróð fyrst upp saman í Kántrýbæ á Skagaströnd eða telur sönglagið um Kántrýbæ vera einkennislag fyrir Skagafjörð þá er skekkja í dæminu.    

  Rétt er að taka fram að þessi eina spurning réði ekki úrslitum í "Spurningabombunni".  Enda er þátturinn allur á léttu nótunum.  Skemmtanagildi hans ræðst af flestu öðru en hvort liðið vinnur.  

  Annað og "Spurningabombunni" óviðkomandi:  Stundum má sjá og heyra fólk tala um Sauðkrækinga sem Sauðkræklinga.  Ekki í galsa heldur í hugsunarleysi.  Þetta er ekki til eftirbreytni.  

   


mbl.is Vindgerðir snjóboltar á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur nú lengi fundizt Sauðkrækingar margir kræklóttir til sálar og líkama og því réttnefndir Sauðkræklingar.

Tobbi (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 10:18

2 identicon

Alveg rétt hjá þér, þó Skagaströnd standi þarna útá Skaga þá er hún við Húnaflóa og tilheyrir Húnavatnssýslu.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.4.2015 kl. 10:27

3 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  þarna kom skýringin!

Jens Guð, 4.4.2015 kl. 17:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur,  takk fyrir að staðfesta mínar grunsemdir. 

Jens Guð, 4.4.2015 kl. 17:55

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þetta ekki bara spurning hvernig Þórólfur vill hafa þetta!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.4.2015 kl. 19:37

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður IB,  jú,  hann ræður þessu eins og öllu öðru.

Jens Guð, 6.4.2015 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.