Geggjuð söfnunarárátta

10 karla kona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Um 2% manna eru haldin söfnunaráráttu.  Alvöru þráhyggjukenndri áráttu.  Við erum ekki að tala um þá sem eiga 500 geisladiska af ýmsu tagi með flytjendum úr öllum áttum, 100 DVD og 20 sokkapör.  Við erum að tala um þá sem safna öllum geisladiskum er tengjast einum tilteknum tónlistarmanni eða hljómsveit; öllum DVD með tengingu við viðkomandi - jafnvel mjög langsóttum.  Jafnframt allskonar glingri og dóti merktu hlutaðeigandi (glös, lyklakippur, pennar, skyrtubolir, húfur, veggmyndir o.s.frv.).

  Krakkar og unglingar fara iðulega í gegnum tímabil söfnunar.  Það er eðlilegur liður í þroska til sjálfstæðis,  svo og eðlilega keppnisáráttu og þörf til að sanna sig; skara fram úr.  Svo eldist það af þeim. Þegar söfnunaráráttan heldur áfram og eflist með aldrinum er um arfgenga þráhyggju að ræða.  Hún tengist taugaboðefnum (serótíni og dópamíni) og stafar af ofnæmisviðbrögðum við sýkingu.  Hún flokkast sem geðröskun í flokki með Tourette,  einhverfu og geðklofa. Einstaklingurinn hefur ekki fulla stjórn á sér.  Áráttan ræður för.       

 Söfnunarárátta getur tekið á sig ýmsar og óvæntar myndir.  Bandarísk kona, Liana Barientos, safnar eiginmönnum.  Hún sætir ákæru fyrir að eiga í eiginmannasafni sínu 10 stykki.  Þeir vissu ekki hver af öðrum fyrr en nýverið.  Mesta athygli vekur að þeir eru mismunandi.    

  


mbl.is Giftist 10 sinnum án þess að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hættur að safna frímerkjum. Ætla að fara að safna ríkum eiginkonum í staðinn :)

Steini (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 08:57

2 identicon

Af nöfnum þessara 10 manna dettur mér strax í hug að þetta hafi ekkert með söfnunaráráttu að gera heldur frekar að hún sé að hjálpa þeim að fá landvistarleyfi.

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 14:35

3 identicon

Mér finnst skemmtilegt orðalagið: „í Banda­ríkj­un­um er það brot á lög­um að vera gift­ur fleiri en einni mann­eskju í einu.“  Það bendir til þess að þetta sé bara ein af þessum sérviskum Kanverja en aðrar þjóðir og siðmenntaðri, t.d. Ýslendingar, séu ekki með svona þröngtrýnishátt.

Tobbi (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 15:52

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég held ég haldi mig bara við Lego!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.4.2015 kl. 18:48

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég safnaði mynt af kappi þegar ég var unglingur. Það er spennandi áhugamál en dýrt fyrir barn. Núorðið safna ég rímum og gömlum og nýjum bæklingum róttækra vinstrimanna. Auk þess safna ég fötum, og ég er þá ekki að tala um föt heldur fötur. Góð fata er eitt það gagnlegasta sem maður á, og maður á seint of margar.

Vésteinn Valgarðsson, 11.4.2015 kl. 19:06

6 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  það er betri fjárfesting til lengri tíma litið.

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:37

7 Smámynd: Jens Guð

  Heiða Hrönn,  þín tilgáta er rétt.  Konan fékk greiddar háar upphæðir fyrir að giftast útlendum mönnum sem á þann hátt keyptu sér ríkisborgararétt í Bandaríkjunum.  Hún fór of bratt í dæmið og gætti þess ekki að ganga frá skilnaði uns svigrúm var til að afgreiða næsta hjónaband.   

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:42

8 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  góður punktur.  

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:43

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  Lego stendur alltaf fyrir sínu.  

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:43

10 Smámynd: Jens Guð

Vésteinn,  góð fata er gulls ígildi.  

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.