Tónlist hefur gríðarlega mikil áhrif á bragðskyn

  Við vitum að augað hefur áhrif á bragðskyn.  Mjög svo.  Af skynfærum okkar er bragðskynið frekar lélegt í að skilgreina hlutina.  Það er auðvelt að plata bragðskynið út og suður.  

  Það er engin tilviljun að til sé músíkstíll kenndur við kvöldmáltíð,  dinnerdjass.  Dinnerdjass sveipar kvöldmáltíð veislulegri og afslappaðri stemmningu.  Þegar veitingastaður með asískan mat er heimsóttur skiptir miklu máli að þar sé spiluð asísk músík. Þegar spænskur veitingastaður er sóttur heim skiptir máli að þar sé spiluð spænsk músík.

  Tónlistin getur stýrt bragðskyni á borð við krydd á borð við salt,  súrsætt bragð og svo framvegis.  Til gamans má geta að samkvæmt rannsókn þá bragðast breski þjóðarrétturinn fiskur og franskar (fish & chips) best við undirleik tónlistar Bítlanna.   

  Kaffi, desertar og aðrir eftirréttir bragðast best undir flutningi óperusöngva.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Steindór Andersen og Þorraþrællinn eftir Jens Guð eru ómissandi með þorramat!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.4.2015 kl. 09:53

2 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I B,  Þú hittir naglann á höfuðið.  Eins og oft áður!

Jens Guð, 21.4.2015 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.