30.4.2015 | 22:17
Ekki borða pizzu beint úr pizzukassanum!
Ítalskt fátækrafæði, svokölluð pizza eða flatbaka, nýtur rosalega mikilla vinsælda á Íslandi. Þetta er stór hringlaga ofnbökuð hveitiflatbaka, bökuð með margvíslegum matarafgöngum úr ísskápnum sem álegg. Hún er vinsæl í heimsendingu. Einnig til að grípa með heim (take away).
Hún er afgreidd í flötum pappakassa, skorin í misstórar sneiðar (líkt og rjómaterta). Fólk gúffar græðgislega í sig sneið og sneið. Á meðan malla óétnu sneiðarnar eftir í pizzakassanum þangað til röðin kemur að þeim.
Í pappanum eru skaðleg flúorefni sem berast auðveldlega í pizzuna. Komin inn í líkama neytandans safnast þau þar fyrir. Sem dæmi um skaðsemi þeirra má nefna að tíðni fósturláta sextánfaldast. Barátta gegn þessu er mikilvægari en barátta gegn hefðbundnum fóstureyðingum.
Til að sporna gegn skaðsemi pizzu í pappakassa er ráð að færa hana eldsnöggt á stóran disk um leið og heim er komið.
Ef að pizzakassinn er merktur svansmerki er öllu óhætt.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt 1.5.2015 kl. 00:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 3
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 840
- Frá upphafi: 4116354
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 674
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens minn í fyrsta lagi ég ét sárasjaldan pantaðar pizzur, þar sem maðurnn min er sérfræðingur í að útbúa heimagerðar pizzur. Þannig að það er bara í örfáum tilfellum sem hér eru á boðstólum tilbúnar pizzur. Þar fyrir utan er ég búin að kútta út brauði af læknisráði, svo pizza er hér á borstólum eingöngu þegar min elskulegi ektamaki og sonarsonur minn eru heima
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2015 kl. 00:57
Þeir þurfa að fara að skipta þessu yfir í gler....
Siggi Lee Lewis, 1.5.2015 kl. 12:05
Þyrfti ekki að skoða betur þessa fullyrðingu um tíðni fósturláta. Sextánfaldast frá hverju? Hverjir átu pissur úr pappakössum þar af? Hvað með flúorbætt tannkrem? En drykkjarvatn? Er munur á þeim sem búa á jarðhitasvæðum og hinum á köldum svæðum? Fjölgaði fósturlátum í Hjaltadal við að Óli á Hellulandi fór að baka pissur? Varð einhver breyting í framhlutanum dalsins við hitaveituvæðingu Hólastaðar? Er ekki frystur fiskur geymdur í pappakössum svo mánuum skiptir?
Et cetera?
Tobbi (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 12:52
Ásthildur Cesil, þú heppin og vel sett.
Jens Guð, 1.5.2015 kl. 21:27
Ziggi, gott ráð.
Jens Guð, 1.5.2015 kl. 21:28
Tobbi, dönsk rannsókn leiddi í ljós þennan sextánfalda mun. Flúorstaða
fjölda kvenna sem missti fóstur var mæld. Flestir eða næstum allir hafa
flúor í líkamanum. Þegar magnið er orðið það mikið að tiltekin líffæri sýna
viðbrögð telst viðkomandi vera með hækkað eitthvað flúorgildi sem ég man
ekki nafnið á (skammstöfun upp á 4 stafi).
Pappakassi er eitt og pizzakassi er annað. Í pappa pizzakassans er blandað
tveimur flúorefnum sem hrinda frá sér olíu, feiti og vatni. Annars myndi
kassinn strax verða útlöðraður og gegnumsósa í þessum vökvum.
Ég þekki ekki pappakassana sem frystur fiskur er geymdur í. Er ekki
ólíklegt að þurfi að verja þá gegn olíu og feiti? Hugsanlega er pappi
þeirra vaxborinn til að verjast því að blotna er fiskurinn þiðnar. Vax
virkar ekki í pizzakassa vegna hitans frá nýbakaðri pizzunni.
Skiptar skoðanir eru um flúorbætt tannkrem og flúorbætt drykkjarvatn. Mjög
svo. Flestir í svokölluðum heilsugeira (s.s. Heilsuhringurinn og fólkið í
heilsubúðunum) eru í baráttu gegn flúori. Ég átti heilsubúð og varð mjög
var við gagnrýni og andúð á flúori. Þegar mín börn voru í grunnskóla tók ég
fyrir að þeim væri gefið flúor. Erlendis er þetta góður bissnes. Í flestum
ríkjum Bandaríkjanna er drykkjarvatn flúorbætt. Rannsóknir hafa sýnt að
greindarvísitala íbúa þeirra fáu ríkja sem eru laus við flúorið er hærri en
hinna.
Flúorblöndun er bönnuð í fjöldamörgum löndum. Þar á meðal flestum
nágrannalöndum okkar í Evrópu.
Svo lengi sem ég fylgdist með málum í Hjaltadal var pizza aldrei á borðum
þar. Ég sniðgeng pizzur hvar sem því er við komið. Hinsvegar hef ég löngum
sótt í fiskrétti hjá Óla á Hellulandi. Þar er um bráðhollt sælgæti að
ræða.
Jens Guð, 1.5.2015 kl. 21:29
Fróðlegt væri að sjá gögn um þessa dönsku rannsókn log sjá þar hvort flúorstaða þeirra dönsku kvenna sem ekki missti fóstur er sabærileg, minni eða meiri en þeirra ógæfusömu. Sömuleiðis hvort lífsstaða þeirra var að öðru leyti sambærileg eða hvort þýðið sem unnið var með var yfirhöfuð tölfræðilega marktækt.
Óli á Hellulandi er snjall matreiðslumaður og margt á sig leggjandi til að snæða hjá honum.
Tobbi (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 22:00
Tobbi, þú átt áreiðanlega eftir að verða var við gögnin. Danska ríkisstjórnin er að leggja dtög að því að banna pizzakassa án svansmerkis. Það kallar á umræðu.
Jens Guð, 2.5.2015 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.