1.5.2015 | 22:21
Tónlistarsmekkur staðnar við 33ja ára aldur
Fyrir nokkru heimsótti ég í fyrsta skipti eftir hálfrar aldar hlé æskuvin. Við erum að detta inn á sjötugs aldur. Hann á gott plötusafn. Allar plötur Led Zeppelin, Deep Purple, Jimi Hendrix, The Doors, Janis Joplin og svo framvegis. Eftir að hafa flett í gegnum hans stóra plötusafn (sem þekur stóran vegg) uppgötvaði ég að hann á enga plötu með neinum tónlistamanni sem hefur komið fram á sjónarsvið eftir miðjan áttunda áratug.
Þá varð mér hugsað til fleiri jafnaldra okkar. Staðan er lík. Jú, einhverjir Bítlageggjarar hafa meðtekið Oasia. Stónsarar hafa bætt Primal Scream í púkkið. Kinksarar hafa tekið Blur opnu örmum. Í öllum þeim tilfellum er um að ræða smekk fyrir sömu músík þó að flytjendur séu aðrir.
Rannsókn byggð á spilun tónlistar á spotify.com hefur leitt í ljós að tónlistarsmekkur almennt staðnar við 33ja ára aldur. Þetta er hærri aldur en áður hefur verið talið. Hingað til hefur verið útbreidd skoðun að tónlistarsmekkur mótist á unglingsárum og staðni um það leyti sem framhaldsskólanámi lýkur. Það er að segja á þeim árum sem nýstofnað fjölskyldulíf tekur við af skólagöngu. Nú hefur þeirri kenningu verið hnekkt.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt 2.5.2015 kl. 11:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
Nýjustu athugasemdir
- Lífseig jólagjöf: Jóhann, sömuleiðis! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B (#4), snilld! Þetta mættu fleiri taka upp! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Stefán, góður! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á "jólagjöfum". Það er sagt að hugurinn á bakvið... johanneliasson 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Þetta minnir mig á vinina tvo sem gáfu hvorum öðrum alltaf fimm... sigurdurig 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Ég hef fengið jólagjöf sem ég sjálfur gaf jólin áður og var nok... Stefán 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Sigurður I B, allra bestu jólakveðjur! jensgud 24.12.2024
- Lífseig jólagjöf: Frábær nýting á jólagjöf og gleðilega jól minn kæri. sigurdurig 24.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 41
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 904
- Frá upphafi: 4116330
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 702
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
U2 er sú eina hljómsveit sem hefur náð að heilla mig hin síðari ár en ég veit ekki hvort það sé út af CCR en ég er forfallinn aðdáandi þeirra.
Sigurður I B Guðmundsson, 1.5.2015 kl. 22:53
Nú eru margir sem eru í skóla fram upp í þrítugt. Skólinn er staður þar sem fleira lærist en það sem felst í bóknáminu.
En það er áhugavert ef rétt er. 33. ára stöðnun. Kannski útskýrir þetta af hverju manni finnst mikið af nýlegri tónlist vera endurunnið efni og staðlað.
Ólafur Þórðarson, 2.5.2015 kl. 13:16
Ég fór í heimavistaskóla 42 ára gömul og hélt satt að segja að það myndi vera mér erfitt að læra. En það kom mér heldur betur á óvart að ég var bara alveg jafn góð eða betri en áður, því reynslan hefur kennt manni hvernig á að meðtaka nýja hluti. Ég held að það sé sama með músik. Held að ég sé nánast alæta á músik. Finnst meira að segja gaman að hlusta á hip hop og rapp ef það er vel gert.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 13:20
Það bara hefur engin almennileg ný hljómsveit komið fram eftir að Bítlarnir hættu. Því miður. Það er málið. Hefur ekkert með stöðnun að gera....
Guðni (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 16:30
Sigurður I B, Það er CCR heilkennið.
Jens Guð, 2.5.2015 kl. 19:06
Ólafur, þú kemur með áhugaverðan punkt varðandi langa skólagöngu. Líkast til spilar hún inn í dæmið.
Jens Guð, 2.5.2015 kl. 19:20
Ásthildur Cesil, þú ert klárlega opnari fyrir nýrri tónlistarstílum en meðalmanneskjan.
Jens Guð, 2.5.2015 kl. 19:30
Guðni, líkt þessu sagði íslensk rokkstjarna í blaðaviðtali fyrir 20 árum. Sagðist aðspurð(ur) ekki þurfa að skipta inn nýjum tónlistarmönnum fyrir Led Zeppelin, Dylan og Hendrix.
Jens Guð, 2.5.2015 kl. 19:35
Þegar eg var á unglingsárum, þá var pönkið mjög ríkjandi og svo tók þarna eighties tískan við. Nefndar stefnur höfðu auðvitað áhrif á mann, - en samt sem áður fannst mér alltaf 7. áratugurinn merkilegastur og sú skoðun styrktist smá saman með aldrinum, að þá hefði eiginlega allt verið gert sem merkilegt var í tónlist og þar trónuðu Bítlar á toppnum. Samhliða lærði maður að meta einstaklinga eins og Dylan og Cohen og fleiri.
Veit ekki hvað skýrir þetta með 7. áratuginn. Það er eins og sköpunarkrafturinn hafi verið svo sterkur. Það er eins og veröldin hafi fæðst uppá nýtt.
Síðan gerist það, að maður fer að miða flest við 7. áratuginn og hljómsveitirnar þá. Og það verður að segjast, að það eru fáar hljómsveitir á seinni áratugum sem standast samanburðinn við 7. áratuginn hjá manni. Allavega til lengdar.
Það er meir að segja svoleiðis, að maður hefur uppgvötað hljómsveitir frá 7. áratugnum löngu seinna. Og má nefna td. Beach Boys sem var alveg stórfurðulega góð, að mínu mati.
Á pönktímanum voru flestir sem gáfu ekki mikið fyrir bönd eins og Beach Boys og maður var soldið á varðbergi gagnvart þeim. Ólíkt td. Bítlunum sem höfðu alltaf visst respekt, jafnvel hjá pönkaðdáendum, og þá aðallega vegna Lennons.
En ég segi fyrir minn hatt, að ég get í dag endalaust velt vöngum yfir Beach Boys. Það er eitthvað hjá þeim alveg kristaltært. Einhver slípaður demantur. Þeir voru algjörlega með´etta, eins og sagt er.
Til gamans set eg hér youtubeband af einu besta lagi ever made, að mínu áliti. Eg skal ekkert segja um hvort þetta sé live eða klippt einhvernveginn saman eins og tíðkast á internetöld, - en þetta er algjörlega magnað. Þeir voru svo miklar týpur líka eða karakterar með sterka sviðsframkomu. En þetta fór nú allt einhvernveginn skringilega í restina og er það heilmikil saga sem eigi verður farið útí hér:
https://www.youtube.com/watch?v=KZ97YHjN6pI
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.5.2015 kl. 20:27
Ómar Bjarki, takk fyrir þínar skemmtilegu og áhugaverðu vangaveltur. Ég er eldri en þú (fæddur 1956) og upplifði sjöunda áratuginn í rauntíma. Árið 1967 hefur verið skilgreint sem stökkbreytingarárið mikla. Þá kom út "Sgt. Peppers" með Bítlunum og fyrstu plötur The Doors, Pink Floyd, Janis Joplin og fjöldi annarra sem steig stórt skref frá einfalda 3ja hljóma popprokkinu. Skyndilega var allt að gerast. Allt svo öðruvísi en hið hefðbundna. Allskonar nýtt og spennandi í stórum skammti á einu bretti.
Jens Guð, 2.5.2015 kl. 21:08
Ég er illa haldinn af CCR heilkenninu. Sem betur fer er það ólæknandi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2015 kl. 22:08
Axel Jóhann, ég kannast við þetta. Fékk CCR-bakteríuna í rauntíma; keypti hverja nýja plötu með þeim um leið og hún kom út. Allar götur síðan hef ég verið snöggur að kaupa plötur John(s) Fogerty(s). Þegar ég plötusnúðast hef ég ætíð vel valin CCR-lög til taks. Þau smala liðinu út á gólfið og allir syngja með.
Jens Guð, 4.5.2015 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.