Áhorfendur plataðir upp úr skónum

  Það er sívinsæll og skemmtilegur samkvæmisleikur að plata áhorfendur.  Oft í því formi að frægar poppstjörnur fara í dulargervi og þykjast vera óþekktar.  Þetta er líka stundum gert til að poppstjarnan fái að vera í friði.  Bob Dylan dulbjó sig eitt sinn sem gamla konu og rölti langa leið um nótt til að skoða hús Bruce Springsteens að utan.  Lögreglukona á vakt sá til hans,  handjárnaði hann snarlega og færði niður á lögreglustöð.  Samt upplýsti Dylan konuna strax um það hver hann væri.

  Það vakti kátínu á lögreglustöðinni þegar í ljós kom að konan kannaðist ekki við nafnið Bob Dylan og því síður við hans raunverulega nafn,  Robert Zimmerman.  Hún hafði það sér til afsökunar að lesa aldrei nein blöð,  horfa einungis á bíórásir í sjónvarpi og hlusta aðeins á RnB músík.

  Michael Jackson dulbjó sig stundum.  Þá setti hann upp stóran skrautlegan konuhatt,  risastór skreytt sólgleraugu, rykgrímu yfir nef og munn og klæddist lúðrasveitargalla með gullhnöppum og utanáliggjandi herðapúðum með dúski.  Aðal trixið var síðan að klæðast hvítum hanska á báðum höndum - í stað þess að vera með hanska á annarri hendi þegar hann mátti þekkjast.

  Þrátt fyrir gott felugervi föttuðu alltaf allir strax hver var þar á ferð.  Verra var þegar hann dulbjó sig svona í Bretlandi.  Þá var sólarlaust dumbungsveður.  Sólgerlaugun birgðu honum sýn.  Hann gekk á vegg, hurð, ljósastaur og allskonar.  Ráðið var að skipta um dulargerfi.  Hann hermdi eftir klæðaburði Yoko Ono frá því í lok sjöunda áratugarins.  Þóttist vera Yoko.  Já, til að fá að vera í friði.  Fékk sér svartan klæðnað frá toppi til táar.  Hatt og allt.  Og gleraugu með glæru rúðugleri.  Allir þekktu hann undir eins.  Samt var erfitt að bera kennsl á hann í dulargervinu.  Bretar eru bara svo ótrúlegir mannþekkjarar.

 michael jackson í yoko dressi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þegar Stuðmenn túruðu í fyrsta skipti um Ísland földu þeir höfuð sitt innan í dýrahausum.  Það mátti enginn vita að þarna voru á ferð Jakob Magnússon úr Rifsberju,  strákarnir í Spilverki þjóðanna,  Preston Heyman (trommuleikari Tom Robinson Band) og einhverjir fleiri.

  Þetta svínvirkaði.  Enginn vissi hverjir Stuðmenn voru.

  Áratug síðar eða svo tóku Stuðmenn annan snúning á þessu.  Þá spiluðu tvífarar Stuðmanna á hljómleikum á Lækjartorgi.  Áhorfendur voru grunlausir uns hinir raunverulegu Stuðmenn ruddust upp á svið og hröktu tvífarana á brott.  

  Nokkru áður en Elvis Presley dó var sagt frá því í bandaríska vikublaðinu Weekly World News að hann hafi - undir dulnefni - tekið þátt í Presley eftirhermukeppni.  Með góðum árangri.  Hann náði 3ja sætinu og var alsæll.  Hann ku hafa endurtekið leikinn af og til eftir dauða sinn.    

  Út um allan heim er fjöldi manna sem telur sig vera Presley endurfæddan.  Eða launson hans. Eða tvíburabróðir hans sem dó í fæðingu.  Þeir herma nákvæmlega eftir Presley í söng, útliti og klæðnaði.  Það er enginn munur á þeim og Presley.  Eina vandamálið er að þeir eru farnir að hverfa til Valhallar eða Heljar hver á fætur öðrum.  Enda flestir fæddir mörgum árum á undan Presley.  

 


mbl.is U2 hélt tónleika í dulargervi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist náttúrlega að til Valhallar kemst enginn nema hann falli í orustu. Ekki einu sinni Egill Skallagrímsson komst til Valhallar vegna þes að hann var svo mikill kappi að hann lifði af öll sín vopnaviðskipti. Þetta hefur verið heiðvirðum mönnum áhyggjuefni frá örófi alda. Og ekki á hverju strái menn sem geta staðið fyrir Brávallabardaga sem háður var beinleiðis til að þeir gömlu féllu og kæmust í fjörið. Hvar heyja Kanverjar þennan nýmóðins Bravallabardaga sem gerir þeim kleift að komast til Valhallar?

Tobbi (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 20:59

2 identicon

" Leading os on to the land of Eternity, riding the cold cold winds of Valhalla ". Black Sabbath   -  " Singing and cryin: Valhalla, I'm coming ". Led Zeppelin.  

Stefán (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 12:14

3 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  takk fyrir ábendinguna.  

Jens Guð, 12.5.2015 kl. 20:11

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  útlendum rokkstjörnum er tíðrætt um Valhöll.

Jens Guð, 12.5.2015 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband