Þefaði uppi heimsmet

  Færni fólks á lyklaborð hefur aukist jafnt og þétt með tilkomu tölvu og internets.  Flestir eru orðnir leiknir og hraðhentir með það.  Flestir nota fingurna til að hamra á lyklaborðið.  Hálfþrítugum Indverja að nafni Mohammed Khursheed Hussain þykir það ekki vera nógu mikla áskorun.  Hann vélritar með nefinu á sér.  Það tekur hann 47.44 sek að slá inn 103 orð.  Það er heimsmet.  Gott þefskin piltsins hjálpar.  Hann þefar uppi stafina.  

Mohammed_Khursheed_Hussain


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þessi indverji nokkuð ritari forsætisráðherra Íslands ?  Svör eru nefninlega svo lengi að berast frá forsætisráðherra og svo þegar þau loks berast, þá er eins og þeim sé snýtt úr nösum. 

Stefán (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 08:26

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  djöflatertuát tefur svör.

Jens Guð, 12.5.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband