Frakkar stelpur

  Ég sat í rólegheitum í kyrrstæðum bíl og las Stundina.  Ég átti mér einskis ills von.  Skyndilega var bankað kröftuglega á bílrúðuna. Mér krossbrá.  Úti fyrir stóð unglingsstúlka.  Ég renndi bílrúðunni niður.  Hún heilsaði ekki né kynnti sig heldur bar umsvifalaust upp erindið:  "Viltu gefa mér 300 kall?"

  Ég:  "Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að gefa þér 300 kall?"

  Hún:  "Af því að mig langar í smávegis nammi í nammibarnum í 10-11."

  Þetta þótti mér vera sanngjörn og góð rök fyrir því að gefa henni 300 kall.  Svo heppilega vildi til að ég var með 300 kall í vasanum (reyndar aðeins meira.  En lét ekki á því bera).  Annars hefði ég þurft að fara í 10-11 - sem var þarna rétt hjá - og biðja kassastrákinn um að skipta fyrir mig seðli.  

  Þegar ég horfði ringlaður á eftir stelpunni storma hröðum skrefum í 10-11 mundi ég skyndilega eftir því að það var ekki nammidagur.  En það var of seint að bregðast við því. Hún slapp í nammið á virkum degi.  


mbl.is Vafðar inn í teppi á vespu um nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hún bað mig bara um 100 kall!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2015 kl. 21:21

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hún hefur fært sig assgoti bratt upp á skaftið.  

Jens Guð, 12.5.2015 kl. 22:27

3 identicon

Var þarna kanski um dulbúinn forsætisráðherra að ræða, mann sem langaði í súkkulaðiköku og vantaði klink.

Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 08:19

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hann fær ókeypis djöflatertu í mötuneyti Alþingis.  Og tekur hraustlega til matar síns.

Jens Guð, 14.5.2015 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband