Fárveikur sólbrúnkufíkill

sólbrúnka  Hin næstum þrítuga Tawny Willoughby er geggjuð.  Hún er fædd og uppalin í sólríku ríki, Alabama í Bandaríkjum Norður-Ameríku,  við hlið Florida.  Samt sem áður varði hún unglingsárum og fram á þrítugsaldur í ljósabekk.  Ekki á sólbaðsstofu heldur í foreldrahúsum. Flesta daga vikunnar steikti hún sig heilu og hálfu tímana í ljósabekknum ár eftir ár eftir ár.  Hún var fársjúkur fíkill með tanorexíu.  

  Rónar koma óorði á áfengi.  Tawny kemur óorði á sólböð.  

  Sólböð eru holl.  Mjög holl.  Ljósageislarnir framkalla D-vítamín á húðinni.  Það er lykill að upptöku á kalki.  Sólböð styrkja bein, tennur, húð og hár.  Vinna gegn beinþynningu.  Sólböð hafa öflugan lækningamátt varðandi húðvandamál á borð við exem, sporiasis og unglingabólur.  Sólböð sporna gegn allskonar krabbameinum (nema sortu).  Þau vinna gegn þunglyndi og depurð. Þannig mætti áfram telja.  

  Án sólarljóss væri lítið líf á jörðinni.  Þetta sést vel þegar sól hækkar á lofti á íslensku vori.  Ljósið kveikir líf.  Allt lifnar við.  Tré laufgast,  blóm springa út,  skordýr vakna úr dvala,  fuglar syngja og hefja hreiðurgerð,  kýrnar leika við hvurn sinn fingur og glaðværð færist yfir mannlífið.  Ljósið gleður.  Dægurlög léttast og kætast.  

  Í dýraríkinu hafa D-vítamínrík dýr mest aðdráttarafl.  Í mannheimum hafa sólbrúnir einstaklingar aðdráttarafl langt umfram föla og grámyglulega.  Náttúran leitar í heilsuhrausta sem sólin hefur kysst.

      


mbl.is „Svona lítur meðferð við húðkrabbameini út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og þú kemur góðu orði á bloggið!!

Sigurður I B Guðmundsson, 14.5.2015 kl. 10:43

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það!  tongue-out

Jens Guð, 14.5.2015 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.