25.5.2015 | 00:43
Hamborgari og danskar
Ég skrapp á veitingastað í dag. Á næsta borði sat ungur maður. Eftir nokkurn tíma kom afgreiðsludama með á diski handa honum hamborgara og nokkrar afskrældar - og sennilega soðnar - kartöflur. Maðurinn brást hinn versti við. Hann gargaði pirraður: "Hvað er eiginlega í gangi?"
Afgreiðsludaman: "Hvað áttu við? Er ekki allt í lagi?"
Maðurinn: "Allt í lagi? Ertu vönkuð?"
Daman: "Hvað er að?"
Maðurinn: "Hvaða rugl er með þessar kartöflur?"
Daman: "Þú pantaðir hamborgara og danskar. Þetta eru danskar kartöflur."
Maðurinn: "Ég pantaði hamborgara og franskar. Franskar en ekki einhverjar djöfulsins danskar kartöflur!"
Daman: "Ekkert mál. Mér heyrðist þú biðja um danskar. Ég skal sækja franskar."
Hún skottaðist eftir vænum skammti af frönskum kartöflum. Og hló mikið er hún lagði þær á borðið hjá manninum. Hún sagði: "Þetta er ekki falin myndavél en ég var samt að stríða þér."
Maðurinn tók gleði sína á ný og fór líka að hlæja. Ég fékk á tilfinninguna að þau þekktust og þarna hafi verið um kunningjahrekk að ræða.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Spil og leikir | Breytt 3.6.2016 kl. 18:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 8
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 1433
- Frá upphafi: 4119000
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1098
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Þessi saga, hjá þér, minnir mig á svipað atvik, sem ég lenti í sumarið 1977. Þá var ég háseti á bát, sem var á sumarloðnu. Við höfðum verið á veiðum út af "Horni2 og þurftum að fara inn á Ísafjörð, vegna brælu. Þegar við komum á Ísafjörð röltum við upp í bæ og meðal annars fór ég á stað þar, sem hét Hótel Mánakaffi. Þegar þar var komið pantaði ég hamborgara og franskar. Ég beið dágóða stund og loksins kom hnossgætið Á DISKINUM VAR VISSULEGA HAMBORGARI EN ÞAR VAR LÍKA EIN HLUSSUSTÓR SOÐIN KARTAFLA. Ég var nú svolítið hissa á þessu en hugsaði með mér að sennilega hefðu ekki verið til franska kartöflur og eftir á að hyggja var þetta bara nokkuð sniðug redding. Mörgum árum seinna kom ég á Ísafjörð og sagði þá samstarfsmanni mínum frá þessu. Sá varð ekki hissa og sagði hann að sá sem hefði rekið Mánakaffi á þessum tíma hefði gert margt furðulegt og væru til margar sögur af honum. Ég man ekki hvað þessi maður heitir en bloggvinkona okkar hún Ásthildur Cecil Þórðardóttir getur örugglega frætt okkur um það........
Jóhann Elíasson, 25.5.2015 kl. 05:18
Ég get frætt þig Jóhann, Benedikt heitir hann, alltaf kallaður Benni á Mánakaffi.
Jónas Ómar Snorrason, 25.5.2015 kl. 09:11
Þakka þér fyrir Jónas Ómar...
Jóhann Elíasson, 25.5.2015 kl. 12:43
Já Benni á Mánakaffi var skemmtilegur karakter. Einhverntímann fékk hann gefins risalúðu frá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og kostgangarar hans voru ekki beint í þakkar hugleiðingum til lúðugjafans, því næstu virkur var á boðstólum Lúða ala þetta og líða ala hitt. Hann átti líka til að leigja út herbergi þeirra sjómanna sem voru leigutakar hjá honum. Eitt sinn kom einn sjómaðurinn óvænt í land og uppgötvaði að í herberginu hans var einhver gestur fyrir á fleti. Benni lét sér ekki bregða og sagði bara að hann hefði svo sem skipt um rúmföt. Hann fór til Reykjavíkur til að kaupa sér spariföt, þá var verslun sem hét Andersen og Lout eða eitthvað þvílíkt. Hann sagði þeim að hann væri í tímahraki og spurði hvort hann mætti ekki bara fara í fötunum, því hann þyrfti að mæta í veislu og setja svo gömlu fötinn upp í og senda þau svo með póstkröfunni. Jú það var gert, og Benni labbaði út í nýju fötunum, en sagt var að póstkrafan hefði aldrei verið borguð En það eru svona menn sem raunar lífga upp á tilveruna. Held að hann sé farinn blessaður karlinn upp til himna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2015 kl. 23:02
Jóhann, takk fyrir skemmtilega sögu. Það var alltaf ævintýri að kíkja í Mánakaffi á Ísafirði. Því miður er staðurinn ekki lengur í umferð (var breytt í gistihús).
Jens Guð, 26.5.2015 kl. 21:49
Ásthildur Cesil, bestu þakkir fyrir frábæru sögurnar af Benna.
Jens Guð, 26.5.2015 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.