27.5.2015 | 21:42
Hryðjuverkasamtök undirbúa hlaup á Færeyjar
Bandarísku hryðjuverkasamtökin Sea Shepherd hafa boðað komu til Færeyja 14. júní næstkomandi. Opinberi tilgangurinn er að hindra hvalveiðar Færeyinga. Óopinberi tilgangurinn - í bland við opinbera tilganginn - er að safna peningum frá fræga ríka fólkinu, svo sem heimsfrægum kvikmyndastjörnum, poppstjörnum og fyrirsætum. Fólki sem hefur enga þekkingu á raunveruleika veiðimannaþjóðfélaga - en miklar ranghugmyndir.
Hryðjuverkasamtökin ætla að standa vaktina í Færeyjum fram í október.
Í fyrra mættu samtökin til Færeyja strax í júníbyrjun. Fátt bar til tíðinda allt sumarið. Engu að síður lugu SS því blákalt á heimasíðu sinni og víðar að samtökin hafi bjargað lífi á annað þúsund hvala í Færeyjum.
Dvöl SS-liða í Færeyjum í fyrra varð besta ferðamálakynning sem Færeyjar hafa fengið. 500 SS-liðar skrifuðu daglega statusa á Fésbók um daglegt líf sitt í Færeyjum, blogguðu dagbókarfærslur, tístu á Twitter o.s.frv. Þeir birtu ljósmyndir af fegurð eyjanna, sögðu frá elskulegri framkomu Færeyinga við gesti, sögðu frá færeyskum mat, list og fleiru.
Heimspressan mætti hvað eftir annað á blaðamannafundi SS í Færeyjum. Leikkonan Pamela Anderson mætti líka og hélt blaðamannafund. Einnig frægur leikari úr sjónvarpsþáttaröðinni Beverly Hills. Og einhverjir fleiri. Pamela kolféll fyrir færeyskum neðansjávarljósmyndum. Kátínu vakti meðal heimamanna er Pamela hélt fram þeirri dellu að fjölskyldan sé hornsteinn hvalasamfélagsins. Þegar hvalur sé drepinn þá séu hans nánustu harmi slegnir. Það megi jafnvel sjá tár á hvarmi fjarskyldra ættingja.
Heimsbyggðin vissi ekki af Færeyjum fyrr en í fyrra. Í áramótauppgjöri margra stærstu fjölmiðla heimspressunnar voru Færeyjar útnefndar sem staður til að heimsækja 2015. Það er ferðamannasprengja í Færeyjum. Eina vandamálið er að framboð á farseðlum með flugi eða Norrænu er ekki nægilegt. Sömuleiðis er skortur á gistirými. Færeyingar eru ekki búnir undir þennan nýtilkomna áhuga heimsbyggðarinnar á eyjunum fögru.
Danska drottningin kemur í opinbera heimsókn til Færeyja á sama tíma og SS. Líklega er það markaðsbragð hjá SS að mæta á sama tíma, vitandi að fjölmiðlar fylgja drottningunni hvert fótspor.
Einn af þeim sem hrifist hefur af mögnuðu landslagi Færeyja er kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg (þekktur fyrir m.a. "Jaws", "Jurassic Park", "Indiana Jones" og "Schindler´s List"). Hann ætlar að skjóta kvikmynd í Færeyjum í sumar. Myndin heitir "A big friendly giant". Það sér því hvergi fyrir enda á heimsfrægð Færeyja.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 9
- Sl. sólarhring: 89
- Sl. viku: 1434
- Frá upphafi: 4119001
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1099
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þrælgott lag með Þrándi og Liv...Mjög melódískt, vel spilað, góð upptaka og gott sound. - Færeyingarnir koma mér á óvart með gæðin. Sennilega af því að ég hef lítið sem ekkert hlustað á þá.
Már Elíson, 27.5.2015 kl. 22:56
Vonandi verda Faereyingar búnir ad fjarlaegja allt lauslegt og verdmaett ádur en thetta thjófahyski og uppskafningalýdur maetir á svaedid.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.5.2015 kl. 23:07
Nokkrir frægir stuðningsaðilar þessara illræmdu samtaka: Sir Paul McCartney, Sir Elton John, Sting, Bono, Greatful Dead, Red Hot Chili Peppers.
Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2015 kl. 12:33
Már, það er allt flott hjá Þrándi og Liv. Ég hef verið á hljómleikum hjá þeim. Það var góð skemmtun. Ég á líka plötuna með Liv. Það er meiriháttar góð plata.
Jens Guð, 28.5.2015 kl. 21:31
Halldór Egill, Færeyingar hafa verið að búa sig undir komu SS-liða. Ég blogga um það á morgun.
Jens Guð, 28.5.2015 kl. 21:32
Stefán, þessi auðmannahópur í dægurlagasenunni vill vel. En er ekki í tengslum við og hefur ekki skilning á lífskjörum veiðimannaþjóða.
Jens Guð, 28.5.2015 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.