Kvikmyndarumsögn

hrútar-1432651600hrutra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Hrútar

 - Handrit og leikstjórn:  Grímur Hákonarson

 - Helstu leikarar:  Sigurđur Sigurjónsson,  Theodór Júlíusson,  Guzzi (Gunnar Jónsson),  Charlotte Böving,  Jörundur Ragnarsson...

 - Einkunn: ****

  Áđur en kvikmyndin Hrútar var tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum vann hún til verđlauna í Cannes í Frakklandi.  Ţađ er helsta kvikmyndaráđstefna/hátíđ heims.  Fyrst var myndin valin úr hópi fjögur ţúsund kvikmynda og síđan verđlaunuđ.  Fyrsta og eina íslenska kvikmynd til ađ ná ţessum árangri.  Og ţađ verđskuldađ.  

 Vandamáliđ sem fylgir er ađ áhorfandi í íslensku kvikmyndahúsi býst viđ miklu. Ţegar á reynir fer myndin rólega af stađ.  Viđ kynnumst brćđrum,  einyrkjum,  á tvíbýli í sveit.  Ţeir hafa ekki talast viđ í fjóra áratugi.  Ţetta er alvanalegt í sveitum á Íslandi.  Ekki endilega alveg eins.  Í Skagafirđi ţekkti ég mćđgin sem bjuggu ein í sama húsi.  Sonurinn talađi ekki viđ mömmu sína í áratugi.               

  Í Hrútum fáum viđ ekki upplýst hvađ olli ţagnarbindindi brćđranna. Enda aukaatriđi.  

  Frá fyrstu mínútum myndarinnar er glćsileg myndataka áberandi.  Reyndar er allt glćsilegt en rembingslaust viđ myndina:  Tónlist notuđ á áhrifaríkan hátt (samin af Atla Örvarssyni);  íslenskt veđur á stórleik.  Blessunarlega er - aldrei ţessu vant - engin áhersla lögđ á fallegt íslenskt landslag.  Landslagiđ í myndinni er sviplítiđ og "venjulegt".  

  Er líđur á myndina taka viđ skondin atvik,  óvćnt framvinda og af og til spennandi senur.  Allt hjúpađ hlýju og samúđ međ persónum.  Mest hvílir á leik Sigga Sigurjóns.  Hann er frábćr í sínu hlutverki.  Trúverđugur,  brjóstumkennanlegur og ekta bóndi.  Hann kann öll réttu handbrögđin.  Ţađ leynir sér ekki ađ hann hefur veriđ í sveit og hefur bóndann í sér.  

  Fjárhópur og hundur leika vel og sannfćrandi.  Einkum hundurinn. 

  Kynningarklippan (treilerinn) skemmir smá fyrir ţví sem gćti veriđ óvćnt uppákoma er annar bróđurinn skýtur á rúđur hins.  Samt er nóg eftir sem gerir myndina áhrifaríka.  

  Orđiđ sem lýsir myndinni best er "magnađ".  Ţetta er mögnuđ mynd.  Ég mćli međ henni sem magnađri upplifun í bíósal.   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Sá ţessa mögnuđu mynd í dag. Frábćrt hvađ ţađ eru margar góđar íslenskar myndir í gangi núna.

Sigurđur I B Guđmundsson, 4.6.2015 kl. 22:25

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  síđustu ţrjár íslenskar myndir sem ég hef séđ eru allar dúndur góđar:  Fúsi,  Bakk og Hrútar.  

Jens Guđ, 5.6.2015 kl. 10:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband