Eivör verðlaunuð í Noregi

eivör verðlaunuð 

 

 

 

 

 

 

 

  Ein virtustu lista- og menningarverðlaun Noregs bera nafn sóknarprestsins Alfreðs Anderson-Rissts og frú Sólveigar.  Þessi merku verðlaun hafa verið veitt annað hvert ár frá 1959.  Sérstaða þeirra felst í því að þau eru veitt fyrir framúrskarandi vel heppnað samstarf Norðmanna, Íslendinga eða Færeyinga.  Oftast - og í lágmark annað hvert skipti - falla verðlaunin Norðmanni í skaut.  Úthlutun verðlaunanna vekja ætíð gríðarmikla athygli í Noregi.  Svo og umræðu. Þetta er forsíðuefni dagblaða og aðalfrétt ljósvakamiðla.

  2009 hlutu bókmenntafræðingarnir og rithöfundarnir Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson verðlaunin.  Fjórum áður komu þau í hlut söngvaskáldanna Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og Önnu Pálínu.  

  Nú í vikulok var færeyska álfadrottningin Eivör heiðruð við hátíðlega og fjölmenna athöfn með verðlaununum.  Ekki aðeins er um heiðurinn að ræða heldur fylgja verðlaununum 10 þúsund dollarar (1,3 milljónir ísl. krónur).  Það má kaupa margar pylsur með öllu fyrir þann pening. 

  Síðustu sex ár hefur Eivör verið í norsku hljómsveitinni Vamp.  Sú hljómsveit nýtur ofurvinsælda.  Plötur hennar eru þaulsætnar í 1. sæti norska vinsældalistans.  Hver stakur titill selst í hálfu öðru hundraði þúsunda eintaka.  Frá því að Eivör gekk til liðs við Vamp hefur hljómsveitin sent frá sér tvær plötur.  Vinsældir Vamp tóku gott stökk upp á við þegar Eivör slóst í hópinn. Á myndbandinu hér fyrir neðan má heyra viðbrögð norskra áhorfenda eftir hvern kafla lagsins sem Eivör syngur.  Í huga þeirra er Eivör stjarna hljómsveitarinnar.  Og auðvitað er hún það.

  Eivör hefur átt lög og plötur í 1. sæti á Íslandi,  Færeyjum,  Danmörku og Noregi.  Aftur og aftur.  Flest eintök hefur hún selt í Noregi.

  Um þetta og fleira má lesa í bókinni "Gata, Austurey, Færeyjar,  Eivör og færeysk tónlist".  Það held ég nú.  

bók eivör

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Búinn að lesa þessa frábæru bók og mæli með henni.

Sigurður I B Guðmundsson, 13.6.2015 kl. 09:43

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það.

Jens Guð, 13.6.2015 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband