Eivör verđlaunuđ í Noregi

eivör verđlaunuđ 

 

 

 

 

 

 

 

  Ein virtustu lista- og menningarverđlaun Noregs bera nafn sóknarprestsins Alfređs Anderson-Rissts og frú Sólveigar.  Ţessi merku verđlaun hafa veriđ veitt annađ hvert ár frá 1959.  Sérstađa ţeirra felst í ţví ađ ţau eru veitt fyrir framúrskarandi vel heppnađ samstarf Norđmanna, Íslendinga eđa Fćreyinga.  Oftast - og í lágmark annađ hvert skipti - falla verđlaunin Norđmanni í skaut.  Úthlutun verđlaunanna vekja ćtíđ gríđarmikla athygli í Noregi.  Svo og umrćđu. Ţetta er forsíđuefni dagblađa og ađalfrétt ljósvakamiđla.

  2009 hlutu bókmenntafrćđingarnir og rithöfundarnir Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson verđlaunin.  Fjórum áđur komu ţau í hlut söngvaskáldanna Ađalsteins Ásbergs Sigurđssonar og Önnu Pálínu.  

  Nú í vikulok var fćreyska álfadrottningin Eivör heiđruđ viđ hátíđlega og fjölmenna athöfn međ verđlaununum.  Ekki ađeins er um heiđurinn ađ rćđa heldur fylgja verđlaununum 10 ţúsund dollarar (1,3 milljónir ísl. krónur).  Ţađ má kaupa margar pylsur međ öllu fyrir ţann pening. 

  Síđustu sex ár hefur Eivör veriđ í norsku hljómsveitinni Vamp.  Sú hljómsveit nýtur ofurvinsćlda.  Plötur hennar eru ţaulsćtnar í 1. sćti norska vinsćldalistans.  Hver stakur titill selst í hálfu öđru hundrađi ţúsunda eintaka.  Frá ţví ađ Eivör gekk til liđs viđ Vamp hefur hljómsveitin sent frá sér tvćr plötur.  Vinsćldir Vamp tóku gott stökk upp á viđ ţegar Eivör slóst í hópinn. Á myndbandinu hér fyrir neđan má heyra viđbrögđ norskra áhorfenda eftir hvern kafla lagsins sem Eivör syngur.  Í huga ţeirra er Eivör stjarna hljómsveitarinnar.  Og auđvitađ er hún ţađ.

  Eivör hefur átt lög og plötur í 1. sćti á Íslandi,  Fćreyjum,  Danmörku og Noregi.  Aftur og aftur.  Flest eintök hefur hún selt í Noregi.

  Um ţetta og fleira má lesa í bókinni "Gata, Austurey, Fćreyjar,  Eivör og fćreysk tónlist".  Ţađ held ég nú.  

bók eivör

.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Búinn ađ lesa ţessa frábćru bók og mćli međ henni.

Sigurđur I B Guđmundsson, 13.6.2015 kl. 09:43

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 13.6.2015 kl. 17:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.