Hér færð þú nýsteikta kótelettu og meðlæti

kótelettur

  Um helgina fór fram á Selfossi hátíðin Kótelettan 2015. Þriggja daga hátíð helguð kótelettunni.  Hugmyndin er góð.  Framkvæmdin var líka hin besta í alla staði.  Skilst mér.  Kótelettuunnendur lögðu land undir fót frá öllum landshornum.  Sumir færðu til sumarfrí sitt og utanlandsferðir til að komast í kótelettubita.  Einn kunningi minn brosir allan hringinn eftir helgina.  Hann náði ókeypis munnbita af gómsætu lambakjöti og náði að auki að kaupa heila nýsteikta kótelettu á aðeins 500 kr.  Akstur hans til og frá Keflavík var þess virði.  "Veðrið var líka frábært," sagði hann.

  Fæstir vita að á góðum degi er mögulegt að komast í kótelettu á nokkrum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu.  Þar á meðal á þessum stöðum:

Kænan,  Hafnarfirði.  Verð 175cotelette0 kr.

Matstofan Höfðabakka.  Verð 1790 kr.

Pítan,  Skipholti.  Verð 2195 kr.

Múlakaffi  2250 kr.

Fljótt og gott á BSÍ  2890 kr.  

  Á öllum veitingastöðunum nema Pítunni eru kóteletturnar með raspi.  Ég held að það sé séríslensk útgáfa.  Að minnsta kosti hef ég ekki séð kótelettu í raspi í útlöndum.  kótelettur með raspi

  Á Pítunni eru kóteletturnar bornar fram með bakaðri kartöflu og fersku salati. Á hinum stöðunum fylgir þeim salatbar, soðnar kartöflur, súpa, brauð og kaffi.  Mjög lystugir fá ábót.

  Á Pítunni og Fljótt og gott eru kótelettur í boði alla daga.  Á hinum stöðunum er það tilfallandi.  Hægt er að fylgjast með því á heimsíðum þeirra og Fésbókarsíðum.

  Á BSÍ eru kaldar kótelettur afgreiddar í bílalúgu allan sólarhringinn.  Verðið er 2250 kr.

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband