Hulunni svipt af "VERUM NÆS"

  Nýverið ýtti Rauði krossinn úr vör verkefninu "VERUM NÆS".  Verkefnið mun standa yfir í tvö ár.  Því hefur þegar verið vel tekið og fagnandi af Íslendingum á öllum aldri.  Eina vandamálið er að fólk veit ekki hvernig það getur verið NÆS.  Það veit ekki einu sinni hver NÆS er.  

  Næs er færeysk tónlistarkona.  Mjög góður lagahöfundur,  söngkona og túlkandi.  Hún spilar líka á gítar.  Hér er myndband með henni.  Þar flytur hún frumsamið lag við ljóð afa síns.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott kona og flottur söngur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2015 kl. 20:13

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  hún Næs er stórkostleg tónlistarkona.  Með annan fótinn í gamalli þjóðlegri færeyskri tónlist.  Hinn fótinn í nútímanum.  Ég hef sætt lagi að mæta á hljómleika með henni.  Hún er frábær "performer" og kann að skapa magnaða stemmningu með því að spjalla á milli laga.

  Í Færeyjum er ættarnafnið Næs þekkt og sem slíkt vekur það ekki athygli.  En hérlendis hljómar það vel.  Um daginn var Næs að spila á Spáni.  Þar vakti mikla athygli þegar hún var alltaf kölluð Miss Næs.   

Jens Guð, 18.6.2015 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.