Dýraníð í Kína og á Íslandi

  Kínverjar beita hunda hrottalegu ofbeldi á árlegri hundaátshátíð í borginni Ylin. Þeir eru fláðir lifandi og steiktir lifandi.  Þetta á reyndar ekki aðeins við um hunda.  Á þútúpunni má finna mörg myndbönd af Kínverjum að flá lifandi loðdýr.  Þar fyrir utan: Vestrænir ferðamenn fjölmenna á hundaátshátíðina.  Þeir ljósmynda dýraníðið í bak of fyrir,  taka af því myndbönd og skemmta sér vel.  Á þann hátt espa þeir heimamenn upp í að ganga sem lengst í dýraníðinu gestunum til mikillar gleði.

  Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um dýraníð.  Hérlendis hefur tíðkast til áratuga að gelda gelti.  Þeir eru hvorki deyfðir né svæfðir.  Enda rýta þeir eins og stunginn grís af sársauka.  Í leiðinni er rófan skorin af þeim. 

  Margoft hafa farið í umferð á netinu myndbönd af Íslendingum beita hross ofbeldi.  Athæfið hefur verið klagað og kært.  Ég minnist þess ekki að neinn hafi fengið dóm fyrir.  Í mesta lagi hefur verið tekið af ofbeldismanninum loforð um að draga verulega úr ofbeldinu.

  Á sumrin stundar margur Íslendingurinn það sport að krækja öngli í fisk.  Aðal skemmtunin við það er að láta fiskinn engjast sundur og saman í örvæntingarfullri baráttu við að sleppa.  Þegar hann er orðinn örmagna þá er hann dreginn í land,  öngullinn rifinn úr honum og skepnunni hent stórslasaðri aftur út í ána.  Svo er hún veidd aftur og aftur uns hún er orðin viti sínu fjær af hremmingunum og nær aldrei að vinna sig út úr angistinni. 

  Átölulaust fær fólk að innrækta hunda til að selja fyrir háar fjárupphæðir.  Dýrin eru fárveik og sárkvalin af verkjum vegna innræktarinnar.

  Þá bregða margir Íslendingar landi undir fót;  ferðast til Spánar og Portúgals.  Þar borga þeir beinharðan gjaldeyri fyrir að horfa á heimamenn murka lífið úr nautum.  Það tekur heilu og hálfu tímana að stinga nautið nógu oft í bakið til að það drepist.  Eini tilgangurinn með nautaati er skemmtanagildið.

  Sama má segja um hanaat sem margir Íslendingar sækja í Mexíkó, Bandaríkjunum og víðar.  Íslendingar eru dýraníðingar.  Þeir skemmta sér sjaldan betur en við að horfa á dýr kveljast.

  

  


mbl.is „Viðbjóðsleg meðferð á hundum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og hvað með verkfall dýralækna?

Jóhann Elíasson, 21.6.2015 kl. 18:02

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  var ekki sett bann á verkfall dýralækna?

Jens Guð, 21.6.2015 kl. 20:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þótt það hafi verið sett lög á verkfall dýralækna (loksins eftir 10 vikur), þá hafði það VERULEG áhrif á velferð dýra.......

Jóhann Elíasson, 22.6.2015 kl. 07:26

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sammála þér Jens.

Formaður Hundaræktarfelags félags Íslands, gæti líka leitt hugan að kvölum humarsins í forréttinum, þegar hann er soðinn lifandi, eða þá fallega heimalinngsins frá því í sumar, þegar hún gæðir sér á gómsætu lambsauga á næsta þorrablóti.

P.S.

Það er nær því ómögulegt að nálgast hundakjöt í Kína núorðið, hversu mikið sem maður kann annars að meta það.

Jónatan Karlsson, 22.6.2015 kl. 13:25

5 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  það má ekki undir neinum kringumstæðum valda dýrum sársauka eða öðrum verulegum óþægindum.  Í verkfalli verður á einhvern hátt að tryggja velferð dýra.  Þau mega ekki líða fyrir verkfall.  

Jens Guð, 22.6.2015 kl. 21:27

6 Smámynd: Jens Guð

Jónatan,  það er hræðilegt að humar sé soðinn lifandi.  Er það gert hérlendis?

Jens Guð, 22.6.2015 kl. 21:29

7 identicon

Þetta hundaát er hörmulegt.

En varðandi fláningu lifandi dýra....

Ég kannast við aðeins eitt myndband þar sem verið var að flá "hund" lifandi í Kína, í loðdýravinnslu. Ekki það að það geri glæpinn síðri, um er að ræða aðra dýragetund en hunda (racoon dog), en skylda hundum rétt eins of refir eru.

Önnur myndbönd í svipuðum dúr hafa reynst fölsuð.

Best að taka það frama a það geta komið kippir talsvert eftir að dýr hafi verið deytt.

Gefið var í skyn að skinnið yrði betra ef dýrið værið flegið lifandi. Það er tóm della. Eða að kjötið yrði betra. Líka tóm della.

Við nánari athugun kom í ljós að kvikmyndatökumenninir, sem voru á vegum svissneskra "dýraverndarsamtaka" ( Swiss animal protection) ásamt/og eða PETA mútuðu og lögðu hart að mönnunum við að framkvæma glæpinn.

Allt til til að valda áhorfendum tilfinningalegu áfalli, svo þeir láti peninga rakna í samtökin.

Enn heimurinn gleypti við þessu.

Kínverjar hafa ýmislegt á samviskunni, en það er óþarfi að ljúga upp á þá óhæfu sem þessari. Það er fæst fólk haldið kvalalosta, eða kvelur dýr lifandi að gamni sínu, hvorki á Íslandi eða í Langburtistan.

http://www.thetelegraphandargus.co.uk/news/10725315.Row_as_animal_circus_arrives_at_Queensbury/?action=complain&cid=12078220

Svo má minna á að það var íslendingur sem kom upp um grænfriðunga sem fengu fulla ástrala til að skera rófuna af kengúru, lifandi.

https://www.youtube.com/watch?v=M_sPJe3hw7M

Hér eru fleiri glæpir:

http://www.furcommission.com/credibility-of-chinese-dog-fur-story-questioned-3/

Lygin, aðeins öðru vísið orðuð, er enn á síðu PETA, þrátt fyrir að hafa tapað fyrir dómi í þessu máli (m.a. "racketeering" sem er í og með tilgangurinn hjá sumum samtökum.

Því miður gjalda góð og gild samtök fyrir dýra og náttúruvernd fyrir starfssemi ósiðlegra samtaka sem þessara.

Ég hef enga hagsmuna að gæta, en á leðurskó, hanska og leðurjakka.Allt úr nautsleðri. Engan loðfeld.

Lifið heil.

Ragnar (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 17:10

8 Smámynd: Jens Guð

Ragnar,  allra bestu þakkir fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 25.6.2015 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband