26.6.2015 | 21:55
Aldrei flugvöllur í Hvassahrauni
Á árum áður kvörtuðu ferðamenn hástöfum undan gríðarlegu og stöðugu hvassviðri í hrauninu á milli Voga á Vatnsleysuströnd og Hafnarfjarðar. Alla tíð síðan hefur hraunið gengið undir nafninu Hvassahraun. Það er í dag formlegt heiti hraunsins.
Nú ber svo til að rokrassgatið í hrauninu hefur ratað í fréttir dagsins. Svokallaður stýrihópur, einnig kallaður Rögnunefnd, ber ábyrgð á því. Í stýrihópnum er enginn flugmaður. Enginn flugkennari. Enginn læknir af bráðamóttöku. Enginn fulltrúi landsbyggðarinnar. Enginn notandi innanlandsflugs. Enginn rokkari.
Hópurinn telur nokkra ágæta andstæðinga Reykjavíkurflugvallar. Ljúfa embættismenn sem aldrei eiga erindi með flugvél út fyrir 101 Reykjavík. En troðast fremstir í flokki þegar utanlandsferðir eru í boði. Þeim fylgja feitir dagpeningar í útlöndum.
Rögnunefnd amatöranna hefur boðað að vænlegasti kostur sé að flytja Reykjavíkurflugvöll til Hvassahrauns. Rökin eru rýr, illa útfærð og eiginlega út í hött.
Inn í dæmið vantar að Reykvíkingar hafa ekkert með Hvassahraun að gera. Það er bratt að ráðstafa Reykjavíkurflugvelli til niðursetningar í önnur sveitarfélög að þeim forspurðum. Íbúar og ráðamenn í Vogum á Vatnsleysuströnd eru ekkert á þeim buxum að leggja hraunið undir flugvöll fyrir Reykvíkinga. Þeir vilja frekar fá álver. Það hefur ólyginn Vogabúi sagt mér.
Þar fyrir utan: Allur kostnaður við flutning Reykjavíkurflugvallar til Hvassahrauns er vanreifaður. Flutningurinn myndi kosta gríðarleg útgjöld við gatnamál til og frá Reykjavík. Innanlandsflug myndi að mestu leggjast af. Það færi allt í klessu. Reynsla er af beinu flugi á milli Keflavíkur og Akureyrar. Þegar sú staða er uppi kjósa flestir fremur að keyra á milli. Með tilheyrandi sliti og álagi á þjóðvegi. Allt eftir því. Sem skiptir svo sem engu máli. Það verður aldrei lagður flugvöllur í Hvassahrauni. Hvað kostaði Röggunefndin? Af hverju er himinninn blár?
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Ferðalög, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Breytt 27.6.2015 kl. 14:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 22
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 1447
- Frá upphafi: 4119014
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1108
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Góður
Þórður Bogason (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 22:38
Góður ætli skattgreiðendur hafi ekki rétt a að fá að vita hvað Röggunefndin fékk borgað ,hvar væri hægt að fá upplýsingar um það
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 00:41
Sæll minn kæri.
Góður og sannur pistill frá mínu sjónarhorni. Mér finnst oftast gaman að lesa um landsins (ó)gögn og nauðsynjar séð í gegn um þinn kíki.
Mér líkar hinsvegar afspyrnu illa myndbandið sem þú hengdir við bloggið að þessu sinni, í hinu stóra samhengi þá var þetta algerlega út úr kú. En sú skoðun er mitt mál.
Ég bíð spenntur eftir næstu skrifum, oft hafa þau bjargað deginum og kreist fram hlátur
Kveðja góð heim á Klaka sunnan úr álfum
Hörður Þ. Karlsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 06:31
Þórður, takk fyrir það.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 09:06
Helgi, við hljótum að eiga rétt á þessum upplýsingum. Einhver kjörinn borgarfulltrúi eða þingmaður hlýtur að ganga eftir þeim.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 09:09
Hörður, takk fyrir hlý orð. Valið á myndbandinu var vanhugsað. Ég valdi stysta flugvallarmyndbandið sem ég fann. Ég ætla að tékka á því hvort að ég finn annað og skemmtilegra stutt flugvallarmyndband.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 09:12
Svo gleymdist alveg að hafa álfa sem búa í Hvassahrauni í nefndinni. En Ragnhildur Jónsdóttir sjáandi segir þá (álfana) mjög óhressa með þessa Rögnunefnd.
Sigurður I B Guðmundsson, 27.6.2015 kl. 09:17
Sigurður I B, góður punktur.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 11:21
Sigurður, það voru álfar í nefndinni.
Jósef Smári Ásmundsson, 27.6.2015 kl. 11:28
Tek undir varðandi ósk um að setja annað myndband inn. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Auk þess sýnist mér myndbandið vera spegilvent. Ég reikna nú reyndar með því að heitið Hvassahraun sé til komið vegna þess hve óslétt og úfið það er, en það breytir ekki niðurstöðum aðflugsmælinganna fyrir 50 árum.
"Flugkvikumælingar" niðri við jörð koma aldrei í stað raunveruleikans.
Ómar Ragnarsson, 27.6.2015 kl. 12:43
Tek undir, nafnið vísar eflaust til þess hve hvasst hraunið er...skarpir steinar.
Hafliði Vilhelmsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 13:07
Jósef, allir?
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 17:12
Ómar, ég brá við skjótt og skipti út myndbandinu. Takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 17:12
Hafliði, þetta hefur allt lagst á eitt með nafnið.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 17:13
Það hlaut að vera að eintómir 101 hafi verið í nefndinni, og enginn fagmaður. Það er ótrúlegt að eyða fjármunum ríkisins í svona vitleysu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2015 kl. 19:14
Ásthildur Cesil, þetta var og er allt sviðssetning. Tilgangur leikritsins var að halda Reykjavíkurflugvelli úr umræðunni í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þegar hann bar á góma var þægilegt að segja: "Bíðum eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar."
Það er vandséð hvaða þekkingu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur á flugvöllum. Hún var að vísu dugleg við að fljúga - á kostnað íslenskra skattgreiðenda - til og frá Kína með fríðu föruneyti og eiginmanni er hún gegndi embætti menntamálaráðherra (til þess eins að horfa á boltaleiki). Ég efast um að hún hafi flogið út á land í gegnum Reykljavíkurflugvöll. Fremur en Dagur B. Eggertsson, sem er annar nefndarmanna. Maður þekktur af ákafa fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur skuli brott úr Vatnsmýri.
Jens Guð, 27.6.2015 kl. 20:07
Veistu að þetta er ótrúlegt alveg. Þvílík skömm af þessu lýðræðiselskandi fólki, segi nú ekki meir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2015 kl. 20:16
"Skrítið" hvað vandamál poppa upp, vandamál sem fyrir löngu átti að leysa.
Þessi eilífu skyndikynni við framtíðana.
Skyndiausnir sem reynast svo oftast sem smáskammtalækningar inn í framtíðina, með stórauknum kostnaði fyrir almenning.
Þarf fimm háskólagráður til að skilja að flugsamgöngur eru óhagkvæmar á íslandi og þar af leiðandi ansi kostnaðarsamar fyrir neytendur?
Að tillögur um að reykjavíkurflugvöllur verði órjúfanlegur hluti höfuðborgarsvæðisins um ókomna framtíð hafi snefil af einhverri raunverulegri skynsemi og framtíðarsýn?
Leggjum grunn að lestarkerfi yfir fyrirhugaðann Kjalveg til að byrja með, hljóðláta rafmagnslest drifin áfram með þeirri grænni orku sem við búum við og að lokum lestarkerfi til austurs og vesturs, sem sameinar landið allt á jafnréttisgrundvelli.
Með því getum við losað okkur við Byggðastofnun, losnað við óheyrilegan kostnað í viðhald vega sem ekki eru lagðir fyrir þungaflutninga.
Og hvaða útlendingur væri ekki til í lestarferð yfir hálendið?
Látum af skyndikynnum við framtíðina.
Heimtum framtíðarlausnir, þótt þær taki tíma.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 21:25
það er ometanlegt að Ómar Ragnarsson skuli taka þátt i umræðunni maður sem hefur mikla reynslu og man tímanna tvenna.sjáið bara hvernig háskola fólkið klúðraði ferjumalum til vestmannaeyja,svipað dæmi gæti auðveldlega komið upp i Hvassahrauni ef það væru ekki menn eins og Ómar
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 22:51
Flugvöllur í miðbæ Reykjavíkur er fyrir möppudýr og fyllibyttur, enda þeir einu sem nota þann flugvöll. Möppudýr á leiðinni á fund úti á landi og fyllibyttur á leið í miðbæjinn til að detta íða. Hafandi búið á þessu sv´ði í 50 ár þá hef ég aldrei átt erindi til Reykjavíkur nema til að detta íða. Nú þegar ég er hættur að fara í miðbæinn til að detta íða þá á ég ekkert erindi í miðbæinn. Ágætt væri ef fylgjendur flugvallar á Austurvelli teldu upp þau tilvik sem þeir og þær hafa átt við Reykjavíkurveldið síðustu 6 mánuðina, skýrt og skilmerkilega, ásamt upplýsingum um hvers vegna ekki var hægt að leysa málin í gegnum netið eða með einföldu símtali. Ef mönnum og konum dettur ekkert í hug geta þau þessvegna haft tímimiðviðið 6 ár.
Sannleikurinn er sá að það fara u.þ.b. 300.000 manns um þennan flugvöll á hverju ári, og fer fækkandi með hverju árinu sem líður. Það gerir eina ferð á hvern íslending á ári. Til viðmiðunar fara um 20.000 bílar um Reykjanesbraut á hverjum degi. Ef allur þessi gífurlegi fjöldi sem fer um Reykjavíkurflugvöll flygi frekar til Keflavíkur á leið sinni til Reykjavíkur þýddi það 5% aukningu á umferð um Reykjanesbraut, semsagt dropi í hafið og skipti nákvæmlega engu fjandans máli.
Varðandi sjúkraflugið þá má geta þess að það er bara ein flugvél á landinu sem ætluð er til sjúkraflugs, og hún er staðsett á Akureyri. Semsagt allir aðrir, þ.m.t. ísfirðingar, siglfirðingar, hornfirðingar, norðfirðingar, eyjapeyjar og eyjapæjur hafa ekkert gagn af þessari einu sjúkraflugvél. Kjaftæði um að hver mínúta í sjúkraflutningum skeri úr um líf eða dauða er því nákvæmlega ekkert annað en það, algjört rakið kjaftæði. Flytjum landhelgisgæsluna til Keflavíkur, innanlandsflug til Keflavíkur og öll landsbyggðin verður í 10 mínútna þyrluflugfæri við fullkominn flugvöll í Keflavík sem annar öllu innanlandsflugi ásamt öllu alþjóðaflugi landsins. Ef þessi 40 mínútna akstur frá Keflavík á Cafe Paris við Austurvöll verður til þess að einhverjar barflugur ákveða frekar að sitja að sumbli í heimabyggð, so bí it, hverjum er ekki fökking sama? Gleymum því ekki í umræðunni að flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eyða u.þ.b. 40 mínútum á dag í að skrölta til og frá vinnu, 5 daga vikunnar, 200 daga á ári. Hvað er með þetta landsbyggðarlið, getur það ekki látið sig hafa 40 mínútna akstur frá Keflavíkur til Reykjavíkur þetta eina skipti á ári sem það fer til Reykjavíkur, þó það eigi ekkert brýnt erindi þangað?
Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 01:29
Ásthildur Cesil, þetta er dáldið skrítið.
Jens Guð, 28.6.2015 kl. 11:45
Leibbi, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 28.6.2015 kl. 11:46
Helgi, látum ferjumál Vewstmannaeyinga verða okkur víti til varnaðar.
Jens Guð, 28.6.2015 kl. 11:47
Bjarni, er ekki dálítið bratt að stimpla handhafa 320.000 flugmiða hvers árs sem möppudýr og fyllibyttur? Hvað með þann fjölmenna hóp fólks á öllum aldri sem sækir læknisþjónustu af ýmsu tagi til Reykjavíkur? Eða námsmenn sem flykkjast í framhaldsskólana á höfuðborgarsvæðinu? Eða sunnlenska tónlistarunnendur sem sækja í þúsundatali "Aldrei fór ég suður" á Ísafirði, "Eistnaflug" á Norðfirði, "Bræðsluna" á Borgarfirði eystri, "Gæruna" á Sauðárkróki, "Hammond-hátíðina" á Djúpavogi, "Djasshátíðina" á Egilsstöðum...?
Jens Guð, 28.6.2015 kl. 11:56
Ég er enn að bíða eftir því að einhver upplýsi mig um hvaða brýna erindi landsbyggðarfólk á til Reykjavíkur sem ekki er hægt að afgreiða í gegnum netið eða í síma. Sjálfur á ég aldrei neitt erindi til Reykjavíkur þó svo ég búi á staðnum þannig að ég er afskaplega forvitinn um þessa furðulegu þörf landsbyggðarfólks.
Þá er gott að fram komi að ekki er flogið til norfjarðar, djúpavogs, sauðárkróks o.s.frv. Það hefur hingað til ekki verið krafa uppi um að byggja flugvöll á síldarplaninu á norfirði með daglegu flugi til og frá helstu þéttbýlisstöðum heimsins. Ef ég ætla á "Eistnaflug" þá bara fer ég á "Eistnaflug" og geri enga kröfu um að heimurinn snúist um þá ákvörðun mína. Þarf eitthvað að ræða það frekar?
Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 17:32
Flugkvikumælingar niður við jörð gefa allt aðra niðurstöðu en 10-30 metrum fyrir ofan. Það getur verið stillt veður við jörðu en vindur nokkrum metrum ofar.
Bessastaðanesið væri best, ef endilega þarf að færa völlinn úr Vatnsmýrinni. Völlurinn yrði þá miðsvæðis, öryggissvæðið stærra og skítt með mófuglana sem verpa þarna núna, þeir geta fært sig.
Svo hefur gleymst eitt í umræðunni um að breyta vatnsmýrarsvæðinu í íbúðabyggð, það er að vatnsverndarsvæði Reykjavíkurtjarnar þornar upp og fuglalífið þar hverfur.
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 17:49
Bjarni, að flytja innanlandsflug til keflavíkur er versta hugmynd sem komið hefur fram í öllu þessu máli, það er rosalega óspennandi tilhugsun að eyða auka 40 mínutum í að fara út á flugvöll með tilheyrandi kostnaði við bílastæði þarna útfrá, einnig er rosalega óspennandi tilhugsun við það að eyða þurfa mæta miklu fyrr þar sem allt tekur töluvert lengri tíma á þessum blessaða flugvelli.
Þessi hugmynd að færa innanlandsflug til keflavíkur myndi steindrepa það þar sem tímalega séð þá mynd það ekki borgar sig lengur að fljúga á flesta staði á landinu, það tekur jafnlangann tíma að keyra og kostar 20% af kostnaðinum....
Þú vonandi gerir þér grein fyrir því að landsbyggðin er ekki sú eina sem nýtir sér þetta blessaða innanlands flug..
Halldór (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 19:08
Jú mikið rétt, það er ekkert sérlega spennandi að eyða 40 mínútum í ferðalag milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Það er heldur ekkert spennandi að eyða 20-30 mínútum til að komast í vinnuna á hverjum degi, og annaðeins að komast heim, á hverjum degi. Það þarf ég að gera á morgun, þriðjudaginn, miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn. Fimm daga vikunnar, allar vikur ársins. Hvert er þitt vandamál með þessar skitnu 40 mínútur, og hversu oft er það á hverjum degi?
Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 19:31
Bjarni (#25), 84. ára gömul móðir mín á Akureyri þurfti að fara í augnaðgerð sem aðeins er framkvæmd í Reykjavík. Bara svo dæmi sé tekið af erindi landsbyggðarfólks til Reykjavíkur sem ekki er hægt að afgreiða í gengum netið eða síma. Á meðan ég átti heima í Skagafirði þurfti ég að sækja skóla á Laugarvatni og síðar Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Það gat ég ekki afgreitt í gegnum síma (netið var ekki komið til sögunnar). Á þeim árum var flogið til og frá Sauðárkróki. Um það leyti stóð til að flugvöllurinn á Sauðárkróki yrði vara-alþjóðaflugvöllur. Ég veit ekki hvernig skagfirska efnahagssvæðið klúðraði því.
Á þessum árum var einnig flogið til Neskaupsstaðar. Í dag er flogið til Egilsstað og flugrúta tekin til Norðfjarðar. Til að komast á Hammond-hátíðina á Djúpavogi er flogið til Hafnar.
Jens Guð, 28.6.2015 kl. 19:57
Jóhannes, takk fyrir þínar áhugaverðu vangaveltur.
Jens Guð, 28.6.2015 kl. 19:58
Það eru eigilega bara sundfuglar (gæsir, endur, álftir) sem nota flugvöllinn í miðbænum (Tjörnina) og Austurvöllur oftast morandi í furðufuglum; engar flugvélar á þessum stöðum.
ls (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 04:56
Ég get nú tekið undir flest það sem Bjarni skrifar. Í Kastrup er millilanda- og innanlandsflug á sama stað, öllum þykir það fint. Innritun er núna einnig sameiginleg, vopnaleit osfrv., sem þýðir að stórt hlutfall þeirra sem nota innanlandsflugið í Danmörku, þ.e.a.s. þeir sem eru að fljúga áfram til útlanda, þurfa sem minnst fyrir málum að hafa.
Innanlandsflug á Íslandi er rekið með stórkostlegu og vaxandi tapi. Farþegum fer fækkandi ár frá ári á sama tíma og fjöldi ferðamanna hefur margfaldast. Engin sérstök úttekt hefur átt sér stað á því hvernig þessi 300.000 flugmiðar um Reykjavíkurflugvöll skiptist hlutfallslega en mér dettur í hug að eftirfarandi hópar geti verið þeir helstu:
1) Landsbyggðarfólk á leið til útlanda. Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll væri talsvert þægilegra og mikill tímasparnaður.
2) Norðlendingar og Austfirðingar sem þurfa að sækja læknisþjónustu í Reykjavík. Þau örfáu skipti sem einstklingur þarf á því að halda þá skipta 40 mínúturnar hans Bjarna akkúrat engu máli til eða frá.
3) Embættismenn sem þurfa starfs síns vegna að fljúga út á land eða til Reykjavíkur. Þessir einstaklingar fara sjálfsagt margar ferðir á ári hvor, auka 40 mínútur í hvort skipti væri auðvitað vesen - en á móti komast þeir í fríhöfnina (ef Kastrup módelið yrði notað).
4) Erlendir ferðamenn sem nota innanlandsflugið nánast ekkert í dag. Þessi hópur myndi sjálfsagt stækka verulega, og um leið væri kominn grundvöllur fyrir betri rekstrarafkomu innanlandsflugs og flugferðum og áætlanastöðum fjölgað, öllum til hagsbóta.
5) Sjúkraflug. Í lang flestum tilfellum breyta 40 mínútur til eða frá engu máli. En auðvitað mætti draga úr þörfinni á sjúkraflugi með því að efla sjúkrahúsin úti á landi, landsbyggðinni allri til hagsbóta. Öflugt sjúkrahús í Keflavík gæti einnig verið kostur. Loks nýr landsspítali við Vífilsstaði.
Mér er fyrirmunað að sjá annað en að kostirnir við að flytja innanlandsflug til Keflavíkur séu talsvert fleiri en að halda því í Vatnsmýrinni. Ef flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri þyrfti að fara út í talsvert dýrar framkvæmdir (alla vega samkvæmt Rögnuskýrslu, enda núverandi aðstaða langt í frá í samræmi við nútímakröfur), en til lengri tíma litið myndi innanlandsflug sjálfsagt hvort eð er lognast út af með bættum vegasamgöngum og versnandi flugvöllum um allt land.
Brynjólfur Þorvarðsson, 29.6.2015 kl. 10:33
Það verður svo sem ágætt þegar búið er að flytja flugvöllinn til Keflavíkur, búið að byggja rándýr háhýsi og einbýli í Vatnsmýrinni, þurrka upp tjörnina og höfuðborginn með allri sinni þjónustu farinn austur til Keflavíkur. Þá eigum við dreyfbýlistútturnar ekkert erindi í Reykjavík, og ferðamennirnir myndu skoða suðurnesin og fara síðan beint út á land. Ef þið haldið að Reykjavík sé höfuðborg af Því bara eruð þið á rangri leið, hún er höfuðborg meðal annars vegna flugvallarins í Vatnsmýrinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2015 kl. 12:04
Ásthildur, er ekki Reykjavík höfuðborg af því að þar búa flestir, þar er nánast öll stjórnsýsla og æðri menntun í landinu, megnið af menningu og listum, Alþingi osfrv. Einn flugvöllur til eða frá breytir engu þar um.
En getur verið að þetta flugvallarmál snúist um "landsbyggðin vs. Reykjavík"? Engin haldbær rök, aðeins hin hefðbundna íslenska andúð á þeim sem búa á "mölinni"? Ég hef alla vega ekki séð nein raunveruleg rök fyrir því að hafa flugvöllinn þarna áfram.
Og það er auðvitað fjarstæðukennt að halda því fram að Tjörnin hverfi þótt þarna sé byggt. Fyrir það fyrsta efast ég um að flugvöllurinn sé allur á vatnasviði hennar, og í öðru lagi þá er flugvöllurinn sjálfur ekki minni ígrip í vatnsbúskap en hugsanleg byggð. Frekar að hægt væri að auka vatnsmagn í tjörnina með góðu skipulagi, jafnvel fjölga þarna tjörnum.
Sem fyrrum Reykvíkingi finnst mér einnig skipta miklu máli að fá þarna mannvænt umhverfi. Flugvöllurinn er ótrúlegt umhverfislýti og snyrtileg íbúðabyggð væri miklu skárri en þetta ferlíki.
Brynjólfur Þorvarðsson, 29.6.2015 kl. 13:18
Af hverju heldur þú að Reykjavík sé fjölmennasta sveitarfélagið Brynjólfur? Af landsgæðum eða ódýru húsnæði? Nei vegna nálægðar við flugvöllinn. Og Hvað varðar tjörnina, þá hafa menn sem vit hafa á sagt að þegar vatnsmýrin er þurrkuð upp muni tjörnin hverfa, ég held að ég trúi þeim frekar en þér, eða hvaðan heldur þú að tjörnin fái vatnið sitt?
Þið þurfið bara að horfast í augu við staðreyndir og það er að um leið og innanlandsflugið flytur frá Reykjavík, mun kjarninn byggjast upp kring um flugvöllinn þar sem hann verður og þá er best að hann sé í Keflavík sem mun spara okkur túttunum þennan spöl frá Reykjavík. Og þar með er hnignun Reykjavíkur undirrituð og staðfest.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2015 kl. 16:38
Það er ekkert náttúrulögmál að sami bær beri ávallt þann titil að vera höfuðborg og fráleitt algilt að stærsta þorpið fái þann heiðurssess yfir höfuð. Held jafnframt að það sé þroskamerki að skipta á c.a. 100 ára fresti út höfuðborgum.
Í beinu framhalsi legg ég til eftirfarandi:
1. Leggja niður Reykjavíkurflugvöll.
2. Taka höfuðborgartitilinn af Reykjavík og flytja til Egilsstaða
3. Færa alla stjórnsýslu og helstu menntastofnanir með til Egilsstaða, sem nú eru heimilisfastar í Reykjavík
4. Byggja hátæknisjúkrahús á Egilsstöðum í nágrenni flugvallarins þar
Fyrir þá 22 milljarða í annann flugvöll og annað eins í hátæknisjúkrahús erum við að tala um umtalsverðar upphæðir sem má leggja í nokkrar heilsugæslustöðvar í Reykjavík þegar búið er að byggja hátæknisjúkrahúsið á Egilsstöðum. Munið það, að það þarf ekki að byggja flugvöll á Egilsstöðum. Það er góð sátt um það mannvirki hér.
Þá fá Reykvíkingar að upplifa þann munað að aka helsjúkir í öllum veðrum Reykjanesbrautina til Keflavíkur og fara í flugi á bráðamóttökuna á Egilsstöðum.
Verða þá ekki allir glaðir, - eða hvað?
Benedikt V. Warén, 29.6.2015 kl. 18:07
Halldór (#27), ég er sammála þér,
Jens Guð, 29.6.2015 kl. 20:35
Bjarni (#28), ertu ekki að aka vitlausa leið til og frá vinnu? Ég vinn við útkeyrslu á Banana Boat sólarvörum á höfuðborgarsvæðinu. Ég skottast daglega á milli Seltjarnarness, Mosfelssbæjar og Hafnarfjarðar á örfáum mín. Það er út í hött að dóla í 20 - 30 mín á milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Nema menn leggi úti í kanti og taki kríu á leiðinni.
Jens Guð, 29.6.2015 kl. 20:40
Is, þeir eru margir furðufuglarnir þarna um slóðir.
Jens Guð, 29.6.2015 kl. 20:49
Ásthildur Cecil.
Nú hef ég séð mörg heimskuleg rökin fyrir því að Reykjavíkurflugvöll megi aldrei færa, en að ástæða þess að Reykjavík sé fjölmennasti staður landsins sé nálægðin við flugvöllin sýnir að öll rök eru farin.
Hlægilegt.
Siggi (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 21:02
Bjarni er augljóslega langskemmtilegasti fýrinn í þessari flugvallarspekúlúsjón.og hann hefur já ýmislegt til sýns máls.
Magnús Geir (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 00:13
Hlæðu bara eins og þig lystir Siggi minn, mér er alveg sama um það, en mér er fúlasta alvara með það sem ég segi hér. Og nú er ég bara farin að vona að flugvöllurinn verði fluttur til Keflavíkur, svo það sanna komi í ljós. Sem sagt fyrirtæki, þjónustuaðilar og ríkisstofnanir fylgja á eftir, og þá er bara eftir að færa titilinn höfuðborg Íslands, það er minnsta málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2015 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.