Vigdís kom mér í opna skjöldu. Og aftur.

poppbokin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir nokkrum árum átti ég erindi í Pósthúsiđ á Eiđistorgi á Seltjarnanesi.  Ţar var töluverđur erill.  Tvćr dömur stóđu vakt viđ afgreiđsluborđin.  Ég var ađ venju međ smá frekju.  Tróđst fram fyrir rađir og bađ um tiltekna límmiđa og og eitthvađ fleira. Ţá snýr sér viđ í röđ kona og segir viđ mig:  "Mikiđ er gaman ađ heyra skagfirskan framburđ."  Ţetta var Vigdís Finnbogadóttir.  

  Ég er fćddur og uppalinn í Skagafirđi.  Flutti ţađan á unglingsárum fyrir nćstum hálfri öld og hélt ađ skagfirski framburđurinn hefđi fjarađ út strax á unglingsárum.  En greinilega ekki alveg miđađ viđ viđbrögđ Vigdísar.

  Ég efast um ađ fleiri en Vigdís nemi ţađ sem ennţá eimir eftir af skagfirskum framburđi mínum. Ţađ er ekki tilviljun ađ hún reki Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Sú stofnun hefur allt ađ segja um allskonar tungumál.  Ég hef skrautskrifađ ýmsa diplóma fyrir hana - án ţess ađ hitta Vigdísi ţar.      

 1983 skrifađi ég af hvatvísi og í miklu tímahraki ömurlega bók sem heitir Poppbókin. Bókaforlag Ćskunnar gaf hana út.  Bókin mokseldist. Ţví miđur.  Einn góđan veđurdag birtist Vigdís inn á gólfi hjá Ćskunni og óskađi eftir ţví ađ kaupa eintak af bókinni.  Viđbrögđ urđu ţau ađ vilja gefa henni eintak af bókinni.  Hún tók ţađ ekki í mál.  Áreiđanlega er ţetta versta bók í bókasafni hennar.   

  Ég kaus Vigdísi í forsetakosningunum.  Og er stoltur af.  

 


mbl.is Vigdísi fagnađ í miđborginni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Sem unglingur fannst mér ađ ég ćtti ađ taka stúdentspróf og byrjađi ţrisvar í Menntaskólanum í Hamrahlíđ. Mér var lífsins ómögulegt ađ einbeita mér og átti á ţessum árum ađ vera ađ gera eitthvađ allt annađ viđ tímann. Eitt af ţví sem vert ţótti ađ gera í málinu var ađ ég skyldi mćta í tíma í námstćkni, sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi. Henni tókst ekki ađ kenna mér neitt, en ég varđ gersamlega heillađur af ţessum stórkostlega persónuleika. Ţegar hún bauđ sig fram til forseta nokkrum árum síđar var enginn efi í mínum huga. Ég kaus Vigdísi.

Theódór Gunnarsson, 28.6.2015 kl. 21:27

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég man eftir bókinni en ekki hvort ég las hana. Svona er mađur gleyminn! En ég man vel eftir ţví ađ mér fannst undirtitillinn "Í fyrsta sćti" einu of, en sé núna ađ ţetta er sama trikkiđ og Guđbergur Bergsson notađi ţegar hann gaf út bókina Tómas Jónsson: Metsölubók. Fólkiđ keypti bókina af ţví ađ hún var metsölubók :)

Wilhelm Emilsson, 29.6.2015 kl. 05:30

3 identicon

Ţađ er nú ekki leiđinlegt ađ fyrir Jens ađ vera líkt viđ meistara Guđberg.

Stefán (IP-tala skráđ) 29.6.2015 kl. 15:04

4 Smámynd: Jens Guđ

Theódór,  ţađ er ađdáunarverđur og einbeittur námsvilji ađ byrja ţrisvar í MH.  

Jens Guđ, 29.6.2015 kl. 20:21

5 Smámynd: Jens Guđ

Wilhelm, undirtitillinn gegndi tvíţćttu hlutverki:  Annarsvegar ađ í umfjöllun fjölmiđla um bókina vćri talađ um hana sem "Í fyrsta sćti" (samanber metsdölubók.  Sem hún varđ).  Hinsvegar einskonar fyrirvari um ađ í henni vćri ađeins fjallađ um vinsćlustu popparana.  

Jens Guđ, 29.6.2015 kl. 20:25

6 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ţađ er ekkert nema gaman.

Jens Guđ, 29.6.2015 kl. 20:27

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina. Ţetta virkađi! Ţú hefur vćntanlega séđ ţetta "netsafn" (cyber museum) um bókina. Alltaf gaman ţegar hlutum um íslenska rokkmenningu er haldiđ til haga! 

celandicmusicmuseum.blogspot.ca/2012/01/64-book-poppbokin-i-fyrsta-sti-by-jens.html

Wilhelm Emilsson, 29.6.2015 kl. 20:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.