Nú er lag að græða á túrhestum

 

  Útlendingar sem leggja leið sína til Íslands eru vanir að reykja kannabis.  Sumir snæða það eins og hvert annað grænmeti með mat.  Aðrir taka það í nefið.  

  Á Íslandi bregður svo við að þessir menn eru flokkaðir í hóp með morðingjum,  nauðgurum og öðrum ofbeldishrottum.  Fyrir bragðið þurfa túrhestarnir fyrir komu til Íslands að ná sambandi við glæpaklíkur hérlendis.  Þær sjá þeim fyrir kannabisi strax við komu á flugvelli í Sandgerði.

  Þessi kannabissala sogar til sín helling af erlendum gjaldeyri sem hverfur eins og dögg fyrir sólu ofan í vasa neðanjarðarglæpamanna.  Þeir fara umsvifalaust með gjaldeyrinn úr landi til að kaupa allskonar eiturlyf í útlöndum.  Jafnvel rítalín.

  Þessu þarf að breyta.  Peningnum væri betur komið í íslenska hagkerfinu til að létta undir við launagreiðslur til starfsmanna heilbrigðiskerfisins.  Dómsmálaráðherra eða utanríkisráðherra eða einhver þarf að hliðra til í flugstöðinni.  Leyfa Fríhöfninni eða einhverri annarri verslun í flugstöðinni að koma sér upp söluborði með góðu úrvali af hágæða kannabisefnum.  Þar getur góður sölumaður reitt helling af útlendum seðlum upp úr vösum hálfrar annarrar milljón túrhesta á næsta ári.  Ef vel gengur þá á þarnæsta ári líka.   


mbl.is Panta kannabis áður en þeir lenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar fæ ég fáein fræ ?

Margrét Sig (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 21:25

2 identicon

Góður pistill! maður þarf að leita til Sverris Stormskers til að finna álíka góðan penna og þig. ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 23:30

3 Smámynd: Jens Guð

Margrét,  ég veit það ekki.  Eflaust er hægt að gúgla það.

Jens Guð, 11.7.2015 kl. 20:05

4 Smámynd: Jens Guð

Ólafur,  takk fyrir það.  Sverrir er toppurinn.  

Jens Guð, 11.7.2015 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband