Hryðjuverkamenn snúnir niður í Færeyjum og handjárnaðir

susan larsen

 

 

 

 

 

 

 

   Bandarísku hryðjuverkasamtökin Sea Shepherd komu til Færeyja með látum 14. júní.  Ætlunin er að standa vakt og hindra hvalveiðar Færeyinga fram á haust.  Allt hefur gengið á afturfótunum hjá SS-liðum síðan.  En þeir bera sig vel á heimasíðu SS.  Láta eins og dvölin í Færeyjum sé sigurganga.

  Raunveruleikinn er annar.  SS-liðar eru aðhlátursefni í Færeyjum.  Aftur og aftur.  Bara tvö dæmi af mörgum:  SS-liðar boðuðu til blaðamannafundar með þéttri dagskrá:  Fyrirlestrum, setið fyrir svörum og bæklingum dreift.  Í fyrra mættu fulltrúar 15 stærstu fjölmiðla heims á samskonar blaðamannafund.  Í ár mætti aðeins ein manneskja.  Það var myndatökumaður frá færeyska sjónvarpinu,  Kringvarpinu.  Honum var boðið að leggja spurningar fyrir fulltrúa SS.  Hann afþakkaði.  Sagðist ekkert hafa við þá að tala.  

  Nokkru síðar varð vart við litla hvalvöðu við Sandey.  Þetta var snemma morguns.  SS-liðar voru þar á vakt í bíl.  En þeir sváfu.  Hvalirnir voru veiddir fyrir framan nefið á þeim.  Þegar SS-liðar loks vöknuðu var í fjörunni aðeins það sem ekki var hirt af marsvínunum (grindinni).  Síðan tala Færeyingar um Sleep Shepherd.  

  Í morgun varð vart við aðra vöðu.  Að þessu sinni í Kalsoyarfirði í norðri.  SS-liðar voru vakandi að þessu sinni og hugðust fæla vöðuna.  Þeir voru snarlega snúnir niður á asnaeyrunum, handjárnaðir og fjarlægðir af vettvangi.  Um er að ræða Súsönnu, fertuga bandaríska konu, og þrítugan drengstaula. Hvort um sig er sektað um hálfa milljón ísl. króna.  Þar með reynir í fyrsta skipti á ný færeysk lög.  Þau kveða á um að hver sá sem reynir að fæla hvalvöðu skuli sæta sekt að þessari upphæð.  Sama sektarupphæð liggur við því að koma auga á hvalvöðu og láta ekki vita af henni.

  Nýju lögin eru umdeild í Færeyjum.  Sumir óttast að þau muni gera SS-liða að píslarvættum,  ofsóttum fórnarlömbum harkalegra laga.  Forvitnilegt verður að fylgjast með framhaldinu.  Vegabréf eru tekin af SS-liðunum sem voru handteknir.  Sömuleiðis var hald lagt á dót þeirra,  svo sem myndavélar og bátdruslu.  Aularnir eru fastir í Færeyjum uns sektin verður greidd.  

  Af hvalvöðunni er það að frétta að hún samanstóð af ungum og smávöxnum marsvínum (grind).  Þarna er töluvert dýpi.  Dýrin náðu að kafa undir færeysku bátana og sleppa. Það hendir og kemur framkomu SS-liða ekkert við. Þeir hreykja sér engu að síður af því að hafa bjargað kvikindunum frá því að lenda á matardiskum Færeyinga. Næstum allt sem þú lest á heimasíðum SS-hryðjuverkasamtakanna er lygi.  

ss liði handtekinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

SS-liðar, ég get ekki hætt að brosa. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu aumingjagóðir við Íslendingar erum að verða. Þeim hefði verið komið í húsaskjól með pönnsur og með því á kostnað skattborgaranna ef þeir væru að flækjast í Hafnarfirðinum.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.7.2015 kl. 23:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2015 kl. 00:47

3 identicon

Það þyrfti sko að fá þessa svokölluðu SS-liða hingað til lands og fá þá til að ræða hreessilega við stjórnendur Landsbankans sem ætla sér að hrauna yfir almenning og hundsa allar viðvaranir. Það þyrfti sko að skrúfa það lið hressilega niður á jörðina. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 08:17

4 identicon

Það er bara eitthvað svo gaman og gott að lesa um ófarir þessara hryðjuverkasamtaka. Endilega haltu áfram þessum skrifum 8)

Halldór (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 09:46

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

En aftur á móti liggja Íslenskir fjölmiðlar alveg marflatir fyrir þessum "Náttúruverndar - Ayatollum".  Besta dæmið er umfjöllun Þóru Kristínar, á Stöð2 um hvalveiðar Íslendinga og í gærkvöldi fór hún all hressilega yfir "strikið" þegar hún var með "viðtal" við Árna Finnsson og sagði honum nánast hvað ætti að segja. yell

Jóhann Elíasson, 21.7.2015 kl. 12:25

6 identicon

Þetta var alveg ótrúlega fyndið viðtal Jóhann.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 15:01

7 Smámynd: Jens Guð

Sindri Karl,  já,  pönnsur með rjóma og heitt súkkulaði.

Jens Guð, 22.7.2015 kl. 21:04

8 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  takk fyrir það.

Jens Guð, 22.7.2015 kl. 21:04

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  við erum betur sett án SS.

Jens Guð, 22.7.2015 kl. 21:04

10 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  ég held áfram að fylgjast með og skrifa um framvinduna.

Jens Guð, 22.7.2015 kl. 21:05

11 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir upplýsingarnar.  Ég missti af þessu.

Jens Guð, 22.7.2015 kl. 21:06

12 Smámynd: Jens Guð

Elín,  takk fyrir innlitið. 

Jens Guð, 22.7.2015 kl. 21:06

13 identicon

Jens, endilega bloggaðu um það hvernig framsóknarpakkið í Sjávarútvegsráðuneytinu er að koma fram við færeyska sjómenn / færeysk skp.

Stefán (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 10:21

14 identicon

Flott færsla. Ég hef horft á alla þættina þeirra. Ef þeir koma til íslands hugsa ég að ég sæki um í gæslu á hvalveiðiskipunum eða á tuðrum í kringum skipin. Paul watson og co eru algjörir aular. En gott blogg endilega koma með fleirri fréttir f þeim frá færeyjum

Valdi (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 00:32

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður pistill Jón Guð, eins og svo oft sem kemur frá þér. Hvenær ættli Íslendingar sem sitja í stólum leikhússins við Austurvöll komi með einhverskonar svipuð lög um hvalveiði?

Fékk mér hvalkjöt á Þremur Frökkum í hádegismat í gær, djöfull var það gott.

Skritið að það sé ekki hvalkjöt á boðstólnum í öllum fisk og kjöt búðum á Íslandi, eins og þetta er gott.

Kveðja frá Nesinu

Jóhann Kristinsson, 24.7.2015 kl. 15:18

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég hyggst gera það.

Jens Guð, 24.7.2015 kl. 19:40

17 Smámynd: Jens Guð

Valdi,  takk fyrir góð orð.  Ég held áfram að blogga um Færeyjar.

Jens Guð, 24.7.2015 kl. 19:41

18 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir "komplimentið".  Ég þarf að gera mér ferð á Þrjá Frakka.  Á veitingastaðnum skemmtilega Bike Cave í Skerjafirði er boðið upp á sælkera hvalsteik um helgar.  Allar veitingar þar eru ódýrar.  Mig minnir að hvalsteikin með öllu sé rétt rösklega tvö þúsund kall.    

Jens Guð, 24.7.2015 kl. 19:50

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka kærlega fyrir ábendinguna Jens, ég kem til með að fara þangað nokkrum sinnum meðan ég er á landinu, enda var ég alin upp á fisk, hvalkjöti og hrossakjöti. Einstaka sinnum lamb og svínakjöt á aðfangadagskvöld Jóla.

Ég var 19 ára þegar ég fékk nautakjöt og kjúklinga firsta skipti, þegar ég var í skóla í USA.

Kveðja frá Nesinu

Jóhann Kristinsson, 26.7.2015 kl. 10:27

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Færeyingar eru alltaf flottir og kunna lagið á þessu! Hvalkjöt er besta og heilbrigðasta kjötið. Ekki skemmir frábært bragðið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2015 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.