Húðflúr heimska fólksins

  Fyrir tveimur árum eða svo var hugur í mörgum stjórnmálamanninum í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þeir vildu taka húðflúr föstum tökum.  Banna öll húðflúr önnur en þjóðleg og þjóðholl.  Banna í leiðinni "piercings" (ég veit ekki hvert íslenska orðið er yfir það þegar húð er götuð og hringar eða annað glingur þrætt í).  Lengst var gengið í Arkansans.  Þar var lagt fram frumvarp til laga.  Það fékk góðar móttökur til að byrja með en tók einhverjum breytingum.  Ég veit ekki hvernig það endaði.

  Húðflúralögga er jafn geggjað fyrirbæri og mannanafna- og hundanafnanefnd ríkisins.  Húðflúr heimska fólksins eru ekkert nema góð skemmtun.  Ekki aðeins vegna þess að þau eru iðulega illa teiknuð.  Líka vegna þess að stafsetning er sjaldan rétt.  Þessi ætlaði að flagga ágætri fullyrðingu,  "Þekking er vald".  Í stað orðsins "knowledge"  er orðskrípi sem bendir til þess að þekkingu höfundarins á réttritun sé ábótavant.  

húðflúr heimska fólksins - þekking

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Elvis Presley er í uppáhaldi hjá heimska fólkinu eins og öðrum.  Munurinn er sá að í fyrrnefnda hópnum teikna menn sjálfir andlit rokkstjörnunnar.  Taka verður viljann fyrir verkið.  Málið er að gera fremur en geta.  Húðflúr heimska fólksins - presley

 

 

 

 

 

 

 

 

  Mér vitanlega hefur engum dottið í hug að láta húðflúra andlit Presleys á sitt andlit.  En heimska fólkið lætur húðflúra önnur andlit á andlitið á sér.  Þaðan er komið orðið tvíhöfði.  húðflúr heimska fólksins - andlit á andliti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ein af þeim gryfjum sem heimska fólkið fellur í - aftur og aftur - er að merkja sig dægurflugu.  Tískufyrirbæri sem eru öllum gleymd daginn eftir.  Hver man í dag eftir Gangnam Style eða Harlem Shake?  Twitter-krossinn verður jafn gleymdur og tröllum gefinn á morgun og Ircið. húðflúr heimska fólksins - dægurflugur 

 

 

 

 

 

 

     Flísalagningamann langar í húðflúr.  Hann er allan daginn að leggja svartar og hvítar flísar á baðgólf,  eldhúsgólf og önnur gólf.  Hvernig húðflúr sér hann fyrir sér?  húðflúr heimska fólksins - flísalagningamaður

 

 

 

 

 

 

 

 

  Auglýsing fyrir Helga í Góu. húðflúr heimska fólksins - taco bells


mbl.is „Þetta er ekki nógu mikið rannsakað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær færsla.  Hversu heimskt getur fólk verið?

Jóhann Elíasson, 30.7.2015 kl. 11:16

2 identicon

Veit ekki hvort að það er satt, en mér er sagt að Gylfi Ægis sé með bleika þríhyrninga tattúveraða á handleggina. Hann er svo sem með mjög gay rödd.

Stefán (IP-tala skráð) 30.7.2015 kl. 15:00

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það.

Jens Guð, 31.7.2015 kl. 06:19

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  er það ekki frekar litaða skeggið og kaskeitið að hætti Robs Halfords?

judaspriest

Jens Guð, 31.7.2015 kl. 06:27

5 identicon

Rétt, Gylfi Ægisson gæti alveg skrækt bakraddir með Judas Priest og hugsanlega er leðurhomminn með svipuna Rob Halfod einmitt fyrirmyndin ? 

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 11:47

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er íslenska orðið yfir "piercing" ekki "götun" ?

Sýnist flest þessara húðflúra vera gerð í heimahúsi.
Nokkurnveginn hvaða hálfviti sem er getur keypt sér húðflúrsvél á netinu og farið að gera þetta heima sér hér. 
Það er hinsvegar slæmt þegar fólki sem langar í húðflúr fari að leyfa þessum bjánum að skemma þá fyrir lífstíð, bara vegna þess að það er ekki tilbúið að borga faglærðum listamanni fyrir vinnu sína.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.7.2015 kl. 11:49

7 identicon

allir sem fá sér húðflúr eru skemmdir fyrir lífstíð og er hreint ekki auðvelt eða ódýrt að lata fjarlæga þennan viðbjóð ég er búinn að reina það.þetta var spennandi þegar maður var krakka fífl en svo fara flestir að sjá eftir þessu svona 20 árum seinna

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 01:29

8 Smámynd: Jens Guð

Stefá,  líkast til.

Jens Guð, 1.8.2015 kl. 11:31

9 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  ég held að það sé rétt hjá þér að talað sé um götun.  Ég hef líka heyrt þetta kallað skart.  Vinsæl stofa sem býður upp á húðflúr og götun heitir Tattoo og skart.  

  Ég tek undir hvert orð hjá þér.

Jens Guð, 1.8.2015 kl. 11:34

10 Smámynd: Jens Guð

Helgi,  þetta er ástæðan fyrir því að ég fékk mér ekki húðflúr fyrr en kominn á sextugsaldur.  

Jens Guð, 1.8.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband