Heilaþvegin þjóð - hnípin í vanda

kim_jong_il_1

  Fyrir nokkrum árum dvaldi ég í góðu yfirlæti í Ósló,  höfuðborg Noregs.  Á sama hóteli þar í borg var meðal gesta ungur maður frá Suður-Kóreu.  Okkur varð vel til vina.  Forvitnir um þjóðir hvors annars spjölluðum við saman yfir bjór úti á gangstétt allt að því á hverju kvöldi.

  Hann spurði margs um Ísland.  Ýmislegt sem ég upplýsti hann um vakti undrun.  Mér þótti áhugaverðara sitthvað sem hann sagði mér af sínu lífi.

  Dvölin í Noregi var hans fyrsta alvöru frí til nokkurra ára.  Og fyrsta utanlandsferð.  Hann var svo óheppinn að verkstjóri hans var vinnualki.  Naut þess að vinna alla daga og oftar fram á kvöld en ekki.  Í S-Kóreu vinna undirmenn jafn lengi og yfirmenn.  Það er svo algjör regla að hún er ekki rædd.  

  Drengurinn hafði gegnt herþjónustu.  Að mig minnir til tveggja ára.  Hún fólst í gæslu við landamæri Suður- og Norður-Kóreu.  Á milli þessara ríkja er svæði sem er skilgreint hlutlaust.  Það er um 4 km breitt.  Sitthvoru megin sitja hermenn ríkjanna gráir fyrir járnum.  Iðulega má lítið út af bregða til að skipt sé á skotum.   

  Kunninginn var svo heppinn að hermenn beggja ríkjanna á þessu varðsvæði höfðu vingast.  Þeir léku sér saman í fótbolta,  tefldu og tóku í spil.  Fóru meira að segja saman í gönguferð upp á hátt fjall.  Horfðu saman á sjónvarp og voru ágætir vinir.  Skiptust á gjöfum og eitthvað svoleiðis.  Forðuðust samt eins og heitan eld að ræða pólitík.  

  Meðal annars horfðu þeir saman á beina útsendingu frá einhverri heimsmeistarakeppni í fótbolta.  Þar kepptu S- og N-Kórea.  Leikar fóru þannig að N-Kórea tapaði illilega.  Þá brá svo við að n-kóresku hermennirnir fóru að gráta.  Þeir hágrétu eins og kornabörn.  Þeir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum.  

  S-kóresku hermennirnir reyndu að hugga þá.  Sögðu að þetta væri bara saklaus leikur.  Það væri eðli svona leiks að stundum vinnur annað liðið.  En n-kóresku hermennirnir voru óhuggandi.  

  Þá áttaði kunninginn sig á því hvað n-kóresku vinirnir voru og eru svakalega heilaþvegnir.  Í þeirra huga var óhugsandi að n-kóreskt landslið gæti tapað leik.  

Kim Jong un

  Hárgreiðsla Kim Jong Un leiðtoga N-Kóreu kallast kústur.  Hann fann upp á henni sjálfur.  Nú nýtur hún gríðarmikilla vinsælda aðdáenda N-Kóreu um allan heim.  

  Forveri hans og faðir,  Kim Jong Il, var þekktari fyrir að þamba allsnakinn koníak á hverju kvöldi.  Uns hann dó á miðjum aldri vegna vinnuálags.  Hann lagði sig hart fram um að finna upp nýja og spennandi rétti.  Til að mynda hamborgara.  Heimshorna á milli drúpa jarðarbúar höfði í lotningu og snæða hamborgara - Kim Jong Il til heiðurs.  hamborgari


mbl.is Kveikja á hátölurum við landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góður pistill, Jens Guð.

Kveðja, Kristján Pétur.

Kristján P. Gudmundsson, 12.8.2015 kl. 06:26

2 identicon

Sannarlega drjúpa Norðurkóreumenn höfði, það lekur af þeim hverjum á fætur öðrum. Aðrir íbúar heimskringlunnar drúpa höfði. Er það rétt og skylt þá þeir gera sér grein fyrir andlegum yfirburðum og verslegum þeirra afkomenda Kim Il Sungs.

Tobbi (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.