Rasismi hefur margar hliðar

  Kynþáttafordómar,  lífsstílsfordómar og menningarfordómar hafa margar birtingamyndir.  Ein er sú að hörundsdökkt fólk leggur mikið á sig til að líkjast bleiknefjum.  Frægasta dæmið er bandaríska poppstjarnan Michael Jackson.  Þessi ein frægasta poppstjarna heims hefði getað nýtt ofurvinsældir sínar til að vera stoltur blökkumaður og fyrirmynd.  Þess í stað kaus hann að nota auðævi sín til að láta breyta sér í hvíta konu (Sófíu Lóren).

Michael-jackson-as-a-childmichael-jackson-mugshot

 En hvað getum við bleiknefjar sett okkur á stall og gagnrýnt þá leið sem hann valdi?  Við búum við forréttindi.  Þau forréttindi að húðlitur háir okkur ekki.  Truflar okkur ekki á neinn hátt.  Hvorki gagnvart vinnu eða viðhorfum almennings til okkar.

  Við bleiknefjar tökum ekki eftir flestu því mótlæti sem hörundsdekkri mæta.  Til að mynda getum við mætt skælbrosandi í plástursrekka hvaða apóteks eða súpermarkaðs sem er.  Þar finnum við gott úrval af plástrum í sama lit og okkar húðlit.  Plástrar í öðrum húðlit eru ekki í boði.

rasistaplástur

   

  


mbl.is Elska konur sem skína í nóttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Michael Jackson er stoltur blökkumaður og fyrirmynd.  Hér má sjá frábært samstarf hans og Spike Lee:

https://www.youtube.com/watch?v=QNJL6nfu__Q

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 09:24

2 Smámynd: Jens Guð

  Elín,  það er rétt hjá þér að MJ söng fram á síðasta dag um sig sem blökkumann og samstöðu blökkumanna.  Á sama tíma gekkst hann undir ótal "lýtalækningar" sem fjarlægðu sérkenni hans sem blökkumanns.  Þess í stað hlóð hann á sig sérkennum bleiknefja.

  Fallega breiða nefið var gert ýkt og afkárlega mjótt.  Hann mætti til "lýtalæknis" með ljósmynd af hökuskarði bleiknefjans Michael Douglas og bað um að fá sett á sig samskonar hökuskarð.  Blökkumenn eru ekki með hökuskarð.  Hann lét slétta á sér fallega afró-krullaða hárið.  Þannig mætti áfram telja.  

  Með öllum þessum andlitsbreytingum var hann og er ekki góð eða hvetjandi fyrirmynd hörundsdökkra.    

Jens Guð, 13.8.2015 kl. 18:34

3 identicon

Þannig að hvít manneskja sem fær sér krullupermanent er vond og letjandi fyrirmynd?  Ég get nú ekki alveg tekið undir það ...  Ég held að lýtalækningar tengist oft vanlíðan sem hefur ekkert með húðlit að gera.  Ég held að vandinn sé djúpstæðari en veit þó ekkert um það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.