Norðurlandaráð styður hvalveiðar Færeyinga

 

Næraberg

 

 

 

 

 

 

 

Þessa daga stendur yfir þing Norðurlandaráðs.  Þar gengur á ýmsu.  Meðal annars er til umfjöllunar svívirðileg framkoma íslenskra embættismanna í garð færeyska fiskveiðiskipsins Nærabergs.  Skipinu var meinað að sækja til Íslands grænlenska áhöfn.  Rökin voru þau að Næraberg væri að veiða makríl við Grænlandsstrendur án þess að Færeyingar hafi samið um það við Íslendinga.  Á sama tíma dekstruðu Íslendingar rússnesk skip sem veiddu á sömu slóðum.  Fróðlegt verður að vita að hvaða niðurstöðu Norðurlandaráð kemst í því fáránlega máli.

  Hitt er merkilegra að í morgun samþykkti Norðurlandaráð eiróma stuðning við hvalveiðar Færeyinga.  Mér vitanlega hefur sú merkilega samþykkt ekki ratað í íslenska fjölmiðla.  Hún er engu að síður stórfrétt og hér með "skúbb".

  Hér má hlera fróðleiksmola um hvalveiðar Færeyinga:  

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP38358 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband