Stærstu rokkstjörnur heims auglýsa íslenskt áfengi

  Fyrir aldarfjórðungi og þar í kring voru vinsælustu og áhrifamestu hljómsveitir heims Guns N´ Roses og Nirvana.  Enn í dag tróna nöfn þessara hljómsveita í efstu sætum yfir merkustu hljómsveitir rokksögunnar.  Eitt af sérkennum GNR var söngrænn og áberandi gítarleikur Slash.  Gítarlykkjan sem einkennir lagið Sweet Child O´ Mine hefur löngum verið í toppsætum yfir bestu gítarriff allra tíma.     

  Nirvana innleiddi nýbylgju sem kallast grugg (grunge).  Hérlendis tóku margar hljómsveitir upp gruggstílinn.  Frægust varð Botnleðja.  Nirvana kynnti líka fyrir nýrri kynslóð söngvaskáldið Leadbelly (blúsari sem féll frá 1949).  

  Slash tók ástfóstri við íslenskan heilsudrykk,  vodkann Black Death.  Framleiðandi hans er Siglfirðingurinn Valgeir Sigurðsson.  Slash skartaði löngum á hljómleikum skyrtubol merktum Black Death.  Valgeir framleiðir einnig bjór undir merki Black Death.  Forpokaðir ríkisreknir embættismenn ÁTVR bönnuðu á sínum tíma Black Death bjórinn á þeirri forsendu að á umbúðum stendur "Drink in peace".  Það var skilgreint sem ósvífinn áróður fyrir bjórdrykkju.

slash aslash b

  Víkur þá sögu að trommuleikara Nirvana, Dave Grohl.  Eftir fráfall söngvarans,  Kurts Cobains, 1994 stofnaði hann hljómsveitina Foo Fighters.  Þar er hann söngvari og gítarleikari.  Foo Fighters erfði að stórum hluta vinsældir Nirvana.

  Fyrir nokkrum árum kom Foo Fighters fram á hljómleikum í Reykjavík.  Þar kynnti Dave Grohl til leiks unglingahljómsveit frá Stokkseyri,  Nilfisk.  Sú hljómsveit fékk jafnframt að njóta sín á DVD diski Foo Fighters.  Dave Grohl a

  Dave fékk dálæti á íslenska heilsudrykknum Brennivíni.  Hann hefur alla tíð síðan verið allt að því áskrifandi að Brennivíni.  Afmælis- og aðrar tækifærisgjafir til vina hans og vandamanna eru gjarnan Brennivínsflaska.  Á hljómleikum og í viðtölum hjá fjölmiðlum er Dave iðulega í skyrtubol merktum Brennivíni.  Þar á meðal í nýjasta hefti næst stærsta tónlistartímariti heims (á eftir Rolling Stone),  Spin. Sjá með því að smella á þennan hlekk:  http://www.spin.com/2015/08/dave-grohl-endurance-foo-fighters-new-bands/   

  Á plötu með Foo Fighters syngur Dave um Brennivín. Það má heyra á mín 1.14:  "Brennivín and cigarettes"  

 

  Færeyska þungarokksveitin Týr er ein þekktasta víkingametalsveit heims.  Hún hefur verið á vinsældalistum víða um heim.  Meðal annars var hún fyrir nokkrum árum í 1. sæti hjá CMJ.  Hérlendis er CMJ kallað amerískar háskólaútvarpsstöðvar.  Í raun er vinsældalisti CMJ samantekt á spilun í öllum framhaldsskólaútvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og Kanada.  Týsarar hafa sungið um íslenskt Brennivín.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Kannski kynnast þeir lýsi og næst!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.8.2015 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Veit ekki hverning þetta OG tókst að troða sér þarna inn?

Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2015 kl. 12:17

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég skildi ekki alveg hvað þú varst að fara með fyrra "kommentinu".  

Jens Guð, 27.8.2015 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband