12.9.2015 | 22:18
Veitingaumsögn
- Réttur: Hrefnusteik
- Veitingastaður: Bike Cave, Skerjafirði
- Verð: 2495,-
- Einkunn: *****
Þeir eru ekki margir veitingastaðirnir sem bjóða upp á hvalkjöt. Þeim mun meira fagnaðarefni er að boðið sé upp á hrefnukjöt í Bike Cave í Skerjafirði. Ennþá meira fagnaðarefni er hvað steikin og meðlæti eru mikið lostæti.
Kjötið er marinerað til margra daga. Það er síðan kryddað kryddblöndunni frábæru "Best á nautið" og snöggsteikt. Ytra lag dökknar og fær ljúfengt steikarbragð. Í miðju er kjötið fallega rautt án þess að vera blóðugt. Allt lungnamjúkt.
Meðlæti er ferskt salat, krossarar og bearnaise-sósa. Jarðaber gefa salatinu skarpt frískandi bragð. Krossarar eru náskildir frönskum kartöflum. Þetta eru skarpkryddaðar (ég greindi papriku, salt og pipar) djúpsteiktar kartöflur. Þær eru mun bragðbetri en hefðbundnar franskar. Stökkar (crispy) í gegn. Toppurinn yfir i-ið er bearnaise-sósan. Hún er ekki venjuleg. Þetta er verðlaunuð sósa, uppskrift Hjördísar Andrésdóttur verts og listakokks á Bike Cave. Besta bearnaise-sósa sem ég hef smakkað. Blessunarlega að mestu laus við smjörbragðið (sem háir iðulega bearnaise-sósum).
Ég mæli eindregið með hrefnusteikinni í Bike Cave í Skerjafirði. Hún er sælkeramáltíð.
--------------------------------------------------------
Fleiri veitingaumsagnir má finna með því að smella HÉR
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 16.9.2015 kl. 19:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 79
- Sl. sólarhring: 89
- Sl. viku: 1454
- Frá upphafi: 4118981
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hvalkjötið bergst aldrei. Það þarf snilling til að gera óæti úr hvalkjöti.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2015 kl. 22:40
Ummmm. Ég hreinlega slefa yfir tölvuborðið.Vantar svona veitingastað á Akureyri!
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 07:45
Ég er ekki alveg viss um snilld fyrsta ræðumanns. En einhverju sinni var ég á ferð um Hafnarfjörð og kom við á A. Hansen og fékk hrefnukjöt sem var alveg með ágætum.
Ári seinna var ég þar á ferð með dóttur mína á leið í flug frá Keflavík en hún býr erlendis. Vegna þess að þær dætur mínar eru svo pempíjulausar og til í hvað sem er þá bauð ég henni uppá hrefnusteik á A. Hansen.
Um leið og diskarnir komu á borðið þá sá ég að þetta var hroðinn sem skorin er utan af langgeymdu hvalkjöti, en sagði ekki neitt. Við mötuðumst ræddum og hlógum.
Í grennd við Kúagerði bað ég hana afsökunar og sagði að hvalkjöt gæti verið betra en þetta. Hún hló og sagði já en pabbi við vorum saman.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.9.2015 kl. 07:51
Hrefnukjöt er algjört lostæti, hér má fá það bæði ferskt og marinerað. Eina sem þarf að gæta að er að snöggsteikja það, Hrefnan er betri en nautakjöt að mínu mati. Alla vega það nautakjöt sem okkur er boðið uppá hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2015 kl. 10:50
Ó, mæ. Nú hef ég ástæðu til að hjóla út í Skerjafjörð. Hef fengið mér kaffi og köku á Bike Cave, bragðgóða og á sanngjörnu verði. Mæli hiklaust með þessu litla, skemmtilega kaffi/veitingahúsi.
Hjóla-Hrönn, 13.9.2015 kl. 13:31
Axel Jóhann, og fátt kjöt er betra undir tönn en hvalkjötið.
Jens Guð, 13.9.2015 kl. 17:08
Sigurður, annar möguleiki er að skjótast í höfuðborgarferð.
Jens Guð, 13.9.2015 kl. 17:09
Hrólfur, takk fyrir umhugsunarverða sögu.
Jens Guð, 13.9.2015 kl. 17:10
Ásthildur Cesil, ég er þér sammála með að hrefnukjöt sé betra en nautakjöt.
Jens Guð, 13.9.2015 kl. 17:11
Hjóla-Hrönn, ég tek undir meðmæli þín með Bike Cave.
Jens Guð, 13.9.2015 kl. 17:12
Bernessósa án smjörbragðs er valla bernessósa. Hún er nefnilega sett saman úr smjöri og eggjarauðum. Ef ekki er að henni smjörbragð er eitthvað skrítið við uppskriftina.
Og gott hrefnukjöt er gulli betra. Gamalt og þrátt er það ekki.
Tobbi (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 15:16
Bearnaise án smjörbragðs... 90% smjör!
Held að sumir fengju hjartaáfall ef ég þyrði að bera þessa vitleysu undir þá.
Tussa án píkubragðs?
Asgeir Halldorsson (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 12:49
Trixið við góða bearnaise-sósu er að hún bragðist ekki eins og japlað sé á smjörstykki.
Jens Guð, 18.9.2015 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.